Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 19

Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 19
ust trúuðum í leit hinnar dýru perlu“ (Sama). 6) Övinir urðu talsmenn. Sumir, eins og Sál frá Tarsus sem áður höfðu verið meðal hinna bitr- ustu óvina safnaðarins tóku trú og urðu forvígis- menn hans. (Sama). 7) Pétur sagði að hvítasunnan væri uppfylling spádómsins í Jóel 2, 28-32 (sjá Post. 2, 16-21); en það var ekki fullkomin uppfylling, það finnst hvergi nefnt að táknin á himnum sem nefnd eru af Jóel hafi verið uppfyllt þá. Athugulir kristnir menn í dag bíða eftir, hinni annari hvítasunnu, sérstakri veitingu andlegrar náðar í frábærum mæli þegar dregur að lokum sögu þessarar jarðar. Tilgangurinn er að búa „frækornið“ undir „lokauppskeruna". Vegna þess að rætt er um vorregnið og haustregnið á tvennan mismunandi hátt í hinum innblásnu ritum, þá hafa sumir kristnir menn ruglast í sambandi við þetta þýðingarmikla atriði. Sögulega séð þá átti vorregnið sér stað á hvítasunn- unni og haustregnið mun eiga sér stað þegar dregur að lokum sögu þessarar jarðar. Á þessum grundvelli þá er það ómögulegt fyrir hinn kristna einstakling að eiga hlut í báðum reynslunum, þar eða allt að því tvær aldir líða á milli þessara tveggja atburða. En varðandi reynslu einstaklingsins, þá er það ekki bara að hver frelsaður kristinn einstaklingur geti heldur verður hann að eiga hlut í bæði vor- og haustregninu. Á þessum grundvelli þá táknar vorregnið endurfæð- inguna spírun hins andlega sæðis, byrjun hins fyrsta vaxtar, og áframhald þess frá einum áfanga til hins næsta. Þegar að uppskerunni kemur, þá mun haustregnið undirbúa kornið fyrir ljáinn, það lýkur verki náðar í hjartanu, það fullkomnar hina siðferðislegu mynd Guðs í lyndiseinkuninni, og hinn kristni er þar með algjörlega ummyndaður í þessu loka átaki í að ná fullum þroska. Til þess að geta öðlast reynslu haustregnsins, þá verður hinn kristni að uppfylla fjögur skilyrði: Fyrst verður hann að hafa reynt vorregnið og halda áfram að njóta þeirrar reynslu. I öðru lagi þá má hann ekki bíða í aðgerðaleysi, heldur verður hann að vinna ötullega fyrir Krist daglega, þar sem hann er staddur. í þriðja lagi, hann verður að biðja sérstaklega -um það með trú í bæn, „á tímum haustregnsins“ Sak. 10, 1; Sama bls. 55-56. Og í fjórða lagi, þá verður hann að bíða í eftirvæntingu. Það eru að minnsta kosti fimm ástæður fyrir því að nauðsyn er á reynslu haustregnsins í kirkju Guðs í dag: 1) Vera djarfari i að bera vitni. Opinberunarbókin 18, 1-4 lýsir „hrópaði sterkri röddu“ til alls mannkyns í lok tímans, og varaði þá við örlögum þeirra ef þeir færu ekki út úr „Babylon". Það getur verið að hugsað sé um haustregnið sem orsökina, og hróp sterku raddarinnar sem af- leiðinguna. Það kemur „til að gefa kraft hinni sterku röddu þriðja engilsins" Early Writings, bls. 86. 2) Til að undirbúa uppskeruna. „Þroskun fræ- kornsins lýsir fullkomnuðu verki náðar Guðs á hjartað... Við eigum að verða algjörlega um- mynduð í líkingu Krists.“ Testemonies to Mini- sters bls. 606. 3) Til að vernda hinn kristna á þrengingartíman- um. „Þegar meðlimir líkama Krists nálgast tíma hinnar síðustu deilu, tíma þrengingar Jakobs, þá munu þeir vaxa í Kristi og njóta úthellingar Anda hans. Þegar hinn þriðji boðskapur mun verða að sterku hrópi, og dýrð og kraftur munu verða til staðar í lokastarfinu, þá munu hinir trúföstu í Guði njóta þeirrar dýrðar. Það er haustregnið sem lífgar okkur við og styrkir þá er fara í gegnum þrengingartímann. Andlit þeirra munu lýsa með þeirri dýrð sem fylgir þriðja englinum.“ The SDA Bible Commentary, Skýr- ingar Ellen G. White á Opinberunarbókinni 18, 1. bls. 984. 4) Til þess að búa fólk Guðs undir að standast er hinar sjö síðustu plágur falla. Reynsla haust- regnsins mun styrkja „leifarnar" til að standast. „Og það skal verða svo mikil hörmungatíð, að slík mun aldrei verið hafa, frá því er menn urðu fyrst til og allt til þess tíma“ (Dan. 12,1). Deilan mikla bls. 640; Testimonies, 1. bindi bls. 235. 5) Til að búa okkur undir ummyndunina. „Ein- staklingar eru prófaðir og reyndir um tíma til þess að sjá hvort þeir munu fórna átrúnaðargoði sínu, og fara eftir vitnisburði hins Sanna Vottar. Ef þeir vilja ekki verða hreinsaðir með því að hlýða sannleikanum, og sigrast á sjálfselsku sinni, stolti og illum löngunum, þá munu englar Guðs ... taka til starfs síns, skilja þá eftir með sitt illa eðlisfar ósigrað, á valdi illra engla. Þeir sem standast hvern áfanga, standast hverja prófun, og sigra, hvað sem það kostar, hafa fylgt vitnisburði hins Sanna Vottar, og haustregnið mun búa þá undir ummyndun." Spiritual Gifts, 2. bindi bls. 226. Dagurinn í dag — föstudagur — er kallaður í Biblíunni „undirbúningsdagur“. Hann er ekki aðeins gefinn okkur til unddirbúnings fyrir hvíldardaginn; heldur til þess að búa okkur undir komu frelsarans. Vinnur þú ötullega að undirbúningsstarfinu? Er daglegur undirbúningur þinn svipaður hinna 120 sem undirbjuggu sig fyrir hvítasunnuna? Bænaviku þessa árs er næstum lokið. Eftir morgun- daginn tilheyrir hún fortíðinni. Hvernig vegnar sálu þinni í dag? Eru syndir þínar enn ójátaðar, og ófyrirgefnar, skrifaðar við nafn þitt í bókum himins- ins? Ert þú að reyna að standa gegn bæn Heilags Anda, að láta af einhverri kærkominni synd, einhverju „átrúnaðargoði“ sem getur kostað þig eilífa lífið? Ert þú að reyna að komast undan að gera einhverja skyldu sem Drottinn hefur lagt á hjarta þitt? „Því að hvað mun það stoða manninn, þótt hann eignist allan heiminn, en fyrirgjöri sálu sinni?“ (Matt. 16, 26). Þar sem við nálgumst lok þessarar bænaviku, þá skulum við taka í hendi Krists, prests okkar og konungs taka við krafti hans og verða sigurvegarar fyrir náð hans og styrk.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.