Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 18

Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 18
Föstudagurinn 26. október Kristur prestur og konungur Eftir Roger W. Coon Hinn Heilagi Andi sem veittur var á hvítasunn- unni var merki um að Jesú hafði, sem prestur og konungur, fengið allt vald á himni og jörðu. Á veginum til Emmaus, sýndi Jesú Cleopas og hinum ónefnda félaga hans hinar sterkustu sannanir um að hann væri hinn guðlegi-mannlegi sonur Guðs. Því sem næst tugir Messíasarspádóma í Gamla Testa- mentinu rættust (Lúk. 24, 44). Og fjörutíu dögum eftir að hann steig upp úr gröfínni sem hinn mikli sigurvegari, þá rættist enn annar Messíasarspádómur, sem er í Sálm. 68, 18. Eftir því sem Páll segir: „Stiginn upp til hæða hertók hann fanga og gaf mönnunum gjafir;“ (Ef. 4, 8). Jesús afhenti föðurnum hóp trúaðra fylgjenda. Grafir þeirra höfðu opnast við jarðskjálftann, sem varð þegar Kristur dó á Golgata. Hann hafði sjálfur persónulega vakið þá aftur til lífsins, eftir sína eigin upprisu á sunnudagsmorgni. (Matt. 27, 52. 53., Desire of Ages, bls. 834). Og hann „gaf mönnunum gjafir“ — andlegar gjafir, eða gjafir Heilags Anda, sem Páll telur upp í 1. Kor. 12, 8-10; Ef. 4,11. og Róm. 12. kafla. Á dögunum eftir uppstigninguna, í lok embættis- vígslunnar úthellti Jesú, yfir hina bíðandi kirkju sína, hinni mestu sönnun um kraft Heilags Anda sem heimurinn hefur nokkru sinni séð. The Acts of the Apostles, bls. 38. Páll sagði hinum Hebresku kristnu sinna daga að Jesú „átti að verða líkur bræðrunum, til þess að hann yrði miskunnsamur og trúr æðsti prestur“ (Heb. 2, 17). Eitt af því fyrsta sem Kristur gerði eftir uppstign- ingu sína var að veita fylgjendum sínum (sem höfðu gert hinn nauðsynlega undirbúning) Heilagan Anda í allri fylhngu — „merki um að hann sem prestur og konungur hafði fengið allt vald á himni og jörðu, og var hinn smurði yfir fólki sínu.“ (Sama bls. 39). Og afleiðing hvítasunnunnar? Strax bættust 3.000 sálir í söfnuðinn (Post. 2, 41); „En Drottinn bætti daglega við í hópinn þeim, er frelsast létu“ (Post. 2, 47). Hvernig gerðist þetta undur? Hvaða einstaklings- bundinn undirbúning gerðu þessir 120 kristnu menn sem voru í loftstofunni? (Post. 1, 13-15). Ellen White (sama bls. 35-37) setur fram að minnsta kosti sjö hluti: 1) Þeir báðu í einlægni um gjafir þær sem Jesú hafði lofað að veita þeim, til að gera þá færa um starfið sem lá framundan. 2) Þeir auðmýktu sig í einlægri iðrun. 3) Þeir játuðu vantrú sína á liðnum tíma. 4) Þeir hugleiddu hið hreina, heilaga líf Krists, og rifjuðu upp aftur og aftur sannleika hans og loforð. 5) Þeir ákváðu að bæta fyrir mistök sín á liðnum tíma, með hugaðri játun opinberlega, þegar Guð gæfi þeim tækifæri til þess. 6) Þeir settu til hliðar allan persónulegan ágrein- ing, og löngun eftir valdi. 7) Þeir sameinuðust í nánum kristnum félagsskap. Hvítasunnan hristi heiminn! Það er mjög lærdóms- ríkt að taka sérstaklega eftir afleiðingum hvítasunn- unnar, og þó fyrst í reynslu hinna kristnu sjálfra. 1) Tungutalsgáfan var veitt. Postularnir fengu á yfimáttúrlegan hátt hæfileika til að tala alveg rétt, bæði í orðum og framburði, tungumál samtíma þeirra, sem þeir höfðu til þess tíma ekki kunnað. Sama bls. 39-40; Desire of Ages bls. 821. 2) Sérstök innsýn í ritninguna var gefin. Hugir þeirra gátu nú skilið ritninguna, sem áður hafði verið þeim óskýr. The Acts of the Apostles, bls. 44-46. 3) Þeir töluðu með dirfsku, og krafti. Umræður í sjálfum sér, þó skýrar og sannfærandi, var ekki nóg til að fjarlægja þá hleypidóma sem ríktu þar. 4) Þeim var gefinn dýpri kœrleikur, „Hjörtu þeirra voru þrungin góðvild ... mikilli ... djúpri... og sem náði langt.“ (Sama bls. 46). 5) Þeir voru fylltir guðlegri ákefð. „Andinn örvaði þá og talaði í þeim.“ (Sama). 6) Andlit þeirra lýstu af friði og kœrleika Krists. „Svipur þeirra bar greinilegt merki undirgefni þeirra." (Sama). 7) Nýtt bræðralag varð til í söfnuðinum. „Hver kristinn maður sá í bróður sínum opinberun guðlegs kærleika og góðvildar.“ (Sama bls. 48). 8) Tilgangurinn var markviss. „Eitt áhugamál réði algjörlega; Eitt efni varð allsráðandi. Löngun hinna trúuðu var að opinbera lyndiseinkunn Krists og efla konungsríki hans.“ (Sama). 9) Fólk Guðs styrktist. Spádómurinn í Sakaría 12, 8 uppfylltist: Hinn máttfarni varð eins og Davíð, og hús Davíðs eins og engill Drottins (Sama). Sendiboði Drottins skýrir síðan nákvæmlega frá ytri afleiðingunum í heiminum, og í lífi þeirra sem hlustuðu á postulana. 1) Mikið trúboðsstarf hóf göngu sína. Fagnaðar- boðskapurinn var fluttur „til ystu endimarka hins byggilega heims“ (Sama). 2) Kröftugar rœður voru fluttar. „Hjörtu létu und- an fyrir krafti þessa boðskapar." (Sama). 3) Margir bættust við söfnuðinn. Þeir sem tóku trú komu í stórum hópum bókstaflega úr öllum áttum“ (Sama). 4) Þeir sem höfðu farið frá komu aftur. „Þeir sem höfðu farið frá tóku trú aftur“ (Sama). 5) Sameinig í Jesú þróaðist. „Syndarar sameinuð-

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.