Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 7

Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 7
var frá grundvöllun veraldar." (Op. 13, 8), í sí- stækkandi skugga krossins frá því að synd kom inn í heiminn. Frá Adam og áfram reyndi hann að snúa hjarta mannsins til Guðs og endurreisa mannlegt og guð- dómlegt samband. Þrátt fyrir næstum algjöra vantrú mannsins, hélt hann áfram að halda fast í hann. Þegar hann leiddi ísraelsmenn út úr Egyptalandi, þá flutti hann inn til að dveljast á meðal þeirra, til að líða fyrir vantrú þeirra og uppreisn, og til að deila sorgum þeirra. Kristur var hinn „andlegi klettur sem fylgdi þeim.“ „Ávallt þegar þeir voru í nauðum staddir, kenndi hann nauða, og engill auglitis hans frelsaði þá, af elsku sinni og vægðarsemi endurleysti hann þá, hann tók þá upp og bar þá alla daga hinna fyrri tíða:“ (Jes. 63, 9). En þá, til að fara enn nær, fæddist hann í mannlega fjölskyldu og tók á sig mannlegt eðli um aldur og æfi. Selected Messages, 1. bók bls. 258. Bethlem þýddi að hann var ekki bara einn með oss, heldur einn af okkur. Getur þú ímyndað þér hvað þessi fórn þýddi fyrir son Guðs? íþyngdur af mannlegum veikleika, leið hann á sinni eigin sál dýpstu sorgir mannkynsins. Hann þekkti hina nístandi kvöl fátæktar, erfiðleika og strits, og þau meiðsli og sárindi sem kvelja mannssálina. Að búa með synd var kvöl fyrir sál hans. En að skilja syndarann eftir til að mæta sínum eigin örlögum, var meira en hann þoldi. Svo þegar tíminn kom, þá lagði hann sína eigin fórn á altarið, líf sitt fyrir líf hins fallna mannkyns. Prestur, auk fórnar En helgidómurinn táknaði meira en að Kristur „tjaldaði“ meðal mannanna og hans miklu fórn fyrir endurlausn þeirra. Auk fórnar var meðalganga í helgidóminum. Þar var prestastéttin. Presturinn tók blóð fómarinnar og með því friðþægði hann fyrir sekt syndarans. Á þennan hátt var syndin fjarlægð frá syndaranum svo að hann var frjáls. Kristur er æðsti prestur okkar auk þess að hann er líka fórn okkar. Hann er með umboð mannlegu fjölskyldunnar í helgidómi himinsins, hinn jarðneski helgidómur var aðeins fyrirmynd, og prestsembætti hans er eins nauðsynlegt og fórn hans. Þrátt fyrir að hann dó fyrir okkur „ef Kristur er ekki upprisinn, er trú yðar fánýt, þér eruð þá enn í syndum yðar“. (1. Kor. 15, 17). „Meðalganga Krists fyrir mennina í helgidómnum á hæðum er jafn nauðsynleg endurlausnaráforminu og dauði hans á krossinum. Með dauða sínum hóf hann það starf, sem hann eftir upprisuna steig upp til að ljúka á himnum.“ Deilan mikla bls. 506. Eins og æðsti presturinn var miðdepill í lífi og tilbeiðslu ísraels, eins er Kristur, okkar æðsti prestur, miðdepill lífs okkar og tilbeiðslu. Hann er prestur okkar í helgidómnum á hæðum, talsmaður okkar. Við getum ekki gengið þangað inn, ekki fremur en ísraels- menn gátu farið inn í jarðneska helgidóminn, en við nálgumst Guð fyrir trú á hann. Allar okkar auðmjúk- ar bænir eru framsettar af meðalgöngumanni okkar, Jesú Kristi hinum réttláta. Að sama skapi, þá veitast okkur allar blessanir Guðs í Kristi. Því að það er hann sem fyrirgefur okkur syndir okkar og hreinsar okkur frá ranglæti, og réttlætir okkur á dómsdegi. í honum fáum við einnig náð til að standast á tíma þrengingar, kraft til að standast freistingar og styrk til að gera vilja hans. Æðsti presturinn okkar getur bjargað okkur frá hverju sem er, varðveitt okkur frá að falla, og fært okkur flekklaus fram fyrir hásæti Guðs. En hvað hann hlýtur að þrá að við gefum líf okkar fullkomlega í hans hendur, viðurkennum og látum af syndum okkar, og lifum algerlega helguðu lífi. Til þess að geta haft hið rétta samband við Guð, þá er það þýðingarmikið fyrir okkur að muna að helgi- dómurinn var fyrir trúað — frelsað fólk — safnaðar- meðlimi. Fyrirgefning synda fyrir fórn og meðalgöngu átti ekki aðeins við hinn nýlega frelsaða ísrael á Sínaí, heldur við ísrael alla leiðina til hins fyrirheitna lands og áfram. Morgna og kvöld, var brennifórnin lögð á eiraltarið. En einstaklingurinn gat ekki léttilega sagt, „Ég er varinn, ég þarf ekkert meira.“ Fyrirgefning hans var undir játningu hans og notkun á fóm komið. Á sama hátt verðum við að nota friðþægjandi blóð Krists. „Jafnvel þótt einhver syndgi, þá höfum vér ámaðarmann hjá föðurnum, Jesúm Krist hinn rétt- láta.“ (1. Jóh. 2, 1). Við verðum sjálf að biðja um fyrirgefningu, fyrir meðalgöngu hans. „En ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.“ (1. Jóh. 1, 9). Til þess að geta haft rétt samband við Guð, verðum við að elska hans heilaga lögmál, skilja hversu fjarska- lega óguðleg syndin er, og vera svo kvalin þegar við brjótum af okkur að við flýjum til Krists án tafar til að fá fyrirgefningu. Helgidómurinn gerði enga ráðstöf- un fyrir lagalaust fólk. Þeir sem af ásettu ráði héldu áfram að brjóta af sér voru upprættir úr ísrael, (4. Mós. 15, 30. 31) en fórnarblóðið hélt áfram að frið- þægja fyrir hinn iðrandi syndara til síðustu stundar á dómsdegi ísraels. Lífsviðhorf okkar er sýnt á táknrænan hátt í helgidóminum og þjónustu hans. Synda- og sektar- fórnirnar friðþægðu fyrir syndir gegn Guði og öðrum. Brennifórnirnar, lýstu meðal annars, tilbeiðslu, guð- hræðslu, og hollustu. Heillafórnir lýstu þakklæti, góðvilja og hlýju sambandi milli trúsystkina. Sjá S. D. A. Bible Dictionary bls. 942. Þannig lifði hinn trúaði Ísraelíti innan veggja trausts og þýðingarmikils sam- bands. Algjör skuldbinding Helgidómurinn og þjónusta hans krafðist algjörrar hjartans skuldbindingu. Það væri rangt að halda að Ísraelítinn gæti aðeins tekið þátt í hinum ytri siðum þjónustunnar og sloppið í gegnum dóminn. Ef að helgidómurinn kennir okkur eitthvað, þá kennir hann okkur hjartans skuldbindingu, hjartans trú, og það að reiða sig algjörlega á fórnarlambið og meðalgöngu prestsins. Það átti að vera algjör þátttaka með Guði. Helgidómurinn var ekki bara fyrir réttlætingu heldur líka fyrir helgun hjarta og lífs. Safnaðarmeðlimirnir áttu að vera heilagt fólk. „Þér skuluð vera heilagir, því að ég Drottinn Guð yðar, er heilagur," sagði Drottinn

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.