Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 8

Bræðrabandið - 01.06.1979, Blaðsíða 8
(3. Mós. 19, 2). „Og nú, ísrael, hvers krefst Drottinn, Guð þinn, af þér nema þess, að þú óttist Drottin, Guð þinn og gangir því ávallt á hans vegum, og að þú elskir hann og að þú þjónir Drottni, Guði þínum, af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni.“ (5. Mós. 10,12). „En þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig, ég er Drottinn“ (3. Mós. 19,18). Það var hjartað sem Guð vildi. Hversu oft var hann ekki harmþrunginn yfir ísrael vegna þeirra hörðu og óhlýðnu hjarta. Á friðþægingardeginum, sem táknaði dómsdaginn — á deginum sem ákveðið var hver skyldi lifa og hver skyldi deyja — þá fór ákvörðunin, ekki eftir því hve mörgum siðum þeir höfðu tekið þátt í eða hve margar fórnir þeir höfðu fært, heldur hvort þeir höfðu rannsakað hjörtu sín og væru sáttir við Guð. Guð sagði, „Og þjá yður. .. Því að hver sá, er eigi þjáir sig þennan dag, skal upprættur verða úr þjóð sinni“ (3. Mós. 27-29). Er hjarta þitt sátt við Guð? Treystir þú daglega því dýrmæta blóði sem rann frá altari Golgata? Hefur þú falið vorum mikla æðstapresti Jesú Kristi hinum réttláta, líf þitt? Hefur þú gefið hjarta þitt og líf, og helgað það algjörlega þjónustu hans. Hin langa ganga til hinnar himnesku Kanaan er næstum búin. Ef við göngum í hinu frelsandi ljósi sem skín frá helgidómi hans þá er hann vel fær um að leiða okkur yfir eyðimörk syndarinnar til hins fyrirheitna lands. ó, að vera þar á hinum mikla degi þar sem Guð mun vera með mönnunum um alla eilífð, þar sem hann murfdvelja á meðal þeirra, og þeir munu verða blóðkeypta dýrleggjörða fólkið hans að eilífu. Þú og ég verðum að vera á meðal þeirra. Spurningar til umrœðu: 1) Hvaða samband er milli félagsskapar við Guð (Guð dvelur hjá mönnunum) og vegar frelsunar- innar? 2) Hvað var það sem frelsaði Ísraelíta? Blóð dýrs- ins? Að taka þátt í siðum lögmálsins? Trú sem var sýnd með fórnfærslunni? 3) Hvað mörgum sinnum gat Ísraelíta verið fyrir- fefið áður en hann var talinn glataður? ljósi þeirra staðreyndar að dagleg fórn tákni úthellt blóð Krists fyrir ísraelsþjóð, hversvegna var þá nauðsynlegt fyrir syndarann að færa sína eigin fórn? 5) Hvað er aðal munurinn á heiðnum fórnum og fórnum Biblíunnar? 6) Af hverju var dauði staðgengils nauðsynlegur frelsuninni, og af hverju þurfti sonur Guðs að vera valinn sem staðgengill? Af hverju ekki einhver annar? 7) Af hverju þurftu menn bæði prest og fórn? Mánudagurinn 22. október Viðureign okkar við daglega synd Eftir Manfred Boettcher Helgidómurinn gefur okkur lykilinn að skilningi á starfi Krists okkur til frelsunar. Af hverju er það svo þýðingarmikið fyrir trú okkar að við rannsökum vandlega helgidóminn? Mikilvægi hins mikla sáttaverks Krists og hans einstæða þjón- usta fyrir okkur í dag mætir litlum skilningi jafnvel hjá þeim sem segjast vera fylgjendur hans. Hver er ástæðan fyrir þessu? Þrátt fyrir þá staðreynd að hlutverk Krists sem æðsti prestur okkar er þunga- miðja kristinnar trúar, þá nemum við ekki þennan þýðingarmikla sannleika eins og við ættum. Við lesum í Hebreabréfinu: „En höfuðinntak þess, sem sagt hefir verið, er þetta: Vér höfum þann æðsta prest, er settist til hægri handar hástóls hátignarinnar á himnum. Helgiþjón helgidómsins og tjaldbúðarinnar, hinnar sönnu, sem Drottinn reisti, eigi maður.“ (Heb. 8,1. 2.) í meira en þúsund ár hafði Tjaldbúðin, og síðar musterið, verið staðir þar sem Guð sýndi á áhrifamik- inn hátt frelsunaráformið, til að festa það í hugum fólks síns. Öll þjónustan þar og allur útbúnaður notaður — allt — beindi athyglinni að Kristi „því að í honum býr öll fylling guðdómsins líkamlega“ (Kól. 2, 9) Hinn gamli helgidómur var fyrir löngu hættur að vera til. í stað skuggans, sem hafði beint augum fólksins að starfi Krists og sáttagjörðinni, var kominn raunveruleikinn í Jesú. Nú horfum við með trúaraug- um til; „helgiþjóns helgidómsins og tjaldbúðarinnar, hinnar sönnu, sem Drottinn reisti, eigi maður.“ (Heb. 8, 2). Eitthvað áríðandi er að gerast þar, sem er nauðsynlegt frelsun okkar. Synd Adams og Evu í Edensgarði, var upphafið að djúpum aðskilnaði milli Guðs og þeirra sem hann elskaði. Hræðilegur kraftur — synd — hafði troðið sér inn í hina fögru sköpun Guðs. Guð getur ekki umborið þennan óboðna gest um eilífð. Nei, hann verður að útrýma honum. Allt mannkynið hefur verið mengað af synd. Jafnvel með sterkum viljastyrk, og mikilli einbeitni og viðleitni, þá er það manninum ómögulegt að frelsa sjálfan sig frá þrældómi syndarinnar. Þetta er satt jafnvel fyrir þá sem eru siðferðislega til fyrirmyndar. Rómverjabréfið 3, 23 segir greinilega, „Því að allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.“ Vegna syndar missti maðurinn hinn mikla kærleika á Guði og setti í staðinn kærleika á sjálfum sér. Þess vegna er syndarinn ekki í því ástandi að geta uppfyllt vilja Guðs. Sá sem velur veg syndarinnar, hafnar Guði, hafnar lífinu, því Guð er uppspretta lífsins. Sjá Desire of Ages bls. 764.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.