Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 3 Skyndinmyndin „Við erum sko miklu betri í fótbolta og körfubolta en strák- arnir," sögðu þessar ungu stelpur sem voru að keppa við strák- ana í fótbolta fyrir utan Melaskóla. Stelpumar eru sjö og átta ára og voru kappklæddar enda mjög kalt í veðri. Skólagæsla er í tómstundarheimilinu alla virka daga þar sem ýmislegt er gert fyrir bömin. En í gærdag vom það íþróttir og útivist sem áttu huga krakkanna og tóku allir þátt. Mikið keppnisskap var í krökkunum og var greinilega allt lagt undir í baráttunni um mörkin. „Það var verið að taka mynd af mér og ég er með hor í nefinu," heyrðist frá einum sem hélt mikið upp á Barcelona. Stelpumar létu kuldann lítið á sig fá og settu bara upp húfur sem gerði þeim þó erfitt að skalla boltann. Melaskólinn er í Vesturbænum og því greinilegt að upp- rennandi stjörnur KR-inga voru að æfa sig, bæði í karla-og kvennaflokki. Spurning dagsins Muntu sakna Gísla Marteins? „Já, ég mun gera það. Hann er mjög skemmtilegur og ég sleppi honum helst ekki. Það gæti nú komið eitthvað ístaðinn fyrir mann á Laugardagskvöldurr en það verður söknuður í mínum huga." Hrafnkell Þorvaldsson vélvirki „Nei, það get ég ekki sagt. Ég horfi nú eigin- lega aldrei á hann þannig að það er kannski voða- lega lítið til að sakna." Ingibjörg Elsa Eysteinsdóttir naglafræðingur „Nei, það mun ég ekki gera. Ég horfi nú stundum á hann en Laug- ardagskvöldin munu ekkert eyðileggjast þó hann sé hættur." Jón Helgi Hreiðarsson tölvunarfræðingur „Nei, það mun ég sko ekki gera. Horfi aldrei á og hef lítið álit á hon- um." Ingibjörg Pálmadóttir „Nei, ég mun ekki gera það, horfi sjaldan á hann. Ég held að ég geti nú alveg fundið mér einhverja aðra lífsfyllinguþó hann hætti.' Smári Hrólfsson bankastarfsmaður Laugardagskvöld með Gísla Marteini mun hætta í sjónvarpinu eftir þennan vetur. Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda, sérstak- lega hjá eldra fólki. Sigldu upp Hudson-ána Á gömfu myndinni sjást nokkrir A. Magnússon. Viggó E. Maack hjá þekktir menn gera víkingaskipið Leif Eimskip var skipstjóri. Á þessum tíma Eiriksson klárt fyrir siglingu upp Hud- var ég blaðafulltrúi hjá Flugleiðum en son-ána í Bandaríkjunum. Ferðin var þar á undan var ég lengi til sjós. farin í júní 1976 í tÚe&ii 200 ára sjálf- Áhöfnin var kannski ekki sú allra van- stæðisafmæli bandarísku þjóðarinn- asta þegar að sjómennskunni kom en ar. við spjömðum okkur ágætlega. Við Sveinn Sæmundson, einn þeirra sigldum inn Hudson-ána og undir sem skipuðu áhöfnina, man vel eftir hina frægu George Washington-brú í deginum sem myndin var tekin. „Jú, New York. Það vildi svo skemmtilega þama erum við að gera skipið klárt," til að í grenndinni var flugmóðurskip segir Sveinn og nefiiir nokkra af og Gerald Ford Bandaríkjaforseti stóð áhafnarmeðlimum. „Það vom að ég á dekld og fylgdist með okkur sigla held mu manns í áhöfninni. Á mynd- framhjá. Það er óhætt að segja að inni má meðal annars sjá Markús Örn þetta hafi vakið mikla athygli á sínum Antonsson, Kára Jónasson og Sigurð tfina." Sýknt og heilagt Að gera eitthvað sýknt og heilagt merkir að gera eitthvað sífellt eða alltaf. Áður fyrr lá refsing við að vinna á helgidögum. Maður sem vann á virkum dögum var sýkn. Efhann hins vegar vann alltaf, virka og helga daga, vann hann sýknt og heilagt. Málið Það er staðreynd... að lengsta þingsetu kvenna á Alþingi á Jóhanna Sigurð- ardóttir sem setið hefur samfellt á þingi síðan 1978, eða talsvert á 27. ár. Þetta kemur fram á heimasíðu Sivjar Frið- leifsdóttur. ÞEIR ERU FRÆNDUR Rithöfundurinn og blaðamaðurinn A. Magnússon rithöfundur og Karl Th. Birgisson, frá farandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, eru ná- skyldir. Birgirheitinn, faðirKarls, og SiguröurA. eru bræður sem heitir þáað Karl sé bróðursonur Sigurð- ar. Margt er líkt með skyldum. Báðir hafa fengist við skriftir en Karl látið meira til sin taka sem blaða- maður meðan Sigurður hefur látið meira að sér kveða i stétt rithöfunda. Slái menn því upp I Islendinga- Friðríks Skúlasonar má án nokkurs vafa rekja ættir Ólafs pá - efþvl er að skipta. www.isold.is í bílskúrinn, geymsluna, heimilið og -fyrirtækið Þessar hillur geta allir sett saman. Skrúfufrítt og smellt saman. kr.7.700.- viðbótareining kr. 5.586- Nethyl 3-3a -110 Reykjavík Sími 5353600- Fax 5673609 _____________________________> Geytnslu- B og dekkjahillur s . • *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.