Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2005, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2005, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 Fjölskyldan DV / DV á þriðjudögum Betri frammistaða vegna fjölbreyttrar kennslu Breskir skólar sem bjóöa upp á betri kennsiu i fögum tengdum heilsu, llkams- ræktun og félagshæfni bæta sig almennt séö fljótar en aörir skólar. Rann- sóknarnefnd á vegum breska rikisins segir frá þessu. Hlutfall 11 ára nemenda sem náöu viöunandi einkunn i ensku, stæröfræöi og vísindum jókst um 3,04% hjá fyrrnefndu skólum en 2,91% íhinum. Könnunin varmjög ítarleg og náöi til 2314 skóla. Meðal þess sem„betri“ skólarnir bjóöa upp á I sinni kennslu eru fíkniefnafræðsla, andleg heilsa, matarvenjur, llkamsþjálfun og samskiptahæfni. /CC1 M/*AD Rimaskóli efnir á morgun til kokkakeppni þar sem nemendur í 9. og 10. bekk fá að /CrllMUAK spreyta sig í eldamennsku frammi fyrir mörgum af fyrirmönnum landsins í matar- við skrifborðið Líkamsrækt af einhveiju tagi er okkur nauðsynleg til að halda heilsu og slaka á, sérstaklega ef við eyðum stónnn hluta dagsins í kyrr- setuvinnu. Margir telja þó að þeir finni ekki tíma til að gera æfingam- ar, sérstaklega á það við um for- eldra sem oft á tíðum þurfa að drífa sig úr vinnu til að sinna bömum sinum. Það er ekki nóg með að slíkt verði til þess að við dettum úr formi heldur verður álagið sem fyigir oft til þess að við stfinum upp í herð- um og baki en slíkt getur meðal annars haft þær afleiðingar að við eigum hættu á því að fá tlða höfuð- og bakverki. Hægt er að koma í veg fyrir þetta með því að venja sig á að gera teygjuæfingar við skrifborðið. 1. Klæddu þig úr skónum og láttu iljarnar snerta gólf- ið. Hafðu bakið beint, láttu hendurnar hvfla á lærunum, lófana snú upp og \ klemmdu þumalfing- ur og vísifingur sam- an. Staða lófanna kemur öxlunum í góða stöðu og staða fingranna myndar jafnvægi milli hugar og líkama. 2. Dragðu kviðinn mjúklega inn og and- aðu rólega en reglu- lega. Lyftu öxlunum upp og niður með hringlaga hreyfingum. ímyndaðu þér orkuna líða upp hrygginn og upp hnakkann. Hafðu kjálkana slaka, andaðu rólega og greindu hugsan- ir og tilfinningar af meðvitund og jákvæðni. /O 3. Veltu höfðinu þannig að eyra snerti öxl, andaðu rólega inn og út og skiptu svo um öxl í um það bil þriðja hvert skipti. IV 4. Teygðu úr þér. Hafðu fæturna á gólfinu, hryggjarsúluna beina, hendurnar á kinnunum og opnaðu munninn þannig að hakan nemi við hálsinn. Þú ættir finna teygjast á vöðv- um í baki og hálsi. IL 5. Til að ná spennu úr herðum er gott að lyfta þeim upp og niður eins og þú sért að reyna láta þær snerta eyrun. 6. Til að teygja á neðri hluta baksins er gott að beygja sig fram, teygja hend- urnar aftur með lóf- ana í átt að lofti og slakaðu á hálsinum. 7. Einnig er mjög gott að teygja hendurnar fram á við, með fingurna spennta þannig handa- ' ' bökin snúi hvort að öðru. menningu sem skipa dómnefndina. Áslaug Traustadóttir er heimilisfræðikennari skólans og kom keppninni á fót. Meira en 80 nemendur tóku þátt í undanúrslitum en aðeins þau bestu etja saman kappi í úrslitum morgundagsins. Meistarakokkar IramMarinnar Efnilegir kokkar Áslaug Traustadóttir heim- ilsfræðikennari og nokkrir afnemendum henn- ar / heimilisfræðinni i Rimaskóla. Fra vinstri eru Ogmundur Eron, Áslaug, Jón Ingi og Sindri. í Rimaskóla eru greinilega margir efnilegir kokkar. Þar er haldin kokka- keppni meðal 14-16 ára nemenda sem er orðinn árlegur viðburður en keppt var í fyrsta sinn í fyrra. í elstu tveimur bekkjardeildunum er heim- ilisfræði kennd sem valfag og er ásóknin svo mikil meðal nemenda að sumir verða frá að hverfa. Áslaug Traustadóttir er heimilisfræðikenn- ari í Rimaskóla og segir að mikill kraftur og metnaður sé í nemendum sfnum. „Hugmyndina að keppninni fékk ég í fyrra er ég var að horfa á BBC Food-sjónvarpsrásina," útskýrir Ás- laug. „Nemendunum finnst þetta of- boðslega skemmtilegt og hefur heim- ilisfræðin verið að sækja í sig veðrið eins og víðar, nú em nemendur rúm- lega 100. Við eldum mikið af fram- andi réttum frá mismunandi menn- ingarheimum og þau leysa mjög krefjandi verkefni. Þau em lflca dug- leg að prófa þessar uppskriftir heima hjá sér og mjög algengt að nemendur eigi ákveðin kvöld í viku þar sem þau sjá um eldamennskuna." Líf og fjör í eldhúsinu Áslaug segir að eins og í öllum skólum sé undirstaðan kennd í yngri bekkjardeildunum og að sterk og góð samfelia sé í heimilsfræðikennslunni frá yngsta bekk og upp úr. „Til stend- ur að skrifa nýtt kennsluefni fyrir unglingasúg þar sem uppskriftir héð- an verða notaðar. Þetta er nú eitt af mínum áhugamálum og bý ég til uppskriftir fyrir þau þar sem þau læra mjög ódýra, einfalda, holla og fljót- Iega rétti. Hér er alltaf Kf og ijör í skólaeldhúsinu." f kokkakeppninni er reyndar bannað að nýta uppskriftir frá Ás- laugu og reynir því á nemendur að finna sjálf spennandi uppskriftir, til dæmis á netinu, í uppskriftabókum og -tímaritum. Sigurrétturinn í fyrra kom úr Gestgjafanum, þar sem nem- endur Rimaskóla eiga reyndar sinn sess reglulega. „Við erum með þátt í hverju blaði Gestgjafans sem heitír Unga fóikið eldar. Þar kemur ljós- myndari frá blaðinu og myndar nem- endur í tíma og svo birtast uppskrift- ir og ég skrifa smá pistil um það sem nemendumir gera hverju sinni. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir og vakið gríðarlega góð og sterk viðbrögð," segirÁslaug. Stjörnum prýdd dómnefnd Upphaflega vom 24 lið skráð til þátttöku í kokkakeppninni í ár og þurftí að halda undanúrslit þar sem 7 stígahæstu liðin komust áfram í úr- slitín, sem verða haldin á morgun. Ekki er einrmgis gefið stíg fyrir upp- skriftina og eldamennskuna, heldur einnig framreiðslu þar sem borðbún- aður spilar stórt hlutverk. Dóm- nefrídin er skipuð fagfólki víða að, Ingvar Sigurðsson frá Argentínu steikhúsi, Jón Snorrason frá Tapas- barnum, Sólveig Gestsdóttír ritstjóri Gestgjafans, Helgi Ámason skóla- stjóri Rimaskóla, Gunnar Bollason matreiðslumeistari skólans og Andri Már, fyrrverandi nemandi og nú kokkanemi. „Hráefnið má ekki kosta meira en 900 krónur. Þau mega leggja til tvennt matarkyns sjálf, tvö hráefni og ótakmarkaðan borðbúnað. Oft em þau að mæta með fína stellið að heiman og foreldrarnir em duglegir að standa þeim að baki," segir As- laug. „Og uppskriftimar sem koma fram í keppninni em frábærar, ég hef sjálf tekið margar þeirra frá því í fyrra og elda reglulega á mínu heimili. f ár mun ég pottþétt gera það sama enda úrvalið frábært." List- og verkgreinar mikil- vægar Áslaug efast ekki um að sterk áhersla á list- og verkgreinctr skili sér í góðum árangri í öðrum greinum í skólanum. „Það er mikið af rann- sóknum í skólum erlendis þar sem það kemur fram. Þessar greinar em ekki síður mikilvægar en kjamafögin svo aflir fái tækifæri tíl að finna sig á sínu sviði." eirikurst@dv.is Siguruppskrift kokkakeppni Rimaskóla í fyrra Fylltar kjúklingabringur með timjanristuðum kartöflum f fyrra voru þaö þeir Daníel og Egill sem báru sigur úr býtum f Kokka- keppni Rimaskóla. Þeir útskrifuðust báöir úr skólanum sfðastliðið vor og eru nú sjálfir kokkanemar. Uppskrift- in birtist upphaflega f Gestgjafanum og við birtum hana aftur hér, eins og strákarnir unnu með hana. Kjúktingabringurnar 4 kjúklingabringur, bein og skinnlausar lOOgpestómeð sólþurrkuðum tómötum 50 g rjómaostur með sóiþurrkuðum tómöt- um (kaupiö meira efbúa á til sósu llka) 4 sólþurrkaðir tómatar, oliulegnir úrkrukku 4 svartar olífur, steiniausar (má sleppa) salt og grófmalaður pipar Aðferö: 1. Fletjið bringurnar aöeins útmeð sléttum buffhamri 2. Beriö pestóið vel á bringurnar báöum megin. 3. Setjiö eina teskeið afrjómaosti á miöja bringurnar, leggiö á eina olífu og einn sól- þurrkaðan tómat. 4. Leggiö bringurnar saman yfir fyllinguna og festiö samskeytin með tannstöngli. 5. Setjiö (eldfast mót. 6. Saltiö og pipriö aðeins yfir bringurnar og bakiö við 180‘CÍ30-35 mínútur. 7. Rjómaosturinn í fyllingunni bráönar vel við baksturinn en efþiö viljiö hafa meiri sósu með er gott aö bræða svolítinn rjóma- osti potti, þynna meö mjólk og bera fram meö bringunum. Timjan-kartöflur 8-10 meðalstórar kartöflur í helmingum 30grsmjör 1 teskeið svartur pipar 1 matskeiö timjan 3/4 teskeið salt Aðferð: 1. Flysjið kartöfiurnar, skerið I helminga og setjið á pönnu með smjöri og kryddi. 2. Kveikið á pönnunni, látiö hitna smá- stund og setjiö svo allt á. 3. Látið velta á pönnunni í a.m.k. 10 mínút- ur og hræriö I svo ekki brenni við. 4. Hellið kartöfiunum I eldfast mót og setjiö i ofninn meö kjúklingabringunum 115-20 mínútur eða þangað til kartöflurnar eru mjúkar þegar stungiö er I þær með odd- hvössum hnífi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.