Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2005, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2005, Blaðsíða 15
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 15. MARS 2004 15 Gremjan í lit Það eru um það bil eittþús- undogáttahundruð atriði sem fara í taugarnar á mér. Þar af eru um tvö- hundruðogfimmtán sem fara veru- lega í taugarnar á mér. Þetta er í samræmi við niðurstöður frá The Anger Institute í New Haven Bandaríkjimum. En sú ágæta stofnun hefur gefið út gremjustuð- Teitur Atlason eraöfaraá taugum yfir Framsóknar- flokknum. ul sem kenndur er við stofnunina. Gremju er skipt f 3 stig samkvæmt þessum gremjustaðli; rautt, gult og grænt stig. Græna stigið inniheldur létt- vægar gremjur sem eru gleymdar eða eru að gleymast. Græna gremj- an er einskonar gremjubanki sem nota má til að ffamkalla nýja gremju úr gömlum eftúvið. Flestar gremjur eru grænar og því tiltölu- lega meinlausar. Gula gremjunni má líkja við verulegan pirring og ónotatilfinn- ingu. Flestir sem upplifa gula gremju, hreyta út úr sér ókvæðis- orðum og oft fylgir þessari tegund gremju ofurlftill höfuðverkur. Sumir finna fyrir sting í mjöðm meðan aðrir fá náladofa I höfuð. kennin mismunandi. Ég upplifi Þegar gremjan fer á efsta stig, ógleðitilfinningu og sviða í brjóst- eða svokallað rautt stig eru ein- holi í bland við púlsandi höfuð- verk. Stingur í milta og seyðingur I brisi fylgja oft í kjölfarið. Það er einmitt tilfinningin sem ég fæ reglulega þessa dagana. Þökk sé ríkisstjórninni og sérstaklega Framsóknarflokkninn. Sérstaklega þeger ég hugsa til þess að í næstu kosningum til alþingis munu allur yfirgangur og valdníðsla Fram- sóknarflokksins ekki verða að kosningamáli. Flokkurinn mun fá á milli 10 og 15% fylgi. Þökk sé ein- hverri auglýsingastofu sem mun redda flokknum á síðustu metrun- um. Þannig munu þessi samtök hæfileikalausra launaáskrifenda viðhalda sjálfum sér, landinu öllu til bölvunar. Kosningar eftir kosn- ingar. Leiðinda dráttarvextir I Landsbankinn Bjarnikvartaryfir dráttarvöxtum en bankinn tengist ekki efni greinarinnar. Bjami Magnússon hringdi: „Mér var illa misboðið þegar ég fór mánudaginn 21. febrúar að borga fasteignagjöld í Árborg á Selfossi og Lesendur leikskólagjöld. Þeir höfðu sett eindaga á 20. febrúar sem er sunnu- dagur. Þá vom bankar náttúrulega lokaðir svo á mánudeginum þegar ég borga reikningana þurfti ég að greiða einhvem fimm hundmð kall í dráttar- vexti. Mér finnst þetta helvítis ósvíftú. Mér skilst á víxlalögum að ef eindagi ber upp á helgidag færist hann yfir á fyrsta virka daginn á eftir. Þama finnst manni eins og þeir séu að svína á manni. Þó að upphæðin sé lítil þarf prinsippið að vera í lagi.“ Osanngirni i Idol Sigríð ur hríngdi: „Eg fylgdist nú með Idol eins og hálf þjóðin og hafði gaman af. Stelp- urnar vom alveg frábærar og þetta Lesendur var flott keppni. Ég var þó afskaplega ósátt með það að fólk gat hringt allt upp í tíu sinnum úr sama númerinu, og hægt var að senda tíu sms-skila- boð. Eða svo var mér að minnsta kosti sagt. Þetta finnst mér vera afar ósanngjamt og ákaflega asnalegt." Birgir Hermannsson Anna skorar a nar, aö stofna félagasamtök á borö viö þau se hann reifar I Kjallaragrein sinni IDVI gær. Styður hugmyndir Birgis um Ríkisútvarpið Anna Hauksdóttir hringdi: „Ég vil að fólk fari að hópa sig saman og hætta að borga afnota- gjöldin hjá Ríkisútvarpinu. Ég las Kjallaragrein Birgis Hermannssonar og fannst þetta vera ffábær grein og fólk ætti í raun að fara að snúa sér að þessu og stofna samtök eins og hann bendir á. Almenningur þarf að bregðast við og það er númer eitt núna áður en þessi umræða deyr út svo þetta verði ekki eins önnur mál sem fallin em í ljúfa gleymsku þegar kosningar koma. Ég vildi að fólk gæti haft einhvers konar samtök þangað sem hægt væri að snúa sér með þessi mál, hvernig væri ef Birgir væri Lesendur tilbúinn að vera I forsvari fýrir slík félagasamtök? Birgir er að reifa þessi mál og hefur áður fjallað um stöð- una á Ríkisútvarpinu og ég hvet hann til að stofria samtök og ég mun styðja þau heils hugar og hvet almenning til að gera sama.“ hið Júlíus Sesar stunginn til bana í Pompey Þann 15. mars árið 44 fyrir Krists burð var Júlíus Sesar ráðinn af dög- um. Atburðurinn átti sér stað í leik- húsinu í Pompey þar sem þingið hafði komið saman um nokkurt skeið vegna bruna á þingstaðnum í Curia Hastilia. Það var hópur þingmanna sem skipulagði morðið, á meðal þeirra voru þeir Gai- us Trebonius, Decimus Junius Brutus, Marcus Juni- us Brutus og Gaius Cassius Longinus. En allir höfðu þeir verið vinir Júh'usar Sesars og áttu honum að þakka pólitískan frama sinn. Stytta af Júlfusi Sesari Sagöi eina fræg- ustu setningu sögunnar þegarhann var myrtur:,Et tu, Brute" eðajafnvel þú, Brútus.' Decimus Junius Brutus var ætt- ingi Sesars og var einn af þeim sem nefndur var í erfðaskrá keisarans. Sesar hlaut 23 stungur, bæði grunnar og djúpar, og féll niður við fætur styttunnar af Pompey. Á dauðastundinni er talið að Sesar hafi sagt, „Kai su, teknon?" sem þýðir „Jafnvel þú, barnið mitt?“, eða „Tu quoque, Brute, fili mi!“ sem þýðir, „Þú líka, Brútus, sonur rninn!" eða, „Et tu, Brute" sem þýð- ir, „Jafnvel þú, Brútus" en það síð- astnefhda telja flestir að orðin hafi verið í dag. Eftir morðið varð mikið uppþot í Rómarveldi og börðust morðingj- arnir seinna um völdin og borgar- styrjaldir brutust út. Jafnvægi komst aftur á þegar Ágústínus var krýndur einvaldur en það er önnur saga. í dag árið 1907 fengur konur í Finnlandi kosningarétt fyrstar kvenna í Evrópu flVERNIG ER • •• að vera flóttamaður? „Við erum búin að vera hér í tæp tvö ár. Ég er frá Afganistan og Jana, konan mín, er frá Úsbekist- an. Þegar við komum til landsins sóttum við um hæli hér á landi sem pólitískir flóttamenn. Þeirri ósk okkar var synjað en við feng- um tímabundið dvarlarleyfi af mannúðarástæðum. Skömmu eft- ir að við komum hingað fæddist sonur okkar Tómas, hann er nú sextán mánaða." Margt breyst „Okkur er sagt að við séum ekki viðurkennd sem pólitískir flótta- menn en ég vona að við fáum samt sem áður áfram- haldandi dvalar- leyfi. ísland er gott land, okkur líkar vel að vera hérogviljumvera áfram. Að sjálfsögðu var erfitt hjá okk- ur fýrst um sinn þegar við kunn- um ekki tungu- málið og þekkt- um fáa. Nú hefur hins vegar margt breyst og okkur hefiu tekist að aðlagast ágætlega. Það er mun betra að vera hér en í Afganistan eða Úbekistan. Ástandið hefur batnað mjög í Afganistan en maður heyrir samt ennþá fréttir af ofbeldi og slíku og það er erfitt. Ég vil ekki fara þang- að aftur." Okkurersagt að við séum ekki við- urkennd sem pólitískir flótta- menn en ég vona að við fáum samt sem áður áfram- haldandi dvalar- leyfi. ísland er gott land, okkur líkar velað vera hér og viljum vera áfram. Tungumálið mikilvægt „Tungumálið er stór hjalli sem innflytjendur þurfa að yfirstíga en það er mjög mikilvægt að gera það sem fyrst því það auðveldar manni lífið. Við eigum nú vini og vinkonur sem við hittum og töl- um við. Síðan fylgist ég með frétt- um í blöðum og í sjónvarpi og það er gagnlegt. Til dæmis fylgd- ist ég vel með með fréttum af verðstríði mat- vöruverslunanna. Það væri gott ef það mundi halda áfram því það er injög dýrt að búa hér.“ Vilja vera hluti af samfé- laginu „Við erum í skóla fyrir há- degi. Þar erum við að læra ís- lensku, stærð- fræði og tölvur. Það er erfitt að fá góða vinnu og ég vona að nám- ið í Iðnskólan- um hjálpi til með það. Tómas sonur okkar byrjar nú fljót- lega í leikskóla sem er nálægt heimilinu og við hlökkum mik- ið til þess. Það verður stórt skref fyrir hann og okkur. Við viljum vera hluti af þessu sam- félagi og við vonum að stjórn- völd leyfi okkur það.“ þvf að þau getu ekki snúið aftur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.