Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2005, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2005, Blaðsíða 40
r* I* í £ CJ^J C L) t Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^iafnleyndar er gætt. j-* *-* q (J^J (J SKAFTAHLÍÐ24,105REYKJAVÍK [ ST0FNAÐ 1910 ] SÍMiSSO5000 5 690710 111117' • IKEA tekur brátt skóflustungu að nýrri stórverslun í Garðabæ sem rísa á við Vífilsstaði neð- an við Urriðaholt. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg- arstjóri og hennar fólk er sagt gráta þessar mála- lyktir enda er IKEA einstaklega góður biti fyrir hvaða sveitarfé- lag sem er. Að sama skapi er Ásdís Halla Bragadóttir, bæjar- stjóri í Garðabæ, sögð brosa í kampinn. Og ekki mun það minnka kæti Garðbæinga að kunnugir telja bæinn hafa for- skot á Reykjavík í kapphlaupinu um að hýsa komandi háskóla- þorp. Fyrir áhugasama er þess að geta að IKEA áætlar að opna í Garðabæ sumarið 2006... Hann lendir alla vega ekki í 16. sæti! Hún féll eins og sprengja. Yfirlýsing Gísla Marteins Baldurssonar um að hann væri að hætta með laugardagsþátt sinn í Ríkissjónvarpinu. Heimilisvinur allra svo Iengi. Eftirlæti margra jafnlengi. Nú tekur pólitíkin við: „Égverð með í borgarstjórnarkosningunum að ári," segir Gísli Marteinn sem reyndar vildi hætta með sjónvarpsþátt sinn um síðustu áramót. En yfirmenn hans í sjónvarpinu fengu hann í ein- falda framlengingu fram á vor. „Mér fannst þetta orðið gott en hann skaffar víst eitthvað í kassann svo mér var bæði ljúft og skylt að klára veturinn," segir sjónvarpsstjarnan með stefnuna á stjörnu- himin stjórnmálanna. Hann viU þó ekki viður- kenna strax að hann sækist eftir efsta sæti sjálf- stæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar að ári og verða þar með oddviti sinna manna og borgarstjóraefni: „Líklega verður prófkjör og það styð ég heils- hugar. Ég vil fara í prófkjör og það sama gildir víst um okkur flest í borgarstjórnarflokknum. Ég mun ekki skorast undan því að leiða flokkinn ef eftir því verður leitað," segir hann aðspurður. „Aðal- málið er hins vegar að það verður að koma R-list- anum frá með öllum tiltækum ráðum. Og til að ná því markmiði mun ég taka hvaða sæti sem er á listanum." Gísli Marteinn ætti að eiga góða möguleika í galopnu prófkjöri sjálfstæðismanna. Næga kynn- ingu hefur hann fengið í sjónvarpinu. Þáttur númer hundrað verður sendur út um næstu helgi: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Oddviti sjálfstæðismanna I borg arstjórn má fara að vara sig. Gisli Marteinn „Ég mun ekki skorast undan þvlað leiða flokk inn ef eftirþví verður leitað." Selma Björnsdóttir Syngur fyrir Gísla. „Þá kynni ég nýja Eurovision-lagið og ræði við Selmu Björnsdóttur sem syngur það. Lagið verður flutt tvisvar í þættinum svo fólk nái því almenni- lega," segir Gísli Marteinn og ítrekar um leið áhuga sinn á prófkjöri: „Ég vil prófkjör. Það er lýð- ræðislegast og best.“ Mikil leynd yfir inntökuprófum Leiklistardeild Listaháskóla fs- lands hefur ákveðið að birta ekki nöfn þeirra einstaklinga sem komast í gegnum þrepin í inntökuprófum sem nú standa yfir. Listinn með nöfnunum hefur hingað til verið birtur á heimasíðu deildarinnar en eftir að DV hóf að segja frá nöfnum þeirra sem komust áfram hefur list- inn ekki birst opinberlega. Ekki hefur fengist staðfestur sá orðrómur að stærsta nafnið í inn- tökuprófunum að þessu sinni, stjarnan Þorvaldur Davíð Kristjáns- son, sé fallinn út. Sjálfur Þorvaldur Davíð segist Þorvaldur Davíð Kristjánsson Er smeykur við að tjá sig og vill ekkert segja til um hvort hann er inni eða úti. ekkert vilja segja því það gæti farið illa í inntökunefndina. Hann upp- lýsti þó að hann hefði enn áhuga á leiklistargyðjunni. Lokaþrepið fer fram sextánda til átjánda mars og mun eitthvað í kring- um tuttugu manns taka þátt í því. Úrslitakvöld Idolsins ' Össur hélt með taparanum Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, fylgdist með Idolinu á föstudaginn l£kt og flestir aðrir. Á heimasíðu sinni skrifar öss- ur að mikil spenna hafi ríkt á heimil- ^ inu. „Heiða þótti standa sig ákaflega vel og var í miklu uppáhaldi hér á Vesturgötunni. Nóg til að heimil- ið ákvað að senda henni skeyti eftir helgina þegar hún náði ekki að sigra," skrifar Össur á síðuna sína og kemur þar fram að sex ára dóttir hans hafi haldið mikið upp á Heiðu. Eins og flestir vita þá fer fram formannskjör í Samfylking- unni í maí þar sem for- maðurinn fer á móti Ingi- ■'j björgu Sól- rúnu Össur Mikil spenna vará heimili hans meðan á Idolinu stóð. Heiða Fékk sent skeyti frá fjölskyldunni á Vesturgötunni. Gísladóttur. Ætli Össur fái sent skeyti frá Heiðu ef illa fer?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.