Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2005, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2005, Side 25
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS2005 25 ‘ félagi sínu Nottingham Forest að hann ætti enga framtíð fyrir sér í fótbolta. Hæðinni honum að snúa sér af einhverju öðru. Nú, sex og hálfu ári síðar, er Wright-Phillips eft- jón punda verðmiða sem reyndar fer vaxandi með hverri vikunni sem líður. það vel að Joe Royle, þáverandi stjóri liðsins, vildi ólmur semja við pilt og sá mikla hæfileika í honum - hæfi- leika sem hefur heldur betur ræst úr. Wright-Phillips hefur notað það sem flestir sögðu hans mesta ókost- hæð- ina - og unnið að því að nýta sér hana inni á vellinum. Hann er öskufljótur og með gríðarlega lágan þyngdar- punkt sem veldur því að boltinn er nánast límdur við tæmar á honum. Jafitvægið í boltameðferðinni er einnig eftirtektarvert og þrátt fyrir smæðina er Wright-Phillips jafn lík- amlega sterkur og hver annar meðal- maður. Vill siá út Beckham Wright-Phillips hefur á undan- förnum mánuðum verið að brjóta sér leið inn í enska landsliðið og var m.a. í byrjunarliðinu í vináttuleik gegn Hollandi í síðasta mánuði. Hann var inni í myndinni fyrir EM í Portúgal síðasta sumar en á endan- um ákvað Sven-Göran Eriksson að velja hann ekki í endanlegan hóp sinn. „Ákvörðunin um að skilja hann eftir heima var ekki tekin fyrr en rétt fyrir tilkynningu hópsins. Það sem gerði útslagið var að hann, ásamt mönnum eins og Jermain Defoe og Jermaine Jenas, höfðu of litla reynslu," segir Eriksson. Allir þessir þrír hafa nú fest sig í sessi í enska hópnum og á Wright-Phillips óumdeilanlega í mestu samkeppn- inni um sæti - í hans stöðu er fýrir sjálfur fyrirliðinn, David Beckham. Nú er svo komið að sparkspekingar í Englandi segja Wright-Phillips einfaldlega mun betri leikmann en Beckham og að Eriksson verði alveg fyrirgefið þó að hann rými fyrir Wright-Phillips með því að setja Beckham á bekkinn. Wright-Phillips tekur á þessum vangaveltum með statískri rósemi: „Það er undir mér komið að sýna öðrum að ég get gert betur en hann. Og það er eitt af þeim markmiðum sem ég þrífst á í dag. Að slá út fyrirliða landsliðsins er áskorun sem mun koma mér á annan stall f alþjóðleg- um fótbolta. En ég er mjög þolin- móður að eðlisfari og það er góður kostur þegar kemur að enska lands- liðinu. Ég mun grípa tækifærið þegar það gefst," segirhann. Þrátt fyrir að vera eftirsóttasti leik- maður Bretlandseyja er Wright- Phiilips staðráðinn í því að láta það ekki hafa áhrif á sinn leik. Hann seg- ist heldur ekkert vera að leitast eftír því að fara frá City. „Ég er mjög ánægður í Manchester og mun skoða tækifærin þegar þau koma upp og ekkert fyrr. Ég er tilbúinn að spila á báðum vængjum, það sldptir mig engu máii bara svo framarlega sem ég er inni á vellinum. Hvar sem ég spila þá mun ég alltaf geta skapað vandamál fyrir andstæðinganna." Heimild: Observer, vignir@dv.is, „Að slá út fyrirliða landsliðsins er áskor- un sem mun koma mér á annan stall í al- þjóðlegum fótbolta. Ég þrífst á slíkum áskorunum." Álitsérfræðinga: „Hann ermjög stöðugur og fylginn sér, og I úr- valsdeildinni er það vandfundið hjá svo ung- um leikmanni.“ Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska landsliösins. „Hann býryfir öllum bestu hráefnunum. Hann er llflegur, hann vill fá boltann, getur auðveld- lega tekið menn á, býr yfir góðu auga fyrir sendingum og leggur sig alltaf 110% fram.“ Gary Lineker, sérfræöingur BBC og fyrr- verandi landsliösmaöur. „Margir afreyndustu ieikmönn- um úrvalsdeildarinnar hafa horft á hann og sagt„Vá!“Hann er ótrú- legur leikmaður.“ Jermain Defoe, besti vinur og félagi i enska landsliðinu. „I dag er hann einn affimm bestu leikmönnum heims I sinni stöðu og hann veröur sífellt betri. Ég get ekki boriö hann saman við neinn annan leikmann I heiminum I dag - hann er einstakur.' Kevin Keegan, fyrrv. þjálfari Man Aö feta i fotspor pabba addaunaituigu lan Wnghi þeg> meistatútitilim Wiight-Phillips tfðsta draum a meistaratHilinn Króatar tilkynna hópinn Zlatko Kranjcar, þjálfari króat- íska landsliðsins í knattspymu, hefur tiikynnt 21 manna hópinn sem mætir íslandi og Möltu í Za- greb 26. og 30. mars næstkom- andi f undankeppni heimsmeist- arakeppninnar í knattspymu. MarkverðirrTomislav Butina og Joseph Didulica. Varnarmenn: Igor Tudor, Mario tokic. Stjepan Tomas, Robert Kovac og Josip Simunic. Miðjumenn: Ivan Lekko, Darijo Sma, Ivan Bosnjak, Anthony Seric, Marko Babic, Danijel Pranjic, Niko Kovac, Jurica \’ranjes, Jerkk Leko og Niko Kranjcar. Framherjar: Dado Prso, Ivan Klasnic, I\ica Olic og Eduardo Da Silva. United og Arsenal í úrsiitaleik? Manchester United. núver- andi meistari í ensku FA Cup- bikarkeppninni mætir Newcastle United í undanúrslitimi keppn- innar sem fram fer í Cardiff. Arsenal mun etja kappi við Blackburn í hinum undanúrslitaleikn- M um. United burstaði Sout- hampton í fjórðruigsúr- slitum, 4-0, laugardag- inn var en Arsenal lagði Bolton, 1- 0. Ekki er hægtað segja að sagan sé með Blackburn því liðið hefur ekki unnið Arsenal í J tvö ár og er í fyrsta sinn í undanúrslitum | keppninnar síðan árið 1960. Bresídr veðbankar hallast að því að Arsenal hampi bikamum en Blackbum er talið eiga minnsm möguleikana á sigri í keppninni. Leikimir fara fram 16. og 17. april næstkomandi. Rúnar og Þórður ekki með Ásgeir Siguninsson og Logi Ólafsson, landsliðsþjálfarar í knattspyrnu, tiikyruitu í gær hóp- inn sem mætir Króatíu og ítölum í lok mánaðarins. Rúnar Kristins- son treysti sér ekki í verkefnið og ekkert pláss er fvrir Þórð Guð- jónsson sem hefur verið fasta- maður í hópi Ásgeirs og Loga hingað til. Þá vekur athygli að að- eins tveir framherjar em í hópn- um. Hópurinn er þannig skipað- ur: Ámi Gautur Arason, Kristján Finnbogason, Hermann Hreið- arsson, Brvmjar Bjöm Gunnars- son, Amar Þór \riðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Heiðar Helguson, Pétur Hafliði Mart- einsson, Jóhannes Karl Guðjóns- son, Indriði Sigurðsson, Ólafur Öm Bjamason, Gylfi Einarsson, Bjami Guðjónsson, Hjálmar Jónsson, Kristján Öm Sigurðsson, Stefán Gíslason, Grétar Rafn Steinsson, Kári Amason. 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.