Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2005, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2005, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 Fréttir DV Ágúsl Einarsson Ágúst er yfirvegaður maður að eðlisfari, útsjónarsamur og bráðgáfaður. Vinir hans segja hann iúmskan húmorista. Ágúst getur virkað þurr á þá sem ekki þekkja hann. Sumir segja hann skorta út- geislun. Ágúst er heldur ekki sá duglegasti í eldhús- inu. „Ágúst er fyrst og fremst afskaplega góður faðir, samviskusamur, dugleg- ur og þægiiegur. Það er gottað leitatil hans. Hann horfir fullmikið á fótbolta fyrir minn smekk og er KR-ingur. Það verður að segjast að hann er lélegur kokkur, reynir nú samt í eldhúsinu en það skilar sér llt- ið." Agúst Ótafur Agústsson, þingmaður og sonur. „Ágúst er afskaplega vel gefinn maður og traustur. Við eigum saman eitt barnabarn og ég votta það að hann er ágætur uppalandi eins og sonur hans og tengdasonur minn, Ágúst Ólafur, ber vitni um. Hann er nú ekki gallalus frekar en aðrir karl- menn. Hann er til dæmis af- spyrnuslakur kokkur en maöur finnur samt ekki mikið fyrir því þegar hann leikur hlut gest- gjafans." Auður Helga Brynleifsdóttir lögmaður. „Ágúst hefur alveg ótelj- andi mannkosti. Hann er mikill eldhugi. I raun má segja að hann búi aðeins yfir einum galla en hann er líka alveg hræðileg- ur. Og það er að Ágúst er krati. Maður reynir nú samt að lita framhjá því." Einar Oddur Kristjánsson, þlngmaður og vinur. Ágúst Einarsson, hagfræöiprófessor og rektorsframbjóðandi, er fæddur I Reykjavik 1 l.janúar 1952.Hann er kvæntur Kolbrúnu Sigurbjörgu Ingólfsdóttur meinatækni og eiga þau þrjú börn, Einar, Ingólfog Ágúst Ólaf. Ágúst varð stúdent frá MR áriö 1970, fórþá til Þýskalands og nam hagfræöi I háskólanum I Hamborg tilársins 1978. VG fundar á Selfossi Vinstri grænir í Árnes- sýslu halda opinn stjórn- málafund á Selfossi í dag. Foringi þeirra Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður mun fjalla um stjórnmál og svara fyrirspurnum frá fundarmönnum. Fundur- inn fer fram í Tryggvaskála á Selfossi og hefst klukkan átta í kvöld. Vinstri grænir hafa ekki átt miklu fylgi að fagna á svæðinu og vilja bjóða Sunnlendingum upp á að kynnast flokknum þegar engin kosninga- barátta er í gangi. Ábyrgir feður eru ósáttir við sérfræðiráðgjöf sálfræðings sem þiggur laun frá hinu op- inbera. Garðar Baldvinsson, formaður Ábyrgra feðra, segist ekki treysta doktor Gunn- ari Hrafni Birgissyni enda segi klögumálin á hendur honum sína sögu. Doktor Gunnar Hrafn segist ekkert hafa á móti feðrum og þá sérstaklega ekki ábyrgum feðrum. '1 OOiTÓ ó iil 'jiö 30 millj ^fOðirrfðíjjð. h 3ú itil'.i or J J Doktor Gunnar Hrafn Birg isson Sálfræðingurinn sem Ábyrgir feður treysta ekki. Félagsskapurinn Ábyrgir feður hefur sent sýslumanninum í Reykjavík og dómsmálaráðherra kvörtun vegna sérfræðiráðgjaf- ar doktors Gunnars Hrafns Birgissonar sálfræðings í umgengn- isréttarmálum fráskilinna feðra við börn sín. Telja Ábyrgir feður að Gunnar Hrafti dragi taum staðnaðs kerfis sem sé mæðrum undantekningarlítið hliðhollt þegar kemur að ákvörðum um umgengnisrétt í kjölfar skilnaða. „Við teljum ráðgjöfina, sem bæði er veitt hjá sýslumönnum og Gunnari Hrafni, mjög ófaglega og núna erum við með á annað hund- rað kvartanir vegna þessa inni á borði hjá okkur," segir Garðar Bald- vinsson, formaður Ábyrgra feðra. „Sýslumenn og Gunnar Hrafn hafa fengið fjölda feðra til að samþykkja samninga um umgengni við börn sín sem í raun eru brot á mannrétt- indum. Við erum með dæmi hér um ráðgjöf þar sem feðrum er gert að hitta börn sín í tvær klukku- stundir á mánuði. Undir slíka samninga hafa menn skrifað vegna þess að svokölluð ráðgjöf sem þeir hafa fengið hefur ella gert ráð fyrir engri umgengni. Við þetta getum við ekki unað og reyndar ætti eng- inn að gera það.“ Lögbundin ráðgjöf Doktor Gunnar Hrafn Birgisson er með samning við yfirvöld um lögbundna sérfræðiráðgjöf og hefur af því ærinn starfa ásamt Jóhanni Loftssyni sálfræðingi. Athyglisvert er að ekkert klögumál er á borðum Ábyrgra feðra vegna Jóhanns Lofts- sonar. „öll klögumálin eru vegna Gunnars Hrafns," segir Garðar Bald- vinsson. Ókeypis viðtöl í samningi doktors Gunnars Hrafns og Jóhanns Loftssonar sál- fræðings er gert ráð fyrir þremur ókeypis viðtölum til handa þeim sem þurfa og hafa fjölmargir nýtt sér þjónustuna. En það er ráðgjöfin sjálf sem félag Ábyrgra feðra setur spurn- ingarmerki við enda ástæða til að staldra við þegar klögumálin eru orðin 150 talsins. Stór orð „Þetta eru bara fullyrðingar og vantar allan rökstuðning. Þetta eru stór orð,“ segir doktor Gunnar Hrafn. „Þeir hafa líka borið á mig að þessum málum og hef síður en svo ég hafi þegið 30 milljónir fyrir sér- eitthvað á móti feðrum og hvað þá fræðiráðgjöf í forsjármálum. Sú tala ábyrgum feðrum. Það eru hagsmun- er algerlega út úr kortinu. Ég hef irbarnsinsseméghefaðleiðarljósií reynt að vinna af fullu hlutíeysi í hverjumáli." Tveir fimmtán ára strákar losna úr gæsluvarðhaldseinangrun Litla-Hraun ekki heppilegasti staðurinn „Okkur ber skylda til að vista þá sem búið er að úrskurða í gæslu- varðhald," segir Erlendur S. Baldurs- son, afbrotafræðingur hjá Fangelsis- málastofnun, aðspurður hvers vegna stofnunin sendi tvo fimmtán ára drengi í gæsluvarðhald á Iitía- Hrauni á föstudag. Erlendur segir eðlilegt að velta fyrir sér hvort æskilegt sé að vista svo unga drengi á stað eins og Iitía- Hrauni. Þegar gæsluvarðhalds- úrskurður hafi verið kveðinn upp yfir ungum afbrotamönnum eigi Fangelsismálastofnun hins vegar fáa kosti. „Það er annað hvort í Reykja- vík eða á Litía-Hrauni," segir Erlend- ur og bendir ennfremur á að í dag sé þægilegasta aðstaðan fyrir gæslu- varðhaldsfanga á Litía-Hrauni. Erlendur viðurkennir að heppi- legra væri að vista börn á betur viðeigandi stöðum. Hann bendir þó á að samningur sé við Barnavernd- arstofu um vistun bama við rann- sókn sakamála sem þau eigi hlut að. „Við höfum engin úrræði þegar búið er að dæma unga afbrota- menn í einangrun," segir Bragi Guðbrandsson, for- stjóri Barnaverndarstofu. „Það samræmist ekki hlut- verki okkar að læsa börn inni.“ Að sögn Braga gengur : samningurinn við Fangels- ismálastofnun út á að finna . vistun fyrir unga af- brotamenn ef ekki er um einangr- un að ræða. Eftir því sem hann segir er þó helst um úrræði fyrir unga afbrotamenn sem afþlána þurfa óskilorðsbundinn dóm. „Ég sat í nefnd á vegum dóms- málaráðuneytisins árið 1999 sem ijallaði um mál ungra afbrota- manna," segir Bragi og upplýs- \ ir að ein niður- ý staða nefndar- innar hafi verið sú að Bragi Guðbrandsson Barna- verndarstofa hefur engin urræði þegar ungir afbrotamenn hata verið dæmdirí einangrun._ óæskilegt væri að vista börn í fang- elsi á meðan rannsókn stæði yfir. Bragi segist hins vegar ekkert meira hafa heyrt af þessu máli, það væri í höndum dómsmálaráðuneytis- ins. Drengirnir tveir eru komn- ir til foreldra sinna en rann- sókn stendur enn yfir. Þrettán ára drengur sem tengist mál- inu var ekki í gæsluvarðhaldi eins og sagði í DV heldur var hann sendur í vistun á meðferðarheimil- inu Stuðlum. Erlendur S. Baldursson Litla-Hraun býðurupp á þægilegustu aðstæðurnar til gæsluvarðhalds.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.