Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2005, Blaðsíða 33
DV Menning ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 33 Stóru bamasýningamar em stærsta tannhjól leikhúsanna stóru. Varla em Dýrin í Hálsa- skógi hætt eftir nær tveggja ára göngu en Klaufar og kóngsdætur taka við og verða á sviðinu einu sinni til tvisvar í viku frá að næstu áramótum - hið minnsta. Lína tórir fram í apríl uppi í Borgarleikhúsi en þá kemur KaEi á þakinu á svið og verður sýndur fram á sumar, spái ég og kemur aftur á fjalim- ar næsta haust og flýgur ffam yfir jól. Aldursmörk Það er sjaldan spurt fyrir hvern þessar sýningar séu. Víst draga þær að þúsundir áhorfenda og sælgætissalan mokar inn aurum. Bæði Dýrin og Lína vom vel yfir klukkustund fyrir hlé og sýndi dæmalaust dómgreindarleysi leikstjóranna og leikhússtjóranna. Börn á skólaaldri hafa ekki þolinmæði til að sitja svo lengi, börn á leikskóla- aldri enn síður. Á barnasýningum sem ég hef sótt síðustu vikur hefur þess gætt að leikhúsin hafa afar óljósa hug- mynd við hvern er verið að tala: Örn Árnason var í Klaufunum með part af árshátíðarprógramminu sínu. Var það fyrir börnin eða foreldrana? Maður beið bara eftir smá neðanþindar- húmor og Davíðskollunni. Glamúrog skraut Böm em afar mismunandi mót- tækileg fyrir leiksýningum eftir aldri. Leikhúsin verða að fara að átta sig á því að aldurshópurinn frá tveggja til tólf er ekki einn og sami hópurinn og miða vinnslu verkeíha og val við það. Ekki verður endalaust hægt að bjóða uppá velskreyttar rjómatertur sem allir geta nartað í og láúð sem veislan sé bæði skemmtileg og veitingarnar miklar og hollar. Böm þurfa annað og betra en glamúrkenndar skrautsýningar á stór- um sviðum. Þau þurfa efni um sitt líf en ekki skrök um Línu eða litla stúlku sem seldi eldspýtur. Og leikhúsið bregst þeim um slík verk ár efúr ár og býður uppá hávaðasamar skrautsýningar og láú enginn sér það detta í hug að það sé hollt veganesú í leikhúsupplifun eitt og sér. Bara fyrirfullorðna Og ef leikhússtjórar stóm leikhús- anna æúa eina ferðina enn að afsaka sig með því að þetta sé jú það eina og sem fólkið vill þá er það bara bull. Þau Tinna og Gíó, Hilmar og Magnús geta rétt eins keyrt liúar sýningar með einum, tveim- ur leikurum eins og Pétur Eggerz gerir árið um kring. Þau geta sótt og sýnt ókeypis árið um kring á öllum stigum grunnskólans. Fyrst halda má úú þriðjaflokks sýningum fýrir fullorða fyr- ir hálfum sölum sem kosta hátt á annan tug milljóna, jafhvel þó verkin séu eftir íslenska höfunda. Sniðugar stelpur Klaufar og kóngsdætur er snottir leiksýning. Samtölin em ósköp rýr en oft fyndin, krökkunum þóttu þau skemmtileg. Söngvamir í verkinu fóm held ég fyrir ofan garð og neðan og frumsamin lög em óttalegt hnoð. Ýmis önnur tórflist em notuð sem skraut og prýðilega leikin. Leikhópurinn stendur sig prýðilega: senuþjófar fáir á ferli og enn í böndum. Hlutverkin buðu enda ekki uppá mikið sjónarspil persónu- leiks, ekki einu sinni trúðleiks. Þó tókst Unni Ösp að blása lífi í einlitar prinsess- ur og sagði sína fyrstu replikku í Þjóð- leikhúsinu: „Mamma og pabbi." En Unnur hefur kómíska takta og sýndi þá þama. Minna fór fyrir Þórunni Lár, en Arnbjörg er sniðug. Allar þrjár em kómískar leikkonur og ættu að fá tækifæri til að takast á við bitastæðari parta í slíkum texta. Örn var minnst á, annar spaugari er Kjartan sem var flott- ur Hans klaufi, Björgvin Frans skemmtilegur svínahirðir: þeir Randver og Sigurður Skúlason unnu samvisku- samlega með það sem þeir fengu þó ekki tækist Sigurði að blása lífl í mærð- arfullan skáldskap um liúu stúlkuna með eldspýturnar. Brúður góð viðbót Verkið ber allmikil spunamerki og þrátt fyrir litríka umgerð sést langar leiðir að ekki má leikmynd taka of mik- ið pláss á offullu sviði Þjóðleikhússins. Búningar Þórunnar vom skrauúegir og öll er sýningin fjömg og hélt vel athygli áhorfenda sem vom frá tveggja til ferm- ingar og þaðan af eldri. Hún er heldur ekki of löng. Prýði hennar em brúður Bemt Ogrodnik og mikið dæmalaust er gaman að hann skyldi vera kallaður til. Væri nú ráð að nota þann hæfileikam- ann í mörg verk og margvísleg í þessu húsi og jafnvel skoða þann möguleika að blása lífi í brúðuleikinn í Þjóðleik- húsinu í samfeUdu starfi sem ekld hefur verið gert enn. Barnasýning næstu missera í Þjóðleik- húsinu er samsett úr nokkrum ævin- týrum H. C. Andersen en á þessu ári fagna Danir því víða um heim aö tvær aldir eru liðnar frá fæðingu þessa sér- kennilega höfundar sem naut þess að sitja í faðmi borgarstéttar konungs- veldisins og hæddi hana um leið. Eru sögur hans i rauninni efni fyrir börn? Þjóðleikhúsið sýnir á Stóra sviði: Klaufar og kóngsdætur eftir ævin- týrum H.C. Andersen. Höfundar: Ár- mann Guðmundsson, Sævar Sigur- geirsson og Þorgeir Tryggvason. Tónlist: Ármann Guðmundsson og Þorgeir Tryggvason. Leikstjórn og sviðshreyfingar: Ágústa Skúladótt- ir. Aðstoðarleikstjórn og sviðshreyf- ingar: Aino Freyja Jarvala. Leik- mynd: Frosti Friðriksson. Búningar Þórunn E. Sveinsdóttir. Tónlistar- stjórn: Jóhann G. Jóhannsson. Brúður og brúöustjórn: Bernd Ogrodnik. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikendur: Sigurður Skúlason, Örn Árnason, Arnbjörg HlifValsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Randver Þorláksson, Björgvin Frans Gislason, Þórunn Lárusdóttir. Frumsýning 13. mars. Leiklist Verkið eftir... Þegar Ágústa Skúladóttir leikstýra var beðin að endurtaka sina umtöluðu sviðsetningu Grimmsævintýra og þeir Þorgeir, Átmann og Sævar falbuðu samskonar hugmynd mátú ljóst vera að -. verkið var ósamið, en fara höfundamir ekki grafgötur með það í kynningum. Þeir hafa lengi verið dyggir þjónar Thah'u á áhugamannasviðum víða um land og em hugkvæmir og skemmtileg- ir í sínu sprelli en æúa þeir að verða al- vöm eða er þetta bara tómstundagam- an? Því verða þeir að svara fyrir sig. Verkið þeirra samanstendur af nokkuð mörgum sögum Hans Kristjáns. Reynd- ar man ég ekki betur en Fömnauturinn fyrirfinnist í safni Asbjörnsen og Moe, en sú saga var fullorðnust að efni og óhugnanlegust þess efnis sem á borð var boðið þótt hér væm höggnir hausar og menn hengdir. Óhugnaður er jú virkur þáttur í hfi barna og draumum. En leikskáldin eiga . erindi. Margt í texta þeirra lifði, þó sýn- ingin væri mikið drifin aúröfnum og sögumannsfrásögn. Niðurstaða Þetta er semsagt skemmtileg sýn- ing, svoh'tið ofhlaðin svona til öryggis en gengur skipulega fram og sýnir að Ágústa er drífandi leikstjóri með fal- legar hugmyndir. Hún vekur samt enn þá spurningu sem áður var minnst á: Verða leikhúsin sem hafa ekki mest fjármagn til að sinna yngsta áhorf- endahópnum af meiri alvöru, verður ekki Þjóðleikhúsið sérstaklega að huga , vel að því hvernig má bæta fyrir rjómatertuaustur undanfarinna ára- tuga? Páll Baldvin Baldvinsson Liza Marklund geysist aftur inn á íslenskan bókamarkað fyrir úlsúlh þýðanda síns og útgefanda hér á landi, önnu Ragnhhdar Ingólfsdótt- ur. Skammt er síðan Úlíurinn rauði kom út og fyrri bækur Lizu hafa selst vel hér. Hún er snjah spennusagna- höfúndur sem tekur þráðinn frá þeim Sjöwah og Wahloo, irmréttar krimmana sfna inn í félagslegan veruleika velferðarrikis sem komið er að fótum fram. Þessi saga, Hulduslóð er endurrituð saga hennar frá 1994 og byggir á frægu máh sem fáir vissu af þarúl Gömda kom út. Ekki er mér ljóst hversu gagnger endurritun hefur átt sér stað á verk- inu. Sú vissa að hér fari fram sögu sem byggir á staðreyndum og th- teknu máh setur lesanda í stellingar. Furðan um framgang málsins ahs, örlög fjölskyldunnar sem hér segir frá og mátdeysi kerfisins vekur í senn undrun og ótta, en sagan er að öðru leyú sniðin efúr næsta hefð- bundnum spennusögum þar sem fyrstu persónu frásögn ræður ríkjum og öll framvindan gerist í hennar reynslu. Söguefnið vakú tortryggni mína; hér bæúst við enn ein sagan af mis- yndismanni af arabískum uppruna og hörmulegu framferði hans í hú- um smábæ sænskum. Aðalpersóna sögunnar hefur tekið þátt f aðstoð við flóttamenn frá harðstjómarlönd- um og vegna þeirra afskipta kemst hún í kynni við ungan glæsilegan mann sem segist vera Líbani. Það takst með þeim ásúr, hún verður ófrisk, maðurinn villir á sér heimhd- ir og reynist vera afar ofbeldissinn- aður smáglæpamaður með harka- lega fortíð. Þegar konan skhur við hann hefct löng og ströng barátta með láúausum ofsóknum og mis- þyrmingum, ógnunum og jafiivel morðúlraunum. Er sú saga öll með ólíkindum en af þeim húu kynnum sem fá má af opinberri umræðu um umsátur af þessu tagi, sem finna má í húum vísi hér á landi, virðast stjómvöld víða eiga í miklum erfiðleikum með að höndla slík mál. Getuleysi sænskra yfirvalda verður algert þegar hin of- sóttu verða að fara huldu höfði rétt eins og skjólstæðingar aðalpersón- unnar forðum og fyktar sögunni með því að fjölskyldan verður að flýja land. Ofeóknarmaðurinn er áfram úl vandræða, siðblindur smá- glæpamaður í sænskum smábæ og baggi á samfélaginu. Liza er feer spennusagnahöfund- ur og henni tekst að glæða aha sög- una spennu og ógn. Barátta ungu konunnar fyrir frelsi og á endanum lífi fjölskyldunnar er átakamikh og þrengingar þær sem fóhdð má líða ótrúlegar. Erindi sögunnar í sam- hengi þýðingar og útgáfú hér á landi er að tengja þessa reynslu við ofbeldi innan heimihs, henni fyktar nánast með leiðbeiningum frá Stígamótum hvað sé th bragðs þegar þess háttar ofbeldis fer að gæta innan heimhis. Bókin ætú því ekki aðeins að verða körlum og konum th leiðbeiningar um andstreymi af þessu tagi, heldur líka að varpa ljósi á aðstæður þeirra sem hrekjast um fyrir skapbresú of- beldismanna. Þetta er því þarft rit f mörgum Liza Marklund: Hulduslóð - Gömda. Þýðandi: Anna Ragnhildur Ingólfs- dóttir Ari- útgófa 2005 395 bls. Verðkr. 1790 Bókmenntir skilningi öðrum en afþreyingunrú einni, því sagan er spennandi og vel sögð og hjartnæm þegar kemur að fysingum á því hvemig bam brotnar undan fargi ofbeldisins á flótta. Þetta mvm vera fyrri hluú þessa verks og er þess að vænta að síðari hluúnn komi út í haust. Anna á þakkir skyldar fyrir að halda verkum systur sinnar frá Svíþjóð svo vel að íslenskum lesendum og þeir verða ekki sviknir af þessari spennusögu frekar en hinum öhum sem út hafa komið þótt söguefnið sé hér með öðrum hætú: sannara og á köflum óbærilegt í lestri. Páll Baldvin Baldvinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.