Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2005, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2005, Qupperneq 11
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 11 Sonureinræð- isherra ófeigur Elsti sonur Kims Jong II, leiðtoga Norður-Kóreu, slapp naumlega við banatilræði í Kína og Austurríki á seinasta ári. Samkvæmt vefút- gáfu bandarísku fréttastofunnar Fox News segja heimildir innan suður-kóresku leyniþjón- ustunnar að kínversk stjómvöld hafi vitað af til- ræðinu. Austurrísk stjóm- völd neita að tilræði hafi átt sér stað. Nam var talinn arf- taki Ils en féll í ónáð þegar hann reyndi að komast til Japans á fölsuðu vegabréfi, í þeim erindagjörðum að heimsækja Disneyland. Lést úr bleyjukláða Mægður vom fyrir rétti í Pennsylvamu-fylíá í Bandaríkjunum í síðustu viku ákærðar fyrir mann- dráp af gáleysi og van- rækslu á 15 mánaða göml- um strák dótturinnar. Þær em ásakaðar um að gera ekkert í alvarlegum bleyju- kláða sem drengurinn þjáðist af. Talið er að hann hafi látist af völdum blóð- eitrunar, orsakaðri af kláð- anum. Drengurinn lést síðastliðinn desember. Þá þjáðist 3 ára bróðir drengsins sem lést einnig af alvarlegum bleyjukláða. Mæðgumar eiga allt að tíu ára fangelsi yfir höfði sér. Afhjúpuðu sig á netinu Glæpamenn eiga það á tíðum til að stíga örh'tið léttar í vitið en gengur og gerist með annað fólk. Glæpagengið Flamingoes í Prag í Tékklandi er enn ein sönnun þess. Lögreglan handtók hóp ungmenna, á aldrinum 18 til 20 ára, fyrir að berja fólk og skemma almenn- ingseignir. Sönnunargagnið fannst á vefsíðu hópsins, upptcika þeirra sjálfra af líkamsárásum sfnum og skemmdarverkum. Lögregl- an ffétti af myndbandinu þegar fréttastofa greindi frá því á vefsíðunni. Prentvilla skekur þjóð Súdönsku ríkisstjóminni brá heldur betur í brún í síðustu viku, alveg að ástæðulausu. Þær fréttir bámst þeim að bandarísk yfirvöld hefðu staðið fyrir kjamorkutilraunum í land- inu, á árunum 1962-1970. Þegar betur var að gáð reyndust upplýsingamar vera komnar af vefsvæði bandaríska þingsins. Um lítils háttar prentvillu var að ræða. Einhver hafði skrifað nafn Súdan í stað Sedan, eyðimörk í Nevada-fylki þar sem kjamorkutilraunir fóm fram. Súdönsk yfirvöld láta rannsaka máhð. Harry prins er kolfallinn fyrir Chelsy Davy frá Zimbabwe. Harry kynnti hana fyrir Karli föður sínum í síðasta mánuði. Karl mun hafa veitt blessun sína og boðið henni í skíðaferð með flölskyldunni. einu sönnu Harry, prins af Wales, virðist vera á góðri leið með að festa ráð sitt, ef marka má fréttir frá Bretlandi. Stúlkan heppna heitir Chelsy Davy og er dóttir auðugra hjóna í Afríkuríkinu Zimbabwe. Segja þeir sem til þekkja að parið sé yfir sig ástfang- ið og hugsi nú til framtíðar. Fréttir hafa nú lekið út um að Chelsy hafi komið í tveggja vikna leynilega heimsókn til Englands í síðasta mánuði. Við það tækifæri eiga Harry og Chelsy að hafa þáð kvöldverðarboð með Karli Breta- prins, föður Harrys. Boðið mun hafa gengið vel og á Karl að vera alveg hæstánægður með stúlkuna. Efasemdir Karls Kvöldverðarboðið hefur í bili slegið á sögusagnir þess eðlis að Harry og Chelsy hefðu slitið sam- bandi sínu. Einnig er þetta talið til marks um þess að Karl hafi komist Sáttur við kvonfangið Karl hefur lagt blessun sínayfir hugsanlega tengdadóttur enda sjálfsagt meyr þessa dagana eftir að hafa fundið sannaást sjálfur. Þá er einnig greint frá því að Harry hafí sannfært föður sinn um að halda kvöld- verðarboðið með orð- unum: „Pabbi, hún er sú eina sanna." yfir efasemdir um að hin skemmt- anaglaða Chelsy væri æskilegur félagsskapur fyrir Harry. Samkvæmt breskum fjölmiölum mun Harry hafa lýst því yfir í kvöld- verðarboðinu að þau vildu eyða því sem eftir er ævinnar saman. Þá er einnig greint frá því að Harry hafi sannfært föður sinn um að halda kvöldverðarboðið með orðunum: „Pabbi, hún er sú eina sanna." Þá segja þeir sem þekkja til Harrys, sem talinn var á mörkun- um að verða vandræðagemlingur, hann hafa róast töluvert eftir að hann kynntist Chelsy. Gífurieg leynd Chelsy er nú við nám í háskóla í Suður-Afríku í viðskipta- og hag- fræði. Sögusagnir eru á kreiki um að hún hyggist skipta um skóla og flytja til Englands til að vera nálægt Harry. Hann byrjar í hernum í maí og á því erfitt um vik með ferðalög næstu misserin þar á eftir. Foreldr- ar hennar, sem líkar víst afar vel við Harry, eru þessu mótfallin. Leyndin yfir heimsókninni var gífurleg. Talið er að hreinlega hafi verið um leyniaðgerð að ræða þar sem lögregla var með í spilunum. Vel tókst til þar sem fréttir láku ekki út fyrr en nokkrum vikum síðar. Ástfanginn upp fyrir haus Harry, hér með ónefndir vinkonu sinni, gisti í tvær vikur hjá foreldr- um Chelsy á siðasta ári og fékk heimsóknina endurgoidna. Chelsy var, samkvæmt heimildum, einnig boðið að koma með í vænt- anlega skíðaferð með fegðunum. Hún afþakkaði þar sem það gæti valdið of miklu fjölmiðlafári. Þá mun Chelsy ekki verða viðstödd brúðkaup Karls prins og Camillu Parker Bowles í næsta mánuði. Óvenjuleg ástæða sambandsslita Bar trekkir út á óvenjulega þjónustu Flutti útvegna limafjölda Þjóðverjinn Michael Gruber gerði upp á bak, ef svo má segja, þegar hann lét græða á sig typpi númer tvö. Þegar Gruber sýndi konunni sinni herlegheitin þar sem hann lá á sjúkrahúsinu rauk hún á dyr, beint heim, pakkaði niður og flutti út. Forsaga málsins er að Gruber missti typpið í mótorhjólaslysi. Læknum tókst að skapa nýtt tól með því að nota blöndu húðar, beina og annarra líkamsvefja úr honum. Svo vel tókst aðgerðin að hann og Bi- anca konan hans gátu barn á síðasta ári. Gruber var hins vegar ekki ánægður og bað læknana að búa til annan reður á sig. Þeir samþykktu. Vandamálið var hins vegar að læknamir vildu ekki taka typpi tvö af fyrr en ljóst yrði að typpi þrjú tæki sig. Afleiðingin var konumissir Grub- ers vegna tveggja typpa. Ilann er Of mikið af því góða Þessir limalöguðu sveppir tákna þann fjöida sem maður í Þýskalandi hefur skartað. miður sín, konulaus með tvö typpi, en vonast til að vinna Biöncu aftur þegar búið verður að taka af typpi tvö og tengja eistun við það þriðja. Kvenleg mýkt undir málningunni Klæðaburður gengilbeina á barn- um E1 Trolley í borginni Valparaiso í Chile drífur að viðskiptavini í stór- um stíl. Ástæðan er einföld. Gengil- beinurnar þjóna gestum staðarins íklæddar g-streng og líkamsmáln- ingu. Uppátækið er ekki eitthvað sem viðgengist hefur á barnum heldur er þetta hugmynd ljósmyndarans Hube Salamanca. Framtakið er hluti af listverkefni ljósmyndarans. Hann myndar mannlífið á barnum sem myndast í kringum þessi lífrænu málverk og ætlar að nota myndirnar í sýningu. Hube hafði nóg að gera við að velja konur í verkefnið þar sem meira en 500 sóttu um að fá að taka þátt. Talsmaður E1 Trolley er hæst- Já takk! Ánægðum viðskiptavini borinn bjór afberri konu. ánægður með uppákomuna og segir viðskiptavinina f skýjunum yfir henni. Hér sé um hreina list að ræða og gengilbeinurnar geri ekkert ann- að en að þjónusta viðskiptavinina á hefðbundinn hátt. Ekkert hefur heyrst um hvort eigendur E1 Trolley halda þessum hætti við þjónustu eftir að verkefni Hube lýkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.