Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2005, Blaðsíða 16
76 ÞRIÐJUDACUR 15. MARS2005 Fjölskyldan UV Þórhallur Heimisson prestur og sérfræöingur DV fjallar um mál sem lúta aö fjölskyldunni á Iföandi stundu. Hann svarar spurningum lesenda Igegnum netfangiö samband@dv.is. Með áhuga fyrir lífinu og tilverunni „Fyrst og fremst held ég að það sé algerlega nauðsynlegt fyrir mann eins og mig, sem þarf að vera fyndinn alla daga, að draumaprinsessan hafi gott skopskyn. Ég gæti ekki hugsað mér að þurfa sífellt að útskýra brandarana mína," segir uppistand- arinn Snorri Hergill eftir mikla umhugsun og vangaveltur. „Ég \ gerir ekkert sérstakega kröfur til útlitsins en mér þykir eig- 1 inlega eins yfirborðskennt að segja að það skipti mig engu 1 máli og ef ég segði að prinsessa drauma minna ætti að M vera 178-179 sentimetrará hæðmeð Ijóst axlarsítt hár, því M auðvitað skiptir útlit alltaf einhverju. Ég held að mér finnist skipta meira máli að hún hafi sjálfstraust og áhuga fyrir lífinu og tilverunni, hún vcrður svo að hafa áhuga á góðum mat, tónlist og alls kyns skemmtunum." Draumaprinsessan r ^ Börnin spurð Hver er hetjan þín? <fn: Þórhildur Reynisdóttir. Aidur: j a Hetia: Blvis Presley. Afhverju?: Hann syngur svo vel. Nafn: Sofffa Gústafsdóttir. Aldur:8dra Hetja: Mamma mín. Afhverju?: Hún hjáipar mér alltafþegar ég þarf. Thrananll nahbl í tllvHranu Blessaöur Þórhallur! Þannig er aö ég og kærast- an eigum von á bami. Við erum búin að vera saman í nokkur ár og vorum þannig séð alveg tilbúin að eignast bam, fannst okkur alla vega. Það var samt ekkert planað eða þannig. Ég hef reynt að fylgjast með á meðgöngunni eins og ég get, fariö á námskeið og svoleiðis. En nú er ég að verða stressaður því það styttist í fæðinguna. Ég veit ekki hvort þetta á eftir að ganga hjá mér og okkur. Sérstak- lega mér. Ég kann ekkert á böm. Ætla nú samt í fæðingar- orlof. Svo em tengdó og mamma líka að gera mig brjálaðan. Getur þú gefið mér einhver ráð? Tilvonandi pabbi Komdu sæll, tilvonandi pabbi, og til hamingju með bamið sem er á leiðinni! Mér heyrist nú hvað sem öðm h'ður að það sé mikil hamingja hjá ykkur, þér og kæmstunni þinni. Þið emð ömgglega eins tilbúin og maður getur orðið. Að eignast sitt fyrsta barn er auðvitað gríð- arleg breyting og maður getur aldrei undirbúið allt og skipulagt fyrirfram. Nýtt bam er nýr einstak- lingur sem hefur sínar eigin þarfir og sína ffamkomu og kemur ömgg- lega á óvart. Foreldrar þurfa auðvit- að að kynnast barninu sínu og barn- ið foreldrunum. Umfram allt er dýr- mætt að gefa sér góðan tíma til þess og fara sér hægt, njóta stundarinnar. Pabbar jafn góðir og mömmur En svo sé ég líka að þú ert dálítið stressaður yfir pabbahlutverkinu. Mér sýnist, á því sem þú skrifar, þú vera hræddur um hvort þú munir nú standa þig, með enga reynslu af bömum. Og svo em mæður ykkar að skipta sér af öllu svona fýrirfram. Ég giska á að þær treysti ykkur unga inu ekki alveg. Þetta em reyndar áhyggjur sem margir tilvonandi pabbar finna fyrir. Því miður er það nú þannig hjá okkur strákunum að mörgum okkar hefur aldrei verið kennt hvemig á að umgangast böm. Það hafa stelpiimar fram yfir okkur. Þær hafa fengið að passa böm eins og ekkert væri sjálf- sagðara og flestar em auk þess ömgg- lega aldar upp í því að mömmuhlut- verkið sé í vændum. En hafðu eitt á hreinu: pabbar em á engan hátt verri uppalendur en mæður! Hlutverk pabbans breytist Hér áður datt reyndar engum í hug að pabbar gætu yfirleitt séð um börn, sérstaklega á meðan þau em lítil. Feður unnu úti á meðan mæðurnar vom heima. Nýtt barn þýddi bara meiri fjarvistir úr vinnu fýrir pabbana. Auðvitað er þetta ekki algilt og það er til fullt af undantekningum á þessu, en ætli þetta sé nú ekki samt reynsla flestra. Þegar svo mæðurnar fóm að fara út á vinnumarkaðinn héldu þær áfram að bera ábyrgð á börnunum. Nú er þetta vonandi að breytast. En þó gengur það hægt. Ætli mömmurnar séu nú ekki oftast verkstjóramir á heimilunum? Hvað sem því líð- ur hafa nýju fæðingarorlofslög- in gert sitt til að gefa feðmm tækifæri til að vera heima með börnin og kynnast þeim á nýj- an hátt. Og meira en það, nú hafa þeir rétt til þess og eng- inn vinnuveitandi getur verið með múður. Þó heyri ég reyndar aðeins af því, en það er nú efiii f aðra grein. Leita upplýsinga En hvar er hægt að fá ráð varðandi börnin fyrir pabba sem hafa aldrei komið að barnauppeldi? Það er engin ástæða til að örvænta, held- ur er um að gera að vera duglegur að spyrja og fá að- stoð. Einfaldast er auðvitað að læra af öðmm, spyrja móðurina um ráð en líka aðra í fjölskyldunni; tengdó, mömmu, systkini og afana. En passið ykkur endilega á því að láta afana og ömm- urnar vita að það emð þið sem ráðið. Auðvitað allt í góðu! Svo er líka hægt að fá mikinn fróðleik á bóka- söfnum og á netinu. Auk þess er gott ráð að spjalla við aðra foreldra. Nú eru foreldramorgnar starfandi í kirkjum um allt land. Skelltu þér þangað því þar er mikil reynsla saman komin. Þín reynsla kemur svo smátt og smátt. Og bráðum getur þú örugglega farið að miðla öðmm feðmm og mæðrum. Gefðu þér bara góðan tíma til að kynnast barninu. Vilji og alúð skiptir öllu, ekki nákvæm- ar áætlanir. Mundu að það eru engin endanleg svör til. Umfram allt hvet ég þig, „tilvonandi pabbi“, og alla feður til að nota tækifærið til að vera með börnun- um sínum því samveran er gullið tækifæri sem kemur aldrei aftur. Og hún kennir okkur strákunum líka margt um okkur sjálfa og hjálpar okkur að fá nýja sýn á til- vemna. Sr. ÞórbaUur Heimisson. 'fri" í Hilsakoti i&fcT börnum dýrin í \ hdisakoly S handa fullorSnum Birgir Svon Símonorson Barnasöngbókin Bland í poka og dýrin í Hálsakoti Syngjum með börnunum okkar f heimi hraða og tímaskorts gleymum við stundum að huga að því sem við helst ættum að gefa gaum. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að setjast af og til niður og velta því fyrir okkur hverjum við viljum hlúa að og með hvaða hætti. öll viljum við til að mynda sýna bömum okkar ást og umhyggju, en eins og með svo margt annað gleymum við því stundum í hraða hversdagsins. Uppeldissérfræðing- ar mæla því með því að foreldrar komi sér upp ákveðnu kerfi til að að minna sig á þetta. En til að stundir sem þessar verði sem skemmtilegastar fýrir böm og foreldra er nauðsynlegt að koma sér upp sönglögum sem báðir aðilar hafa gaman af. Birgir Svan Símonar- son gaf nýverið út söngbók, Bland í poka og dýrin í Hálsakoti, með geisladiski sem innihalda frumsam- in bamalög. Bókin er fallega mynd- skreytt en myndimar passa við um- fjöllunarefni hvers lags. í bókinni em 20 lög en 16 þeirra má heyra á geisla- diskinum. Þar að auki em nótur við öll lög þannig að hægt sé að spila með á hljóðfæri. Bókin er sú fimmta í röðinni sem Birgir Svan gefur út en þrjár til bíða útgáfu. Bókina og geisladiskinn er ekki hægt að nálgast í bókabúðum, heldur hjá höfundi, á netfanginu bsvan@simnet.is eða í síma898 9571. BMftoki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.