Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2005, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2005, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 Sport DV „Þetta fór ekki á sálina á mér. Ég vissi það allan tímann að þetta væri ekki mér einum að kenna - að ég væri óheillakráka. Körfubolti er hópíþrótt og ósigrar eru aldrei einum manni að kenna. Vissulega spila leikmenn misstór hlutverk og bera mis- mikla ábyrgð en liðið vinnursam- an og tapar samars - það er eðli hóp- íþrótt- Eirfkur Önundarson, fyrirliði ÍR-inga Þessi frábæri körfubolta- maöur náöi loksins aö komast f aöra umferö úrsiitakeppninnar eftir tíu ára þrautagöngu. Hann lék lykilhlutverk I tveimur óvæntum sigurleikjum iR-inga og Njarövik og þarfað bíöa til miðvikudags til aöfáúrþvl skorið hvaða liöi Breiðhyltingar mæta I undanúrslitunum. ^ DV-myndTeitur Eiríkur Önundarson, fyrirliði ÍR-inga, upplifði eina af sínum stærstu stundum á körfuboltaferlinum á sunnudaginn. Hann og félagar hans lögðu Njarðvíkinga og komst Eiríkur þar með í fyrsta sinn í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Personulegur sigur fyrir mig og liðið Körfuknattleiksmaðurinn Eiríkur önundarson hefur verið einn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar undanfarin ár. Eiríkur hefur reyndar ekki, frekar en samherjar hans hjá ÍR, riðið feitum hesti frá úrslitakeppninni undanfarin ár en á sunnudaginn varð breyting á. ÍR-ingar slógu Njarðvíkinga út og komust í aðra umferð í fyrsta sinn síðan Eiríkur byrjaði að spila með liðinu í úrvalsdeildinni veturinn 1994 til 1995. „Það er engin spuming að þetta hefur tekið alltof langan tíma. Eg er búinn að bíða lengi eftir þessu en þegar ég hugsa um þetta núna þá borgaði biðin sig alveg. Upplifunin á sunnudaginn var slík að ég gleymdi öllum vonbrigðunum. Þetta var alveg meiriháttar. Það hefur ekki verið svona góð stemning f Selja- skólanum í langan tíma og vonandi verður framhald á því. Það hefur sýnt sig að Seljaskólinn er mikil gryfja ef áhorfendur mæta og láta í sér heyra og ekki auðvelt að leggja okkur að velli," sagði Eiríkur önund- arson f samtali við DV í gær. Ég hefverið laus við meiðsli í heilt ár nú, hefæft mikið og er í topp- formi. Það er fullt afungum strákum í liðinu sem ég hitti á hverjum degi og þeir halda mér ungum." Vonandi vendipunktur „Þetta er persónulegur sigur fyrir mig og einnig sigur fyrir liðið og ég held að liðið hafi tekið stórt skref fram á við með þessum sigrum á Njarðvík. Ég vonast til að þetta verði vendipunktur fyrir hðið því ég held að við höfúm sannað það fyrir okkur sjálfum og öllum öðrum að við get- um náð árangri ef allt liðið spilar vel. Það hefur verið samfelldur stígandi í Iiðinu allt frá því að við skiptum um Bandaríkjamann og fengum Theo Dixon. Hann er toppleikmaður og toppkarakter og hefur gefið liðinu mikið. Mér finnst við samt eiga tölu- vert inni því við klikkuðum í stórum leikjum gegn Skallagrími, Grindavík og Haukum þar sem við hefðum get- að komið okkur í betri stöðu fyrir úr- slitakepprúna. Við erum hins vegar hvergi nærri hættir og ég tel að við getum velgt hvaða liði sem er undir uggum," sagði Eiríkur sem fór fyrir sínum mönnum í leikjunum tveim- ur gegn Njarðvík og átti hreint frá- bæra leiki. Fór ekki á sálina Eins og áður sagði var Eiríkur bú- inn að bíða ansi lengi eftir að því að komast í aðra umferð úrslitakeppn- innar, heil tíu ár, og það dugði ekki einu sinni fyrir hann að fara til KR veturinn 1998-1999 en hann datt einnig út í fyrstu umferð úrslita- keppninnar með Vesturbæjarliðinu. Eiríkur sagðist aðspurður hafa hugs- að um þessa staðreynd á hverju ári sem hann hefði dottið út en sagði þetta þó ekki plaga sig. „Þetta fór ekki á sálina á mér. Ég vissi það allan tímann að þetta væri ekki mér einum að kenna - að ég væri óheillakráka. Körfúbolti er hóp- íþrótt og ósigrar eru aldrei einum manni að kenna. Vissulega spila leikmenn misstór hlutverk og bera mismikla ábyrgð en liðið vinnur saman og tapar saman - það er eðli hópíþróttar," sagði Eiríkur. Held mér ungum á æfingum Eiríkur, sem er 28 ára gamall, er Sirátt fyrir ungan aldur aldursforseti R-liðsins en hann segist ekki vera farinn að finna fyrir aldrinum. „Ég hef verið laus við meiðsli í heilt ár nú, hef æft mikið og er í toppformi. Það er fullt af ungum strákum í lið- inu sem ég hitti á hverjum degi og þeir halda mér ungum. Vissulega finn ég til ábyrgðar inni á vellinum en ég fell vel inn í hópinn - ég er ekki orðinn neinn afi ennþá," sagði Eiríkur sem sagðist trúa því að þetta væri besta ÍR-liðið sem hann hefði spilað með. „Við vorum með mjög gott lið á pappímum veturinn 1994-1995 en duttum óvænt út fyrir Skallagrími. Ætli við höfum ekki fallið í þá gryfju, sem Njarðvík féll í gegn okkur núna, að vanmeta andstæðingana. Liðið núna er hins vegar ungt og hungrað. Ungu strákarnir eru komnir með mikla reynslu og geta stigið upp þegar á þarf að halda. Liðið er vel mannað og ég held ég geti sagt það með góðri samvisku að þetta sé besta ÍR-liðið sem ég hef spilað með." oskar<s<dv.is Eggert Maríuson, þjálfari ÍR, um Eirík Önundarson Toppmaður innan vallar sem utan DV fékk Eggert Maríuson, þjálf- ara ÍR, til að leggja mat á fyrirliða sinn, Eirík önundarson, bæði sem leikmann og persónu. „Eiríkur er toppmaður í alla staði. Hann er samviskusamur og lætur gott af sér leiða. Hann lætur verldn tala inni á vellinum og er góð fyrirmynd fyrir ungu strákana í liðinu hvað varðar hugarfar til æfinga og hvemig á að halda sér f góöu formi. Hann er aldursforset- inn í liðinu en er samt f einna besta forminu. Hann fer vel meö sig og er hlnum til eftirbreytni í þeim efnum. Hann er fyrirmynd- arfyrirliði og ég myndi ekki vilja skipta á honum fyrir neinn íslenskan leik- mann." Hann er fyrirmyndarfyrirliði og ég myndi ekki vilja skipta á honum fyrir neinn íslenskan leikmann. Það þykir hveijum sinn fugl fagur og ég er afekaplega stoltur af fyrir- liða mínum," sagði Eggert Alvöru leikmaöur Aðspurður um leikmanninn Eirík sagði Eggert að hann væri klárlega einn besti sóknarmaður- inn í deildinni í dag. „Eiríkur er toppleikmaður. Hann hefúr mildnn hraða og sprengikraft sem gerir það að verkum að hann er góðtu aö keyra að körfúnni. Hann er fínn skot- maður og með mjög gott auga fyr- ir samleik. Hann er með gott mat á leiknum sem hefúr orðið betra og betra á undanfömum árum eftir því sem reynslan hefúr aukist. Eiríkur hefúr alltaf þurft að skora mikið í gegnum tíðina og ekki fengið nægilega hjálp frá samheij- um sínum en undanfarið hefur hann haft betri menn í kringum sig og því getað einbeitt sér að því að gera aöra leikmenn í liðinu betri. Hann er ekki undir jafii mik- illi pressu og áður að þurfa að eiga stórleik til að liðið vinni og það hefur hjálpað honum. Ég hef leyft honum að spila sem skotbakvörð- ur og leyst hann undan skyldunni að bera boltann upp völlinn allan leikinn og það hefúr svínvirkað. Hann er inikill skorari en hefúr líka þróað það með sér að spOa aðra uppi. Hann sýndi það í leikj- unum gegn Njarðvík hvers konar leikmaður hann er. Þar steig hann upp og átti tvo stórleiki - slíkt gera aðeins alvöm leik- v, i menn."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.