Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2005, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005
Kærisáli DV
Fingralengd segir til um árásargirni
Kanadískir vísindamenn telja
sig hafa fundið leið til að bera
kennsl á þá karlmenn sem eru
árásargjarnari en aðrir. Eftir því
sem vísifingurinn er styttri í hlut-
falli við baugfingur er tilhneig-
ingin til líkamlegrar árásargirni
meiri. f fyrstu töldu vísinda-
mennimir þetta vera eins og
hverja aðra vitleysu en komust
að því að þetta mætti til sanns
vegar færa. Er fingralengdin talin
meðal annars ráðast af því
hversu mikið af karlhormónin-
um testesteróni þeir fá í móður-
kviði. Því meira af hormónum,
því meiri árásargirni. Fingra-
lengdin og hlutföllinn milli
baug- og vísifingurs hafa ekki
sömu þýðingu hjá konum.
Ertu alkóhólisti
1. Hefur þú einhvern tíma misst úr vinnu
vegna áfengisdrykkju?
• Já
9 Nei
2. Telur þú að áfengisneysla þin hafi
slæm áhrif á heimilislíf þitt?
• Já
9 Nei
3. Drekkur þú stundum til að drsga úr
feimni þinni gagnvart öðru fólki?
9 Já
9 Nei
4. Telur þú að áfengisneysla þin hafi
skaðað mannorð þitt?
9 Já
9 Nei
5. Hefur þú fundlð fyrir sektarkennd i
kjölfar drykkju?
9 Já
9 Nei
6. Hefur þú átt í fjárhagsörðugleikum
sem rekja má til áfengisneyslu?
9 Já
9 Nei
7. Leitar þú f félagsskap einstaklinga
sem þú telur verr setta en þú þegar þú
neytir áfengis?
9 Ja
9 Nei
8. Flnnur þú fyrir kæruleysi gagnvart
velferð fjölskyldu þinnar þegar þú
drekkur?
9 Já
9 Nei
9. Hefur dregið úr metnaði þfnum vegna
drykkju?
9 Já
9 Nei
10. Sækir að þér löngun f áfengi á
ákveðnum tíma dagins?
9 Já
9 Nei
11. Langar þig oft til að halda
drykkjunni áfram daginn eftir?
9 Já
9 Nei
12. Veldur drykkjan þvf að þú átt erfitt
með svefn7
9 Ja
9 Nei
13. Hefur dregið úr afköstum þfnum
samhliða aukinni drykkju?
9 Já
9 Nei
14. Hefur áfengisneyslan haft slæm áhrif
á nám þitt, vinnu eða viðskipti?
9 Já
9 Nei
15. Drekkur þú til að slaka á?
9 Já
9 Nei
16. Drekkur þú f einrúml?
9 Já
9 Nei
17. Hefur komið fyrir að þú hefur misst
minnið vegna drykkju?
9 Já
9 Nei
18. Hefur þú þurft að leita þér læknis-
hjálpar vegna drykkju?
9 Já
9 Nei
19. Drekkur þú tll að auka sjálfstraust
þltt?
9 Já
9 Nei
20. Hefur þú lent á spftala eða stofnun
vegna áfengisdrykkju?
9 Já
9 Nei
Ef þú svara einni af spurningunum ját-
andi eru það greinilegar vfsbendingar
um að þú sért alkóhólisti
Ef þú svaraðir tveimur spurningum ját-
andi eru Ifkur á þvf að þú sért alkóhólisti
Ef þú svaraði þremur eða fleiri spurning-
um játandi bendir flest allt til þess að þú
sért alkahólisti
Til eru mörg áfengispróf sem ætlað er að
gefa fólki vfsbendingar um ástand sitt.
Prófið hér að ofan er eftir Dr. Robert V.
Sellger en hann útbjó það fyrir Háskóla-
sjúkrahús John Hopkins f Baltimore.
Gunnar Kvaran segir fundi Heiðursmanna SÁÁ afar skemmtilega enda hafi félags-
skapurinn vaxið mjög hratt og örugglega.
Heiöursmenn snua hok-
um saman nagn áfengi
„Það eru hörkukarlar í þessum fé-
lagsskap, menn sem vita að þeir
þurfa ekki að vera feimnir við að op-
inbera vandamál sín," segir Gunnar
Kvaran, meðlimur í Heiðursmönn-
um, en það er félagsskapur karla
innan samtaka SÁÁ sem hafa það að
markmiði að efla starf samtakanna
auk þess sem þeir styðja hvern ann-
an í baráttunni gegn því böli sem svo
oft hlýst af áfengis- og vímuefna-
neyslu.
„Eins og nafnið gefur til kynna þá
er þetta félagsskapur karla, þeirra
sem hafa sjálfir átt við áfengisvanda-
mál að stríða, eiga aðstandendur
sem eru í neyslu eða bara menn með
áhuga á málefnum SÁÁ því fundirnir
eru öllum opnir.“
Starfsemi Heiðursmanna er í
sífeldri mótun en kjarni hennar er sá
að hópurinn hittist hálfsmánaðar-
lega á fimmtudögum í hádeginu á
Vogi, og ræðir þar landsins gagn og
nauðsynjar eins og segir á heimasíðu
SÁÁ.
Vaxa hratt og örugglega
„Þetta eru mjög skemmtilegir
fundir og vel mætt á þá,“ segir Gunn-
ar með áherslu og sannfæringar-
krafti eins og honum er lagið. Við
fáum til okkar góða gésti, oft þjóð-
kunna menn svo sem ráðherra,
alþingismenn og aðra sem eitthvað
áhugavert hafa fram að færa og fjöll-
um um ýmis mál sem varða starf SÁÁ
og svo þau sem varða samfélagið
hverju sinni. Eftir ffamsöguna
spinnast svo oft líflegar umræður
sem gaman er að taka þátt í eða
hlýða á,“ segir Gunnar og víst er að
óhætt er að leggja trúnað á orð hans
því um það bil 150 manns hafa skráð
sig í félagið þótt aðeins séu rúm tvö
ár síðan það tók til starfa. Það má því
segja að starfsemin hafi vaxið hratt
og örugglega og margt gott hlotist af.
Heiðursmenn á Norðurlandi
„Hópur Heiðursmanna er orð-
inn mjög sterkur og er góður bak-
hjarl við starfsemi SÁÁ, en því mið-
ur er hann einungis starfræktur á
höfuðborgarsvæðinu eins og er en
við erum nú að færa út kvíarnar og
blása til fundar Heiðursmanna á
Ákureyri í næsta mánuði svo menn
á Norðurlandi geti stofnað sams-
konar félagsskap.
Ég sjálfur fór í meðferð 1980 og
hef sem betur fer ekki farið út af
brautinni síðan þannig að nú eru að
verða 25 ár sem ég hef verið án
áfengis. Ég hef tekið virkan þátt í
samtökunum við ýmis sjálfboðaliða-
störf frá 1981 en fyrir tveimur og
hálfu ári tók ég til starfa sem ffam-
kvæmdarstjóri Félags- og út-
breiðslusviðs SÁÁ. Þannig hef ég get-
að lagt mitt af mörkum til að vinna
veg samtakanna sem mestan en það
eru ótal menn og konur sem hafa
unnið ómetanlegt starf innan þeirra
og lagt grunninn að grasrót samtak-
anna til framtíðar.”
Þeir sem hafa áhuga á félagsskap
Heiðursmanna SÁÁ geta haft sam-
band við Gunnar Kvaran í netfangið
kvaran@saa.is eða í síma 824-7610.
karen@dv.is
Bandarískir vísindamenn telja sig hafa fundið orsök samskynjunar
Af hverju er A rautt og S gult?
Talið er að allt að einn af hverjT
um tvö þúsund séu haldnir allsér-
stöku ástandi sem veldur því að
skynfærin fimm blandast saman.
Heitir það samskynjum og getur
valdið því að sumir sjá ákveðna liti
þegar þeir heyra tónlist eða lesa orð.
Aðrir finna bragð af orðunum.
Vísindamenn í Bandaríkjunum
segja að rekja megi orsakir sam-
skynjunar allt aftur til vistarinnar í
móðurkvið. Heilataugum slær ein-
L . ,PP.
PPPPPPPPP, jji.
pppppppppppr
pppppppppppp
pppppppppppp
Ipppppppppppp
Litakort eða nótnablað? Mismunandi
litirgeta vakið mismunandi viðbrögð, til
dæmis kallað fram mismunandi tegundir
aftónlist.
faldlega saman sem veldur því að
fleiri heilastöðvar en venjulega
verði virkar við eitthvað eitt ákveðið
áreiti. Til dæmis ef einstaklingur sér
töluna fimm, skrifaða í svörtu bleki
á hvítan grunn, virkjar hann stöð í
heilanum sem ber kennsl á tölur.
Einstaklingur með samskynjun get-
ur þá einnig virkjað aðrar stöðvar,
tO dæmis litagrunninn, og kallar
þessi ákveðna tala þá fram einhvern
ákveðinn lit.
Var heilastarfssemin könnuð hjá
einstaklingum sem voru ýmist með
samskynjun eða ekki og eru niður-
stöður rannsóknarinnar byggðar á
því. Það kom einnig í ljós að sumir
þeirra sem eru með samskynjun
eiga betur með að sjá og aðgreina
liti. Segja vísindamennimir það
enga tilviljun að samskynjun er átta
sinnum algengari meðal lista-
manna en annarra.