Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2005, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2005
Menning DV
Rússi í tangó
Rússneski fiðlusnillingurinn
Maxim Vengerov er kominn til
landsins en hann mun leika á
tvennum tónleikum ásamt Sin-
fóníuhljómsveit íslands dagana
7. og 9. apríl. Þetta er önnur
heimsókn þessa fræga fiðluleik-
ara til landsins en hann var gest-
ur Listahátíðar 2002 og skildi þá
áheyrendur sína eftir með blæð-
andi hjartasár, en mun maður-
inn vera virtuós á sín hljóðfæri
og skiptir þá litiu þó hann grípi í
gamla Stradivarusinn sinn, raf-
fiðlu eða barokkflðluna sem
honum er töm. í fféttatilkynn-
ingu Sinfóníunnar segir: „Maxim
Vengerov er óumdeilanlega ein
skærasta stjama hins ldassíska
tónlistarheims um þessar mund-
ir og koma hans hingað til lands
er stórviðburður. Engum blöð-
um er um það að fletta að hann
er risi í listaheiminum og er á fáa
hallað þegar fullyrt er að þessir
tónleikar séu einn athyglisverð-
asti viðburður tónleikaársins hjá
Sinfóníuhljómsveit íslands."
Enn bætist í fiðiusafn hans
því á fimmtudagskvöld og laug-
ardag mun hann grípa í víóluna.
Þessi djúpraddaða systir fiðlunn-
ar er frekar ný í höndum hans,
en hann hóf að leika á hana fyrir
aðeins tveimur ámm. Þeir Sin-
fóníumenn hafa eftir honum:
„Með víólunni get ég sagt hluti
sem ég get ekki sagt með fiðl-
unni," segir Vengerov. „Tónsvið-
ið er auðvitað dýpra og neðsti
strengurinn er í miklu uppáhaldi
hjá mér. Að spila á fiðlu er eins
og að keyra sportbíl en að leika á
víólu er eins og að vera undir
stýri á kraftmiklum trukki."
Aksturslag meistarans verður
heyranlegt í Víólukonsert Benja-
mins Yusupov sem stjómar
hljómsveitinni á tónleikum vik-
unnar. Önnur verk á dagskránni
á fimmtudag em Dögun við
Moskvufljót eftir Modest Múss-
orskíj. Þá verða tekin tvö númer
sem em tilgreind án höfundar í
tilkynningum Sinfóníunnar, Go
Tango og Postiudium, en efnis-
skráin er síðan öll með Pathet-
ique - sjöttu sinfóníu Pjotr Tsja-
jkovskíj. Mun Vengerov leika á
rafmagnsfiðlu á fimmtudag og
óhætt er að segja að þar kveði
við annan tón! Að auki ætlar
hann að sýna dans, í einum kafla
verksins mun hann stíga tangó
við dansfélaga sinn.
Virtustu verðlaun Bandaríkjanna, Pulitzer-verðlaunin, voru veitt á mánudaginn.
Þau eru ekki bara veitt fyrir blaðamennsku í fjölmörgum aðskildum flokkum
heldur lika fyrir fagurbókmenntir og tónsmíðar. Þau nema í hverjum flokki tíu
þúsund dölum og hafa mikil áhrif á stöðu og velsæld verðlaunahafanna.
Það hafa löngum verið skáldsagnaverðlaunin sem mesta athygli
vekja, en þau voru að þessu sinni veitt skáldkonunni Marilynne
Robinson fyrir skáldsöguna Gilead sem er önnur saga hennar.
Hún er áður kunn fyrir skáldsöguna Housekeeping (1981) sem
var margverðlaunuð og tilnefnd til Pulitzer-verðlauna þá. Mari-
lynne starfar við kennslu auk ritstarfa og hefur hlotið ýmsar við-
urkenningar fyrir framlag sitt.
í Gilead segir frá séra John Ames
sem finnur að líf sitt er að lokum
komið og skrifar þá syni sínum bréf
um sig og forfeður sína. Pabbi
prestsins var predikari í Iowa en af-
inn hafði sem ungur maður séð sýn
þar sem Kristur lá í hlekkjum og
réðst því gegn þrælahaldinu. Hann
predikaði að ungir menn skyldu
halda í stríðið og var sjálfur fimm-
tugur í borgarastríðinu þar sem
hann missti sjón á auga. Milli
þeirra feðga takst á sjónarmið frið-
arsinnans og þess herskáa sem vill
láta skera til stáls í öllum málum.
Þá greinir sagan frá erfiðu sam-
bandi John Ames við nafni sinn,
son besta vinar síns. Gilead leiðir í
ljós hvernig sagan lifir í gegnum
kynslóðirnar og hvernig klerkurinn
De Kooning-hjónin í upphafi ferils sfns.
Barcelona. Moonstruck fékk hann
Óskar fyrir. Hann skrifaði einnig
handrit að Alive og Congo sem
báðar eru kunnuglegar. Shanley er
virkur leikstjóri bæði á sviði og í
kvikmyndum. í Doubt segir frá
konu sem starfar við kaþólskan
skóla í Bronx árið 1964 og verður að
taka erfiða ákvörðun sem byggir á
veikri grunsemd.
lengsta starfsævi þeirra þriggja og
var að fram á áttunda áratuginn.
Bóhemar
Verkið hefur verið tíu ár í smíð-
um og rekur ævi þessa áhrifamikla
listamanns í hundruðum viðtala,
bréfum og skjölum. De Kooning
var Hollendingur og menntaður
þar í landi í klassískum listum og
gyllingu. Hann kom sem laumufar-
þegi til New York 1926 og kynntist
þá öðrum innflytjanda, Arshile
Gorky. De Kooning var áberandi í
bóhemíu New York á kreppuárun-
um en tók ekki að sýna fyrr en 1948.
Hann var alræmdur á sinni tíð
fyrir glæsileik og harkalegt sukk,
stormasamt hjónaband og kraft-
miklar myndir sínar, bæði afstrakt
og útleggingar kvenlfkamans. Ferli
hans lauk með sterkum einkenn-
um alzheimer en hann hélt þó
áfram að mála magnþrungin verk
til hins síðasta.
Þetta er fyrsta heilstæða ævisaga
þessa mikla meistara. Höfundar
eru þau Mark Stevens og Annalyn
Swan. Mark starfar sem er gagn-
rýnandi • New York magazine og
hefur starfað áður á New Republic,
Newsweek og skrifað fýrir blöð á
borð við Vanity Fair, New York
Times og The New Yorker. Sam-
starfskona hans er Annalyn Swan
sem á að baki feril sem blaðamaður
á Time og gagnrýnandi á
Newsweek. Þetta eru New York-
búar.
Ljóð og tónar
Ýmsum kann að koma það
spánskt fyrir sjónir að Pulitzer-
Marilynne Robinson
hefur komist til þroska og hvernig
trúin hefur mótað hann.
Afganistan
Verðlaunahafinn í þeirri deild
sem kölluð er Non-fiction er eng-
inn nýgræðingur. Steve Kroll vann
verðlaunin fyrir fréttaskýringar eða
explanatory journalism árið 1990
og hefur verið í ritstjórnarliði The
Washington Post frá 1998 . Hann
fjallaði mikið um Afganistanstríðið
sem yfirmaður Suður-Asíu deildar
blaðsins frá 1989 til 1992. Verð-
launin fær hann nú fyrir verkið
Ghost Wars: The Secret History of
the CIA, Afghanistan, and Bin
Laden, from the Soviet Invasion to
September 10, 2001 sem er fáanlegt
í Penquin-útgáfu.
Sagnfræði
Verðlaunin fyrir sagnfræðirit
falla í skaut Davids Hackett Fisher
fyrir verkið Washington’s Crossing
sem segir frá atvikum sem leiddu til
þess að hershöfðinginn sótti yfir
Delaware-fljót með vanbúinn her
sinn og háði úrslitaorustu frelsis-
Crossing
Washington’
Leikskáldið
Það er gamafl og reyndur refur
úr leikskáldahópi, John Patrick Sh-
anley, sem fær verðlaunin fyrir
leikverk í ár. Hann er New York-búi
í húð og hár og hefur sent frá sér
fjölda verka. Meðal frægustu verka
hans er Danny and the Deep Blue
Sea, en önnur eru Savage in Limbo,
Beggars in the House of Plenty,
Welcome to the Moon, Where’s My
Money, and Dirty Story. Tvö verka
hans eru til sýninga í New York um
þessar mundir, Doubt sem hann er
verðlaunaður fyrir og Sailor’s Song.
Handritahöfundur
Þá er hann ekki síður afkasta-
mikill handritahöfundur. Five
Corners, Moonstruck, The January
Man og Joe Versus the Volcano
hafa allar komist á hvíta tjaldið og
er Moonstruck líklegast þeirra
þekktust. Five Corners færði hon-
um verðlaun á leikhúshátíðinni í
Washington's Crossing
stríðsins. Hackett er virtur fræði-
maður, prófessor við Brandeis og
var um tíma við Háskólann í Ox-
ford. Hann hefur sent frá verk eins
og Albion’s Seed, The Great Wave
og Paul Revere’s Ride.
De Kooning
Ævisagan sem fær verðlaun í
þeim flokki er fyrsta verkið sem
reynir að ná um ævi og störf
bandaríska málarans Willems de
Kooning sem var á fjórða áratug
síðustu aldar einn þeirra sem mót-
uðu stefnu afstraktsins sem í
Bandaríkjunum var kennt við ex-
pressjónismann og á sér anga hing-
að í Kristjáni Davíðssyni. Aðrir
straumbreytar vestanhafs í þeim
hóp voru þeir Ashile Gorky og
Jackson Pollock. De Kooning átti
Nafnlaust verk eftir meistarann de Kooning
verðlaun skuli veitt fyrir bundið
mál. Verðlaunahafinn Ted Kooser
er lárviðarskáld Bandaríkjanna um
þessar mundir. Hann á að baki
fjölda bóka, átta ljóðabækur hefur
hann sent frá sér auk fleiri rita.
Hann vann lengst af sem fram-
kvæmdastjóri hjá tryggingafyrir-
tæki en er nú kominn á ellilaun og
býr í Garland í Nebraska.
Þá eru veitt verðlaun fyrir tón-
smíðar og féllu þau að þessu sinni í
hendur Stevens Stucky fýrir
Second Concerto fyrir hljómsveit.
Verkið er um 25 mínutur að lengd
og skrifað fyrir strengjasveit og val-
inn hóp blásturshljóðfæra með
fjölbreytilegu framlagi ásláttar-
hljóðfæra.
Ævisaga de Kooning.
UMKSTlVEItS nl HMMlVVSWm