Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 3 Þao sem ungur nemur... Skyndimyndin Afmæli Glímusambandsins Glíman á ennþá erindi til unga fólksins, llkt og beriega kom í Ijós á fjörutíu ára afmæli Glimusambands Islands igær. I Það var fjör á fjörutíu ára afmæli Glímusambands íslands sem haldið var í Hagaskóla um helgina enda saman komnir helstu glímumenn landsins. Glíman er þjóðaríþrótt íslendinga og því tilefni til að fagna þátttöku yngri kynslóðarinnar í henni. Þetta unga fólk var í fullum herklæðum á afmælishátíðinni og hver veit nema framtíðarghmukóngur íslands leynist í hóp þessara hraustmenna sem horfðu á fyrirmyndir sínar glíma í tilefni dagsins. Það má ljóst vera að bumba dómarans er börnunum ekki eins hugleikin og átökin sem eru að eiga sér stað á gólfinu þó að ljósmyndarinn hafi náð þessari skoplegu hlið á filmu sína. Spurning dagsins Ætlarðu að sækja kvikmyndahátíð? Ætla að fjárfesta í passa „Já, vá, ég er búin að fara á tvær myndir, Maria full ofgrace sem var mjög átakan- leg og Motorcycle Diaries sem var mjög áhugaverð mynd. Svo er hellingur af myndum sem mig langarað sjá enda ætla ég að fjárfesta í passa á hátíðina efhann er ennþá í boði" Alma Guðmundsdóttir tónlistarmaður. „Nei, ég er flutt til Danmerkur." Kamilla Ingi- bergsdóttir mannfræð- ingur. Hlynur Bæringsson, þjálfari og málari. „Ég geri ekki ráð fyrir því ég hefnóg annað að gera. Það er búið mikið að gera í boltan- um svo frítím- inn ferí að vera með fjölskyld- unni." Sverrir Þór Sverrisson málari. „Ég er búin að -sjá Garden State og það gæti verið að maður kíkti aftur en ég varð fyrir svolitlum vonbrigðum með þá mynd, ég hélt hún væri meira hressandi. Annars er ég mjög heit fyrir Motorcycle Diaries, hana langar mig að sjá." Rakel McMahon myndlistarnemi. Kvikmyndahátíðir eru orðnar stór hluti af menningarviðburðum á (slandi. Nú er ein slík í gangi og er það mál manna að sjaldan hafi verið eins mikið útval af góðum myndum og ef marka er viðmæl- endur DV þá er ekki vitlaust að bregða sér í bíó. Eftirminnilegasti tónleikatúr allra tíma „Þetta var mjög frægur túr og ein- hver sú alsögulegasta ferð sem ég hef farið með nokkrum íslenskum hljómlistarmanni,“ segir Kristinn T. Haraldsson, betur þekktur sem Kiddi Rót um gömlu myndina að þessu sinni. Hún er tekin við upphaf tónleikatúrs Megasar um landið árið 1987. Auk Kidda og Megasar stendur Hjörtur Hjartarson hægra megin og Sigurður Kristinsson situr á hækjum sér. „Við vorum algerlega auralausir allan tímann og það var sofið á gólf- um allra helstu félagsheimila lands- ins og lifað á hafragraut. Sérstaklega er mér minnistæð gistingin í félags- heimilinu á Raufarhöfn. Þar komumst við yfir haframjöl sem við bjuggum til graut úr. Auraleysið var hins vegar svo mikið að við urðum að nota vatn til að kæla niður graut- inn í stað hefðbundinnar aðferðar, með mjólk. Þetta þýddi frka að þegar við komumst í gistingu hjá vinum og vandamönn- um voru þeir "f • tekninga- laust étnir út á gaddinn, þar sem við vissum engan veginn hvenær við fengj- um að éta næst,“ segir Kiddi. ÞAÐ ER STAÐREYND... ...að um 26.000 manns særast eða deyja afvöldum jarðsprengja ár hverí og þær kosta 180 krónur i framleiðslu en 60.000 að fjarlægja. Að skita i hreiður Sá sem skítur í eig- ið hreiður er að valda sjálfum sér álitshnekkj- um. Fuglargera sér hreiður eins og víðþekkt er. Sumir Málið þeirra ganga snyrtilega um hreiðrið, en aðrir drita þar eins og hvar annars staðar. Er hreiðrið þá skítugt fyrir allra augum. Menn sem skíta í eigiö hreiður eru að flekka eigið mannorð. ÞEIR ERU FEÐGAR Varnarjaxlinn & eldhuginn Sverrir Garðarsson, FH-ingurinn og einhver efnileg- asti knattspyrnumaður landsins er sonur Garðars Sverrissonar, fráfarandi formanns Öryrkjabandalags- ins. Sverrir hyggst verja Islandsmeistaratitilinn í , , knattspyrnu ísumar og verður faðir hans örugglega j|l á pöllunum að hvetja son sinn til dáða. Garðar hefur verið I sviðsljósinu sem einn í hörðum hópi þeirra sem stuðluðu að hingaðkomu Bobbys Fischer. Og urðu þeir þá óvæntir bandamenn, Garöar og Davíð Oddsson utanríkisráðherra.sem áðurhöföu hildi háð hvað varðaði málefni Öryrkjabandalagsins. Pólýhúðun 'nnb akað Pólýhúðum: Utanhússklœðning álgluggar bárujárn stálvirki handrið gler sólbekki vatnsbretti o.fl. o.fl Duftl, akk ^ BIIq H^álrrii ’■ ................ Þessir byggja til framtíðar... ...og við hjálpuðum þeim. Vilt þú byggja til framtíðar? lager 350 RAL líti Pólýhúðun ehf S: 544 5700 * www.polyhudun.is Smiðjuvegi 1 * 200 Kópavogur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.