Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2005, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2005, Page 8
8 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 Fréttir DV Fær2000 heim- sóknirádag Snæfríður Aþena Stef- ánsdóttir, nemi í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, fær um 2000 heimsóknir á dag á bloggsiðuna sína: blog.central.is / snowbeauty „Ég byrjaði að blogga í desember en þessi fjöldi heimsókna kom mér á óvart. Ég hélt fyrst að þetta væri einhver galli í kerfinu en þetta er búið að vera svona í nokkurn tíma,“ segir Snæfríður. Athygli vekur að á heimasíðu hennar er kynh'fssögur í 12 köflum sem Snæfríður fann á netinu. Hvort það séu kynlífssögurnar sem trekkja að 2000 heimsóknir á dag skal hins vegar ósagt látið. Stuðningsmenn körfuboltaliðs Keflavíkur fögnuðu íslandsmeistaratitli á laugardagskvöld- ið. Þeir hrintu manni á áttræðisaldri í götuna og veittust að móður körfuboltamanns Snæfells. Þá lá leiðin til Borgamess þar sem þeir kölluðu afgreiðsludömur tussur. Handtekinn Sftít skrif í agbók Átján ára drengur var verið handtekinn í Banda- ríkjunum fyrir að skrifa um skotárás í skólanum sínum í dagbókina sína. Málið hefur vakið mikla athygli þar sem enginn glæpur var framinn. Lögreglan segir að allar vís- bendingar haíi bent til þess að drengurinn hafl verið að skipuleggja skotárás í skól- anum og að þeirra starf sé að fyrirbyggja blóðbað. Amma drengsins fann dag- bókina og kallaði á lögreglu. Þegar hafa verið stofnuð samtök sem berjast fyrir frelsi drengsins og borguðu meðal annars tryggingu fyrir hann. Móöíp og ali köpfuboltamanns irðu fyrir árás Stykkishólmur Uppi varð fótur og fit þegar Keflvíkingar Bretaprins spjallaði við Mugabe Stuðningsmenn körfuboltaliðs Keflavíkur réðust tugum saman að móður körfuboltamannsins Ingvalds Magna Hafsteinssonar, körfuboltamanns Snæfells, eftir að Keflavík lagði Snæfell í Stykk- ishólmi á laugardaginn og varð Islandsmeistari. Afi körfubolta- mannsins reyndi að koma dóttur sinni til bjargar með því að ráðast að Keflvíkingunum, að sögn vitna. Stuðningsmenn Keflavíkur eru á því að Maggý Hrönn Hermanns- dóttir, móðir körfuboltamannsins, hafi átt upptökin að átökunum með því að henda trommukjuðum þeirra í gólflð í fyrri leik liðanna og hrækja að þeim á laugardagskvöldið. Áttræður til bjargar Sjálf hefur Maggý skrifað ávarp til Keflvíkinga vegna atviksins. „Þegar við ofurefli er að etja eins og ég varð fyrir af hálfu fjölda stuðningmanna ykkar urðu við- brögðin eins og þið vitið best. Ég sem sagt hrækti í áttina að ykkur og á jörðina fyrir framan ykkur. Það er að mínu mati ekki hægt að sýna meiri fyrirlitningu en ég sýndi og meinti," segir hún og út- skýrir því næst hvernig það kom til að faðir hennar réðist að tuga manna hópi Keflvíkinga. „Faðir minn sem af ótta við að trylltur lýðurinn gengi frá dóttur sinni sýndi einmitt þau við brögð sem hrædd manneskja gerir til að verja afkvæmið sitt, þótt komið sé til ára sinna.“ Ekki náðist í Maggý vegna málsins í gær, en hún hafði þá ekki enn kært árásina, að sögn lög- reglunnar í Stykkishólmi. Blótuðu í Borgarnesi Eftir fögnuðinn í Stykkishólmi lá leið Keflvíkinganna með rútum suð- ur og var stoppað á Hyrnunni í Borg- arnesi. Vaktstjóri bensínafgreiðslu Hyrnunnar segir framkomu stuðn- ingsmannanna hafa verið skammar- lega. „Þetta var eins og í kattarbúri, milljón læður að breima - annarleg öskur og læti. Þeir kölluðu starfs- stúlkurnar í bensínstöðinni helvítis tussur og merar og notuðu alls kyns ókvæðisorð," segir Erlendur SarmU elsson bensínvaktstjóri og harmar hegðun stuðningsmannanna í garð ungra starfsstúlkna. „Þetta eru stelp- „Faðir minn sem afótta við að trylltur lýðurinn gengi frá dóttur sinni sýndi einmitt þau við brögð sem hrædd • manneskja gerir til að verja af- kvæmið sitt." Ingvaldur Magni Haf- steinsson Móðir körfuknatt- leiksmannsins knáa hjá Snæ- felli lenti í átökum við stuðn- ingsmenn Keflavíkur og faðir hennará áttræðisaldri reyndi að koma henni til bjargar. ur sem em nýorðnar 17 ára. Þeir vom bara að versla í sjoppunni og báðu um bjór. Bjór er ekki seldur í sjopp- unni og þær bentu þeim á að fara inn í veitingar. Þá misstu þeir stjórn á sér.“ Líkamsárásir í Keflavík Eftir stoppið í Borgarnesi lá leiðin heim í Keflavik. Þar urðu nokkrar líkamsárásir í tengslum við fögnuð- inn yfir íslandsmeist- aratitlinum, að sögn lögreglu. jontrausti@dv.is Maraþon á Isafiröi Hin 66 ára Patricia Tabram flutti inn dóp Karl Bretaprins hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa tekið í höndina og spjallað við Robert Mugabe forseta Zimbabwe í jarðarför Jóhannesar Páls páfa. Upplýsingafulltrúi prinsins segir forsetann hafa komið til Karls hon- um að óvömm og hann hafi ekki verið í aðstöðu til að neita en ítrekar að Karl sé mót- fallinn stefnu forsetans. „Þetta var kjörið tæki- færi til að virða forsetann að vettugi og sýna honum þar með óvirðingu. Að klúðra því er hrein og bein heimska," er meðal gagn- rýninnar sem prinsinn hef- ur fengið. Kannabispíslarvottur sleppur við fangelsi Amman sem var hand- tekin fyrir kannabis-eign mun ekki fara í fangelsi. Dómarinn, David Hodson, sagði við útskurð sinn að þar sem hann vissi að hin 66 ára Patricia Tabram vildi verða píslavottur í barátt- unni fyrir lögleiðingu kannabisefna ædaði hann ekki að veita henni það Hassamman Nú verða tækifæri. í staðinn dæmdi vinirnir að redda efninu hann Tarbram í sex mán- annars staðaren hún aða skilorðsbuncfið fangelsi ^aðnMið. og til að borga sekt. Tabram sagði vinum sínum að nú yrðu þau að redda sér efninu annars- staðar en hún myndi glöð halda áfram að elda og baka handa þeim enda segist hún ekki ætla að hætta að nota efnið. Tabram kynntist efninu eftir að hafa lent í bílslysi. Henni þótti efnið hafa góð áhrif á þunglyndi og meiðsli. í staðinn fyrir að reykja efnið notaði hún það frekar í súpur, kökur og kássur. Tabram átti marga viðskiptavini sem flestir voru á svipum aldri og hún og áttu við þunglyndi eða önnur eymsl að stríða. Hún ætlar að beita sér af fullum krafti í baráttunni fyrir lög- leiðingu kannabiss auk þess sem hún er að skrifa bókina Grandma Eats Cannabis, eða Amma borðar kannabis. Þegar Tabram yfirgaf dómshúsið var hún heiðruð af hundruðum að- dáenda sem biðu fyrir utan og klöpp- uðu fyrir henni. „Það liggur á að undirbúa frumsýninguna. Senda út boðslista og gera plakat. Og já, svo er ég að bæta inn á kreditlistann. Reyna að muna eftir öllum/'segir Þorgeir Guðmunds- son kvikmyndagerðarmaður. Hann frumsýnir á föstudaginn heimildarmyndina Bítlabær- inn Keflavik.„Frumsýningin verður í bíóinu íKeflavik og svo verður myndin sýnd á Alþjóð- legu kvikmyndahátíðinni. Ég er mjög spenntur. Hún hefur verið rúmt ár i vinnslu en það eru nú komin fimm ár síðan við nefndum þessa hugmynd fyrst við Rúna Júl." Lærðu í sólarhring 10. bekkur Grunnskóla ísafjarðar tóku þátt í námsmaraþoni í sólar- hring, frá föstudagsmorgni til laugar- dagsmorguns um helgina. „Þetta gekk mjög vel en það er ekki enn komin heildarsöfnunarupphæðin en krakkamir munu rukka inn áheitin í vikunni," segir Alma G. Frímanns- dóttir kennari. Markmið námsmara- þonsins var að safna fyrir skólaferða- lagi sem nemendur 10. bekkjar hyggj- ast fara í vor. „Það er ekki enn búið að ákveða hvert krakkamir fara en það verður innanlands," segir Alma. For- Hvað liggur á? eldrar sáu um að aðstoða krakkana og vera með þeim á meðan á maraþon- inu stóð. „Alls vom um 55 krakkar sem tóku þátt og fjölmargir foreldrar líka," segir Alma. Námsmaraþonið nýtist krökkunum vel því lögð var áhersla á samræmdar greinar en það styttist í samræmdu próf 10. bekkinga sem er haldin em í maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.