Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2005, Qupperneq 17
DV Heilsan
MÁNUDAGUR 7 7. APRÍL 2005 17
Erfðatengdur svefngalli
Ef þú ert með eindæmum árrisull,
gætir þú verið haldinn ástandi sem
heitir á ensku FASPS. Það er ástand
sem lýsir sér þannig að sama hvað
maður reynir, alltaf er maður glað-
vaknaður eldsnemma að morgni
þegar allir aðrir eru sofandi. Á móti
kemur að mikil þreyta sækir á menn
snemma á kvöldin og skapast þá
hálfgerður vítahringur. FASPS hefur
verið rannsakað og telja vís-
indamenn í Kalifomíu að
ástandið sé erfðatengt.
Fimm fjölskyldumeðlimir
sem allir voru haldnir þess-
um „kvilla" voru rannsakaðir
og kom í ljós að allir voru þeir
með stökkbreyttan erfðavísi sem
veldur því að líkamsklukkan var
hreinlega rangt stillt. Það eru til þó
nokkur meðferðarúrræði
en margir hafa sætt
sig við ástandið og
finnst gott að
vakna fyrir allar
aldir. Öðrum
finnst þeim vera
úr takti við alla
aðra og eru ekki
ánægðir. Hægt er
að finna upplýsingar
um FASPS á netinu, til
dæmis með hjálp
google.com leitarvélinnar.
Handleqqsbrotnaði
í körfubolta
„Ég spila fótbolta og körfubolta,“ segir tónlist-
armaöurinn Egill Ólafur Thorarensen, einnig
þekktur sem Tiny I Quarashi. „Annars er ég lltið I þess-
um málum. Við félagarnirspilum körfubolta einu
sinni f viku og svo förum við útf fótbolta efveður leyfir.
Það er mikið fjör. Ég get reyndar ekkert gert næstu
tvær vikurnar þar sem ég er handleggsbrotinn,
einmitt eftir körfuboltann.'
Fyrir alþingi liggur tillaga Ástu R. Jóhannesdóttur um aö hreyfing verði að meðferðarúrræði í heilbrigðis-
kerfinu. Að læknar geti skrifað upp á að sjúklingur til dæmis labbi og syndi ákveðið oft í viku og borði
eftir ákveðinni áætlun - í stað þess að skrifa upp á lyf eða vísa í önnur meðferðarúrræði. „Hugmyndin er
góð,“ segir Jóhann Ágúst Sigurðsson heimilislæknir en varar við þeim hættum sem kunni þar að leynast.
UppáskrM hreyflng
Árskort í Ifkamsræktina
i
Samfylkingarþingkonan Ásta R.
Jóhannesdóttir stendur fýrir tillögu
sem nú liggur fyrir á alþingi. Hún
snýst um að hreyfing verði gerð að
meðferðarúrræði í heilbrigðiskerfinu.
í tillögunni segir að heilbrigðisráð-
herra skuli skipa nefnd til að undir-
búa slikan kost í heilbrigðiskerfinu,
sem lækning og í fyrirbyggjandi til-
gangi þannig að læknar geti vísað á
hreyfingu sem meðferð við sjúkdóm-
um á sama hátt og á lyf eða læknisað-
gerðir.
„Ég veit ekki hvort ég muni fá að
mæla fýrir tillögunni fyrir vorið en ég
mun alla vega reyna að fá hana í
nefnd þannig að hún verði send út til
umsagnar. Eg tel að við þurfum að
koma á þessum valkosti eins og hjá
öðrum Norðurlandaþjóðum," segir
Ásta. Hún segir að í nágrannalöndum
hafi þetta kerfi verið við lýði síðan í
ársbyrjun 2001 og þá sem tilraun við
ákveðnum sjúkdómum en það er
mismunandi eftir löndum. „Þetta eru
svokallaðar grænar ávísanir sem vísa
á ákveðna hreyfingu. Það er mismun-
andi hvað hentar hverjum og einum
en það er séð til þess að sjúklingar
fari eftir þeirri áædun sem samin er.
Þetta er ekki eftirlitslaust kerfi."
Valkosturinn á að
vera fyrir hendi
Ásta ítrekar að þetta er hugsað
sem valkostur. „Alveg eins og að öll
lyf og læknisaðgerðir virka ekki fyrir
alla. Læknir verður að meta hvert til-
felh fyrir sig. En það er stór hópur
sem getur nýtt sér slíkt meðferðarúr-
ræði og sá valkostur á að vera fyrir
hendi fyrir þann hóp.“
Offita hefur verið talið annað
alvarlegasta heilbrigðisvandamál
heimsins á eftir reykingum. „Offitu-
sjúklingar leita ekki til lækna fyrr en
afleiðingar offitunnar gera vart við
sig. Það eru til dæmis alls kyns stoð-
kerfisvandamál og áunnin sykursýki
sem eru hvað algengust. Þá væri
hægt að bregðast við með því að
semja fyrir hann áætíun þar sem
hann er upplýstur um hvemig hann á
að borða og hvað þurfi að gera, til
dæmis stunda líkamsrækt.“
Ásta segir þetta fyrst og fremst
snúast um meðferð og meðferðarúr-
ræði. Ekki sem fyrirbyggjandi kerfi.
„Síðan er það heilsuefling sem á auð-
vitað við alla. Ég var með hvoru
tveggja þegar ég var að undirbúa
málið en það þótti of flókið að hafa
bæði atriðin með í tillögunni. Við
höfum hins vegar verið að ræða það
í heilbrigðis- og tryggingamefnd að
hún leggi fram tillögu um heilsu-
eflingarþáttinn. Það er bara önn-
ur vinna.“ Ásamt Ástu em þing-
menn úr öllum flokkum
standa að tillögunni.
þetta kemur til kastanna. Fyrst og
fremst hverjir eiga að njóta þessa
kerfis. Við megum ekki slaka á þeim
áróðri að hreyfing sé aðallega menn-
ingarfyrirbæri og það verði að beita
forvömum á landsvísu. Þetta kerfi
má ekki búa til sjúklinga sem fái ef til
vill uppáskrifað með niðurgreiddum
hætti það að fara út að labba,“ segir
hann.
„Það þarf að vera ljóst frá upphafi
hversu stórt umfangið verður og jafn-
vel er þörf á kvótakerfi svo það fari
ekki alveg úr böndunum," segir Jó-
hann og tekur sem dæmi þá sem em
með háþrýsting. „Það em um 50% af
fullorðnum um fimmtugt, 90% allra
75 ára. Núna erum við að meðhöndla
háþrýsting með lyfjum hjá líklega
helmingi þeirra talna sem ég nefndi.
Þá verður annað hvort að gera ráð
fyrir að fjölga starfsmönnum í heil-
brigðiskerfinu eða fjölga þeim sem
ætía að hjálpa sjúklingunum að
hreyfa sig ef beita ætti hreyfingarúr-
ræðinu fyrir alla með háþrýsting. Þá
spyr maður líka sjálfan sig hvort eigi
að þora að sleppa lyfjunum út af því
að viðkomandi ætli sjálfúr að hreyfa
sig."
Jóhann segist einnig hafa áhyggj-
ur af því að tiltölulega frískt fólk nýti
sér kerfið og hinir sjúku sitji eftir.
„Þetta er ekki svo glæsilegt og það lít-
ur út fyrir að vera, það er
verið að kynna
hugsanlega að taka eitthvað annað í
burtu á móti. Hugmyndin er góð. Það
er margt að varast en aðalatriðið er
að sleppa ekki taki af lýðheilsuáróðr-
inum að hreyfing sé hluti af lífinu,"
segir Jóhann.
Ódýr leið?
„Þessi leið er mjög ódýr," segir
Ásta um hugsanlegan kostnað sem
fylgir þessu meðferðarúrræði.
„Sumsstaðar kostar hún kerfið ekki
neitt. Það getur fyígt því kosmaður að
útbúa áætíun fyrir sjúklinginn en það
er svo undir viðkomandi komið að ná
sjálfur heilsu. Það gerist fyrir hans
eigin atorku."
Hugmyndin er að með því að vísa
á hreyfingu sé verið að koma í veg
fyrir dýrar meðferðir, svo sem lyfja-
gjöf eða skurðaðgerð, og þannig spari
heilbrigðiskerfið á endanum. „Fyrir
utan að inngrip í líkamann hafa alltaf
ákveðna hættu í för með sér,“ bendir
hún á. En eins og Jóhann Ágúst
bendir á þarf að skilgreina mjög vel
hveijir eiga að njóta hreyfingarúr-
ræðisins f heilbrigðiskerfinu og passa
vel upp á að kerfið springi ekki ein-
faldlega vegna of margra „nýrra"
sjúklinga.
eirikurst@dv.ls
Sleppa lyfjunum?
„Ég vara við því að menn fari
ekki í slíkt kerfi án þess að hafa
kynnt sér endanlegar afleiðingar,"
segir Jóhann Ágúst Sigurðsson
heimilislæknir sem starfar
hjá Háskóla íslands. „Það
verður að svara
nokkrum spum-
ingum áður
Tómatar eru
Margir telja tótnata eitt hollasta
grænmetið vegna þess hve auðugir
þeir eru af efriinu lycopene en það er
talið hafa fyrirbyggjandi áhrif gegn
krabbameini. Þar fyrir utan innlialda
þeir mikið af c-vítamíni. Tómatar eni
einnig þeim kostum gæddir að þeir
missa ekki mikið af næringarefnum
sínum við matreiðslu, ólíkt flestu öðru
grænmeti. Þ\a' er alveg upplagt að nota
þá í fleiri rétti en salat; tU dæmis súpur,
kássur og pastarétti. Breskir sérfræð-
ingar í öndunarsjúkdómum hafa
eimiig sagt að eph og tómatar geti
minnkað hættu á því að fá astma og
aðra króníska lungnasjúkdóma og telja
því upplagt fyrir fólk að borða fimm
epli á viku og tómata á hverjum degi.
Hollir og fallegir
Tómatar eru gæddir
ýmsum kostum.
Krabbameinssjúkar þurfa
hjálp vegna þunglyndis
Næstum helmingur allra
kvenna sem greinast með krabba-
mein í brjósti þjást í kjölfarið af
þunglyndi eða kvíða. Eins og alla
aðra heUsukvilla, sálræna sem lík-
amlega, þarf einnig að meðhöndla
þunglyndi. Telja sérfræðingar að
krabbamein sé svo alvarlegt og
neikvætt orð að þegar einstakling-
ar heyra aö þeir séu haldnir
krabbameini verði þeir hreinlega
yfirbugaðir. TUhugsunin við þær
hugsanlegu aðgerðir og lyfjameð-
ferðir sem fylgi í kjölfarið valdi
miklum kvíða. Það er því mikU-
vægt að heUbrigðisyfirvöld jafnt
og sjúklingar geri sér grein fyrir að
sinna þarf andlegu hliðinni ekki
síður en þeirri líkamlegu.
Krabbameinssamtök í Bret-
landi sýndu fram á þetta með vís-
indalegri könnun og fara nú ffam
á að þarlend yfirvöld grípi í
taumana og bjóði upp á andleg
meðferðarúrræði fyrir krabba-
meinssjúka, ekki síst konur sem
eru á fyxstu stigum brjóstakrabba-
meins.