Freyr - 15.02.1946, Page 9
FRE YR
53
um varptímann og síðastliðið ár nam eftir-
tekjan 120 kg. af óhreinsuðum dún.
í byrjun 18 aldar voru 19 manns í heim-
ili á Bessastöðum, eftir því sem segir í
-Jarðabókinni. Af þeim hóp var fjölskylda
Beyers 6 meðlimir en 13 manns hefir þá
stundað búskap. Þó er það víst,að ráðsmað-
ur og 7 vinnumenn hafa eigi stundað bú-
skap eingöngu, heldur hefir sjósókn verið
annað aðalstarf þessa hóps.
Mannafli sá, sem nú er að búi er: 2
menn í fjósi, tveir að útiverkum af öðru
tagi og tvær stúlkur, eða 6 manns samtals.
Síðastliðið sumar voru að verki 5 karl-
menn og 3 stúlkur.
Það er ekki réttmætt að gera samanburö
á mannafla þeim, sem nú vinnur að búi og
hinum, er þar var fyrir 240 árum síðan,
því að vitanlegt er, að tiltölulega lítill hluti
starfskrafta hefir þá gengið til bússtarfa
en mestur til sjósóknar.
Samkvæmt áliti bústjórans er nú of mik-
ið lið á búinu til þess að mikil eftirtekja
geti fengist á hverja starfseiningu. Þarf
nú að kosta kapps um að fylla fjósið, því að
litlum eða engum starfskröftum þarf að
bæta við þó að það verði gert. Þessi íhug-
un bústjórans er hárrétt og þetta er sama
sagan og gerizt víða hér á landi, að bú-
stofninn er of lítill og hirðing hans of
vinnufrek.
Framvegis munu Bessastaðir verða höf-
uðból landsins í orðsins fyllsta skilningi,
meðan þar er heimili forseta hins íslenzka
lýðveldis.
Er það vel, ef svo verður unnið að búnaði
þeim, sem þar er rekinn, að orðið geti til
fyrirmyndar hvað snertir hirðing, reglu-
semi og hagkvæmni alla í niðurröðun at-
hafna. Snyrtimennska og hirðusemi í um-
gengni prýðir hvert einasta sveitaheimili.
Vér sem vinnum að málum landbúnaðarins
óskum þess, að á þessu höfuðbóli lands
vors megi slíkir hlutir verða öllum til fyr-
irmyndar hér á landi.
Þá munu Bessastaðir verða sannkallað
höfuðból þessa lands, eigi aðeins sem heim-
ili æðsta valdsmanns þjóðarinnar heldur
og sem fyrirmynd annarra í menningar-
brag og sveitaprýði.
Finnsk-íslenzkur viðskiptasamningur.
Fyrir áramótin var undirritaður við-
skiptasamningur milli íslendinga og Finna
fyrir árið 1946.
Vörur þær, sem Finnar eiga að fá frá
íslandi, eru: Fiskur, síld, lýsi og ull. Það,
sem við getum búizt við að fá í staðinn, er:
Pappír og pappírsvörur, eldspýtur og sport-
vörur. Umfang viðskiptanna verður meðal
annars háð verðlagi og vörugæðum.
Sökum fátæktar og gjaldeyrisvandræða
Finna óska þeir eftir gjaldfresti á nokkr-
um hluta þeirra nauðsynja, sem þeir
þarfnast.
★
Kaupgjald og vellíðan.
Laun og kaupkröfur eru atriði, sem oft
eru höfð að umræðuefni. Kaupið þarf að
vera hæfilega hátt til þess að einstakling-
arnir geti lifað sómasamlega, en hve hátt?
— um það greinir.
Nýlega var verkamannakaup hækkað að
mun í Finnlandi, svo að nú getur finnski
verkamaðurinn innunnið sér 100—150 þús-
und mörk á ári.
Sænskir og danskir verkamenn hafa
kaup, sem nemur 4—5 þúsund krónum á
ári. Þrátt fyrir þennan mismun lifa dansk-
ir og sænskir verkamenn við mun betri
kjör en þeir finnsku.