Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 10

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 10
54 FRE YR Minning Hákonar í Borgum Eftir fimm ára langa sjúkdómslegu er Hákon Finnsson bóndi í Borgum í Horna- firði nú genginn yfir landamæri lífs og dauða. Er þar með lokið ævi eins hins gagnmerkasta manns meðal íslenzkra bænda, en þá væri vel ef meðal þeirra væru margir sem svipaði til hans. Hann var löngu landskunnur maður vegna ræktunar- og ritstarfa sinna og vel metinn en þó mest af þeim sem þekktu hann bezt, atgerfismaður til sálar og lík- ama. Fæddur var hann á Rangárvöllum og al- inn þar upp við hörð og erfið kjör, því fað- ir hans dó ungur frá stórum barnahóp. Þá voru og hörð ár í landi í barnæsku hans og ævi þeirra, sem aldir voru upp með að- stoð sveitarinnar, sjaldan góð. En Hákon var að því leyti heppinn að hann kynntist góðum mönnum í æsku, mönnum sem vöktu þrá þessa einstæðings til menntunar og kenndu honum að eygja hið fagra og góða, sem tilveran hafði upp á að bjóða. Meðal þeirra manna var Guðmundur heit- inn Guðmundsson skáld, er þá hafði nýlega byrjað skólagöngu sína. Og Hákon lagði hart að sér og tókst að vinna sér svo mikið inn að hann gat sótt um skólavist á Möðruvöllum, og þar ham- aðist hann við námið, samkv. frásögn eins skólabróður hans. Námsgáfur hafði hann í bezta lagi, enda notaði hann jafnan hæfileika sína og krafta til hins ýtrasta. Frá Möðruvöllum lá leið hans austur á Fljótsdalshérað og réðist hann þar til Hall- dórs Benediktssonar á Skriðuklaustri. Var Halldór hinn merkasti maður að sögn allra er þekktu hann og hann sá fljótt hvern mann Hákon hafði að geyma og reyndist honum vel. Hákon var á Skriðuklaustri all- mörg ár, þar til hann hafði unnið sér svo inn að hann gat hugsað til utanfarar. Dvaldi hann ytra um tveggja ára skeið og starfaði meðal annars á búgörðum í Skotlandi og Danmörku. Mjög vel tók hann eftir öllu er fyrir augu bar, með tilliti til þess að nota sér fengna þekkingu, er hann færi að yrkja íslenzka jörð, því það var takmarkið. Er heim kom leitaði Hákon aftur austur á Héraðið, starfaði jöfnum höndum að bústörfum og unglingafræðslu. Hefi ég hitt menn sem voru Hákoni þakklátir fyrir leiðsögn hans í æsku þeirra. Vorið 1910 festir hann svo ráð sitt og fer að búa á Arnhólsstöðum í Skriðdal. Kona hans hét Ingiríður Guðmundsdóttir, ættuð úr Vestur-Skaftafellssýslu. Reyndist hún Hákoni hinn bezti förunautur þar til hún lézt fyrir þremur árum síðan. Á Arnhóls- stöðum fékk Hákon ábúð til 10 ára, og munu þau hafa verið að ýmsu leyti erfið. Dalurinn er hálendur og harðlendur og því ekki eins ákjósanlegur til ræktunar eins og sumar aðrar sveitir. Ekki átti Hákon kost á að fá ábúðina framlengda en varð að standa upp af jörðinni 1920. Og þá var það að hann festi kaup á Borgum í Nesjum í Hornafirði, sem hann hefir verið kennd- ur við síðan og þar lifði hann til dánar- dægurs. Það eru engin tök á að gera ævi þessa merkismanns full skil í stuttri blaðagrein. Enn það er nú svo, að frá ævi Hákonar þar og störfum hefir hann sjálfur skýrt í bók sinni: Saga smábýlis 1920—1940, er Búnaðarfélag íslands gaf út 1943. Er það mín trú, að í bókaflóði hinna síðustu ára

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.