Freyr - 15.02.1946, Page 15
PRE YR
59
áhræra á engan hátt sjálfstæði Stéttar-
sambandsins innan búnaðarfélagsskapar-
ins, vegna þess, að aldrei hefir verið til
þess ætlast, að til Stéttarsambandsins
renni einn eyrir af ríkissjóðsstyrknum,
heldur fengi það til ráðstöfunar eigið fé
frá félögum sínum, bændunum. Og bún-
aðarmálastjóra er heldur ekki ætluð nein
starfsemi fyrir hönd sambandsins. Stétt-
arsambandið er því með öllu óháð þessum
ákvæðum.
í þessu sambandi er máske rétt að minn-
ast einnig á Búnaðarmálasjóðinn.
Pyrir þeim, sem stóðu að samningu og
flutningi þeirrar löggjafar, vakti m. a. það,
að Stéttarsamband bænda gæti á þann
hátt fengið til umráða eigið fé, eins konar
félagsgjald frá bændunum í landinu, sem
þau gætu ráðstafað eftir þörfum og eigin
vild til starfsemi sinnar. Hið sama virtist
hafa vakað fyrir stjórn B.S.S. samkvæmt
dreifibréfi hennar frá 3. júlí 1945 og má
það teljast eðlilegt. En þetta fór nú á ann-
an veg eins og kunnugt er, með því að
þingmeirihlutinn setti á síðustu stundu
inn í lögin hin alræmdu þvingunarákvæði,
sem gera bænadastéttina óheimila að því
að ráðstafa þessu eiginfé sínu eftir vild.
Nú stendur yfir barátta um að ná þessu
þvingunarákvæði út úr lögunum um bún-
aðarmálasjóð. Takist það ekki, eða lánist
sú skemmdarstarfsemi sem nú er hafin
á þessari löggjöf, virðist ekki um annað að
gera en að berjast fyrir afnámi laganna og
bygbrja fjárhagsgrundvöll Stéttarsam-
bandsins upp eftir öðrum leiðum þar sem
engin óviðkomandi hönd getur gripið inn
í ráðstafanir bændanna á þeirra eigin fé-
lagsgjöldum. Þessa stefnu hefir núverandi
stjórn Stéttarsambandsins þegar tekið með
félagsgjöldum þeim, sem þegar eru ákveð-
in. Þetta er nú máske útúrdúr. En mér
þótti rétt að minnast á þetta mál í þessu
sambandi, vegna þess að ég get ekki betur
séð en að þetta viðfangsefni væri ná-
kvæmlega hið sama þó að Stéttarsamband
bænda hefði verið stofnað samkvæmt til-
lögum minnihlutans að Laugarvatni.
Nú mundi kannske einhver spyrja: Ef
svona lítið ber á milli þeirra, sem fylgdu
meirihlutanum að Laugarvatni að málum,
og hinna, sem studdu minnihlutann, eins
og S. S. vill vera láta, um hvað er þá allur
þessi ágreiningur?
Þessari spurningu tel ég bezt svarað með
því að taka upp næstu grein í málsástæð-
um S. S., en hún er um þetta.
„Ógreinilegar merkjalínur milli hins tví-
þætta hlutverks bændafélagsskaparins —
ræktunarmálanna og hinnar þrengri hags-
munabaráttu — mundi frá mínu sjónar-
miði, báðum fremur til tjóns en gagns.
Skýrar merkjalínur á milli ræktunarmála
og hagsmunabaráttu, þurfa engan veginn
að torvelda gagnkvæman skilning og sam-
vinnu“.
Þarna' kemur einmitt þungamiðja máls-
ins, og þarna er ég Sigurjóni hjartanlega
sammála.
Aðalástæðan fyrir því, að Búnaðarþing
mótaði mál þetta á þann hátt, sem gert
var og meirihluti stofnfundarins féllst á,
var það, að því þótti nauðsyn til bera að
setja sem skýrasta „merkjalínu“ milli hins
tvíþætta hlutverks bænadafélagsskaparins
eins og S. S. orðar það réttilega.
Og til þess var þá þegar ærið tilefni. í
dreifibréfi stjórnar B.S.S. frá 3./7. 1945,
höfðu m. a. verið lögð fram drög að starfs-
skrá fyrir hin væntanlegu stéttarsamtök,
sem var allyfirgripsmikil og fór á ýmsan
hátt út fyrir þann ramma, sem eðlilegur
mátti teljast fyrir hrein stéttarfélög.
í umræðunum um málið kom það einnig
fram að forgöngumenn fyrir stefnu B.S.S.
höfðu mjög óljósar og mismunandi skoð-