Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 16

Freyr - 15.02.1946, Blaðsíða 16
60 FRÉÝR anir um „merkjalínur milli hins tvíþætta hlutverks bændafélagsskaparins.“ Einna ákveðnast mun hafa komið fram hvað fyrir sumum forkólfum þessarar „hreyfingar“ vakti, hjá einum búnaðarþingsfulltrúan- um, Þórarni Helgasyni í Þykkvabæ, sem telja má einn hinn áfjáðasta formæland.a B.S.S. í þessum málum. í tillögum sem hann bar fram á Búnaðarþingi, þar sem ham> mótar starfsemi væntanlegs stéttar- sambands, frá sínu sjónarmiði segir svo, eftir að tilgreind hafa verið nokkur verk- efni þess í einstökum atriðum. Að það skuli: „láta til sín taka öll þau mál er varða rétt- indi og hagsmuni (bænda)stéttarinnar.“ Þarna er nú ekki smátt skammtað. Samkvæmt þessu „stefnuskráratriði“ var ekkert því til fyrirstöðu, að „stéttarsam- tökin“ hefðu tekið til meðferðar öll þau verkefni, sem Búnaðarfélagi íslands var ætlað að annast og fleiri þó. Hins vegar var svo ekkert sem hamlaði því að Búnað- arþing gæti eftir sem áður haft til með- ferðar öll stéttarfélagsmál bændanna, sem „stéttarsamtökin“ þó ætluðu sér sérstak- lega, og Stéttarsambandinu hafa nú verið fengin einu til úrlausnar. Það getur verið að sumum hafi þótt þessi grautargerð girni- leg til fróðleiks. En meirihluta Búnaðar- þings leizt ekkert á þetta samsull, og ekki heldur meirihluta stofnfundarins að Laug- arvatni. Og það verður ekki betur séð af framanskráðu en að S. S. sé þar fyllilega sammála. Meirihlutinn leit svo á, að ef þannig væri staðið að starfsemi þessara tveggja aðalarma bændafélagsskaparins, að „hægri hendin vissi ekki hvað sú vinstri gerði,“ þá væri það vissasta leiðin til þess að leiða glundroða, reipdrátt, misskilning og mis- klíð inn á 'milli þessara tveggja greina bændasamtakanna, og gera þær báðar veikari, og í ýmsum atriðum jafnvel óvirk- ar. Og hann taldi sig hafa í þessum efnum víti til varnaðar, þ°,r sem eru félagssam- tök útvegsbænda landsins. Þar starfa nú þrjár sjálfstæðar félagsstofnanir að svip- uðum málum og fleiri þó. Þær taka sömu verkefnin til meðferðar, og oft sitt á hvern hátt. Þær eru því allar'stórum veikari og á- hrifaminni en þær væru, ef þeim auðnað- ist að sameina átök sín í eitt, eða hrein- lega að skipta með sér verkum. Og þessi margskipting hefir þráfaldlega leitt til þess, að hinar ýmsu ríkisstjórnir hafa snúið sér til þeirra með sams konar mál á víxl, og eflt þær hvora gegn annarri eftir 'því sem þeim hefir þótt sér henta bezt, hverju sinni. Með slíkum vinnubrögðum hljóta samtökin að verða bæði vanmáttug og reikandi. Þessa þróun innan bænda- samtakanna vildi meirihluti Búnaðarþings forðast. Þess vegna ákvað þingið sem er æðsta stofnun búnaðarfélaganna, að setja eftir því sem auðið væri „merkjalínur milli hins tvíþætta hlutverks bændafélags- skaparins, ræktunarmálanna og hinnar þrengri hagsmunabaráttu“ þannig, að bún- aðarsamböndin og Búnaðarþing færu á- fram með ræktunarmálin, jarðrækt, bú- fjárrækt og önnur skyld málefni, en fengi Stéttarsambandinu í hendur óskorað vald yfir þeim málum sem tilheyra hinni svo- kölluðu „hagsmunabaráttu“ eða því sem í þrengri merkingu er kallað „stéttarmál". Þá segir S. S. enn: „Pólitískur flokkslitur á hagsmunasam- tökum bænda hlyti þegar í stað að draga úr mætti þeirra og samheldni, en gæti að lokum orðið þeim dauðamein.“ Enn erum við S. S. sammála, enda er hann hér algerlega inni á stefnu meiri- hluta Búnaðarþings og stofnfundarins. Þessi afstaða hans kom hvað skýrast fram á stofnfundinum, í allri málsmeðferð og þó ekki hvað sízt í kosningum aðalmanna

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.