Freyr - 15.02.1946, Page 17
FREYR
61
og varamanna í framkvæmdaráðið, þar
sem allar ven.iulegar pólitískar línur
þurrkuðust út eins og lausamjöll í sólbráð.
í samþykktum og starfsskrá meirihlut-
ans kom heldur ekkert fram, sem minnti
á flokkspólitíska afstöðu. Hið sama verður
þó ekki sagt um allar þær tillögur sem
fram komu í þessu máli. í bréfi stjórnar
B.S.S. sem S. S. gerðist einnig aðili að, eru
birtar tillögur um starfsvið þessara bænda-
•samtaka. Þar eru m. a. talin upp þessi
verkefni: að berjast á móti þjóðnýtingu í
búskap, að láta til sín taka tolla- og skatta-
mál, að beita sér gegn of háum embættis-
launum, að fá stórbættar samgöngur um
sveitirnar, að hýsa og raflýsa sveitaheim-
ilin o. s. frv.
All ,getur þetta nú verið gott og blessað
útaf fyrir sig. En ýmsir kunna að líta svo
á, að á sum þessara verkefna slái nú ein-
hverjum „pólitískum lit.“
Sannleikurinn er sá, að *öll þessi mál
eru meira og minna „hápólitísk“ þannig
að þeim verður ekki ráðið til lykta nema
með löggjöf frá Alþingi, og tilheyra því
fyrst og fremst stjórnmálabaráttunni. Það
er sannast sagna engu líkara, eftir þess-
um verkefnum að dæma, en að hér sé ver-
ið að efna til pólitískrar flokksstofnunar,
en ekki „ópólitískra stéttarsamtaka“. Það
er auk þess vitað, að þótt bændur kunni
að geta sameinast um mörg þessara mála,
þá munu þeir þó hafa mismunandi skoð-
anir á ýmsum þeirra í framkvæmdinni.
Þó að þeir gætu hæglega átt samstöðu með
öðrum bændum í flestum greinum venju-
legra stéttarhagsmuna, er með öllu óvíst
að þeir hefðu allir getað gengið í eða stað-
ið að slíkum flokki. Ég er líka hræddur
um það, að hin pólitísku „eyru“ sem þarna
gægðust undan „gærunni" hefðu fljótlega
orðið „dauðamein“ hinna ópólitísku hags-
munasamtaka, ef sú stefna hefði orðið
ofan á. Stjórnmálin eru ágæt á sínum stað,
eða a. m. k. óhjákvæmileg nauðsyn í hverju
þjóðfélagi. En þau eiga ekki heima í al-
mennum „hagsmunasamtökum bænda“.
Það er hverju orði sannara hjá Sigurjóni.
Að lokum koma svo niðurlagsorð S. S.:
„Frjáls og óháð munu hagsmunasamtök
bænda — .sem og annarra stétta — reyn-
ast sterkust í framtíðinni, og mestrar virð-
ingar njóta hjá alþjóð.“ Ég þarf ekki að
endurtaka það að hér erum við einnig al-
gerlega sammála.
En þessi orð: „frjáls og óháð bændasam-
tök“ hafa nú um sinn verið allmjög notuð
af þeim sem fylgja B.S.S. að málum í and-
ófi þess gegn Búnaðarþingi, til þess að
reyna að einkenna með þeim afstöðu B.S.S.
Mér hefir ekki verið ljóst, hvort þar voru
á ferðinni rökvillur eða blekkingar. Rök-
villur manna sem örðugt eiga með að
álykta rétt, eða blekkingar þeirra sem vita
betur, en leggja stund á að villa öðrum
•sýn.
Ég hefi talið að Sigurjón Sigurðsson ætti
í hvorugum flokknum heima, og kom því
á óvart að hann skyldi taka upp þessi inn-
antómu slagorð og gera .þau að sínum.
Um þessi atriði er ekki og hefir aldrei ver-
ið ágreiningur á milli þeirra, er deilt hafa
um skipulagsatriði bændasamtakanna. En
það er annað atriði í þessu máli, sem ekki
er veigaminna og meirihlutinn hefir lagt
megináherzlu á, að gera samtök þessi þeg-
ar í upphafi svo úr garði, að átök bænd-
anna geti orðið samvirk en hljóti ekki að
verða sundruð.
Bjarni Ásgeirsson.