Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1946, Síða 21

Freyr - 15.02.1946, Síða 21
FRE YR 65 Þætfir um góðhesta (I þessum þáttum verða birtar myndir af gæð- ingum frá eldri og yngri tímum. Þeir, sem eiga góða og fræga hesta eru beðnir að senda Gunnari Bjarnasyni, Búnaðarfélagi íslands, myndir af þeim °g lýsingu, bæði af ætt, eiginleikum og útliti. Menn munu smátt og smátt læra af þeim myndum, sem birtar verða, hvernig haga ber myndatökunni, svo að hesturinn njóti sín sem bezt á myndinni. Skal þó í höfuðdráttum fylgja eftirfarandi reglu: Nota skal góða birtu. Pjarlægð skal vera 7—10 metrar. Tíminn skal ekki vera lengri en 1 /50 úr sek. Snúið vélinni hornrétt á hlið hestsins og hafið hana í 1,0—1,5 m. hæð frá jörðu. Látið hestinn standa eðlilega í alla fætur, og sjáið um, að hann hvíli engan þeirra. Látið fætur helzt ekki bera saman, en reynið að haga stöðu hestsins þannig, að allir fætur sjáist greinilega, en þó má bilið milli fótanna ekki vera meira en lengd hófs- Jns. Sá sem heldur í hestinn má ekki þvinga hann, °g helzt ekki vera með á myndinni. Hesturinn þarf standa með þeirri reisingu, sem honum er eðlileg. Þvinguð og fölsk reising sést alltaf á ljós- myndum. Eyrun verða ávallt að vísa fram, og hesturinn þarf að horfa lítið eitt í áttina til ljós- niyndarans. Þá stöðu er oft erfitt að fá, nema nieð því, að hafa mann standandi til hliðar og í somu fjarlægð og Ijósmyndarinn, veifandi hvítum klút eða einhverju öðru, sem hesturinn veitir at- hygli.) Þröstur frá Hofsstöðum f Skagafirði. Af Svaðastaðaætt. Fæddur árið 1929. Var sonur Léttis frá Svaðastöðum, ættb. 137, °g rauðjarprar hryssu frá Hofsstöðum, en hún var undan rauðstjörnóttri, ágætri reið- hryssu og Möllers-Brún, svokölluðum, ágætum reiðhesti frá Svaðastöðum. Þröstur var rauðjarpur að lit með svart fax og tagl; °g eins og sést á myndinni var hann ágæt- lega byggður, mjög fríður, óvenju vel reist- ur, hlutfallsgóður og með vel byggða og trausta fætur, sem aldrei brugðust, þótt hann færi mikið eftir hörðum steypu- og malarvegum. Rösklega er vaðiö. Hólmjárn, ráðunautur, keypti Þröst 5 vetra gamlan af útigangi og ól hann síð- an og tamdi. Það var samhljóða dómur þeirra, sem Þröst þekktu, að hann hafi verið með snjöllustu og glæsilegustu reið- hestum: — fjörhár og glaðlyndur, en undir bjuggu miklir skapsmunir, sem hann sýndi aðeins ókunnugum. — Gangtegundir hans voru aðallega skeiðtölt, brokk og skeið. Fljótur og þrekmikill á hverjum gangi. Þeir fáu, sem komu Þresti á bak, telja hann hafa verið mjög vel taminn. Heilsíðumyndin af Þresti og eigandan- um, Hólmjárn, á baki hans, er valin til þess að sýna góða ásetu, auk þess, sem þest- urinn nýtur sín vel á myndinni. Aðallýti myndarinnar eru þau, að afturfótastaðan er ekki nógu góð, og að hesturinn lítur örlítið frá myndtökumanninum í stað þess að líta til hans. Á myndinni að ofan er, auk Hólmjárns á Þresti, Albert J. Finnbogason, Reykjavík, á gráum gæðingi, og teymir hann jarpa hryssu, frænku Þrastar. G. B.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.