Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1946, Síða 30

Freyr - 15.02.1946, Síða 30
74 FRE YR nefndra aðila. Framleiðendurnir einir eru alltaf öruggir. Verðið verður sjálfsagt ekki hátt, en það liggur nokkurn veginn fast frá ári til árs. Stéttarsambandið Nú líður óðum að því að við bændurnir tökum ákvörðun um framkvæmd og starfs- hætti þá, sem okkar nýstofnaða Stéttar- samband verði reist á og vinni eftir. Mikið veltur á að giftusamlega verði af stað farið og þau leiðarmerki verði reist þegar í upphafi, sem haldkvæm reynist. Um tvær leiðir er að velja. Önnur er sú að það verði í tengslum við Búnaðarfélag íslands, en hafi þó sérstaka framkvæmdastjórn. Kostirnir við þessa leið eru margir: Búnaðarfélag íslands er ópóli- tískur félagsskapur, en það er höfuðnauð- syn, þegar sameina þarf bændastéttina til hagsmuna- og menningarátaka, það hefir almenna tiltrú bændastéttarinnar og mikla reynslu að baki, enda að nokkru farið með þau mál að undanförnu, sem þetta ný- stofnaða samband á að beita sér fyrir. Það hefir nú þegar góðum faglegum starfs- kröftum á að skipa og ætti það að geta orðið mikill styrkur. Og þá væri bænda- stéttin öll innan vébanda eins félagsskap- ar, sem er veigamesta atriðið. — — — Hin leiðin er sú, að Stéttarsambandið verði algerlega sjálfstætt og óháð Búnað- arfélagi íslands. Sjónarmið og hvatir for- mælenda þessarar stefnu verður að ætla að séu af tvennum toga spunnar. Annars vegar eru þeir nokkrir innan bændastétt- arinnar, sem telja, að starfsemi Búnaðar- félags íslands — og þá ekki sízt þessi, sem lýtur að landnámi og framförum í byggð- um landsins — stafi hætta af að lenda í harðsnúinni hagsmunabaráttu. Verið get- ur að þeir beri fleira fyrir sig, en þetta er það eina, sem gæti verið svara vert. Eins og ég gat um áðan, hefir Búnaðar- félag íslands annazt þessi mál að nokkru að undanförnu, án þess að það virðist hafa komið að sök. Því verður ekki neitað að nokkuð virðist gæta meira kapps en for- sjár í málfylgi þessara manna, en vafalaust munu þeir hlýta meirihluta úrskurði um þessi mál. Það munum við , sem hinni stefnunni fylgjum, einnig gera ef málið ýæðst þannig, því sámeinaðir stöndum vér en föllum sundraðir. Hjá ýmsum ráða nokkuð aðrar hvatir, sem ætla má af þeim úlfaþyt, sem orðið hefir bæði til hægri og vinstri, svo og á þeirri tregðu ef ekki andúð, sem virðist hafa verið ráðandi meðal mikils hluta auð- manna og verkamannaflokkanna, varðandi framfaramál sveitanna og félagslegt jafn- rétti. Sá réttur, sem okkur bændunum er út- hlutaður á nýsköpunaröldinni er svo tak- markaður, að allt virðist benda á að við eig- um að vera nokkurs konar undirstétt, „paríar“ í ríkinu. Það mundi ekki koma sér illa núna þegar dýrtíðarfarganið keyrir svo úr hófi að hver heilvita maður — hvar í flokki sem hann er — hlýtur að sjá, að ekki er nema tíma- spursmál þar til allt hrynur, og afleiðing- unum verður skellt yfir á bök framleiðend- anna og þá ekki sízt bændanna. — Gott dæmi þess er hvernig eftirgjöfinni á kjöt- verðinu var svarða í fyrra — ekki með lækkun á launum — heldur með launa- hækkun á öllum sviðum. Og hver borgar svo þessar launahækkanir? — Framleið- endurnir til sjávar og sveita hvern eyrir. — Það myndi vera talinn lélegur bóndi hér

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.