Freyr

Volume

Freyr - 15.02.1946, Page 34

Freyr - 15.02.1946, Page 34
FllÉÝft 78 Fyrirspurn svarað í 12. tölublaði Preys 1945, er undir fyrirsögn- inni „Spurningar og svör“ settar fram tvær fyrir- spurnir: 1) Hve hár er jarðabótastyrkurinn? 2) Hvað er hægt að fá til landbúnaðar? Er að nokkru leyti gefið svar við fyrri spurn- ingunni í sama blaði. Það er ekki hægt í svo takmörkuðu rúmi, sem Freyr ræður yfir, að gefa tæmandi yfirlit yfir hve hár styrkur er greiddur á jarðabætur í hverju einstöku tilfelli, því að mismunur í styrk- fjárháeð, sem áður er greiddur viðkomandi jörð, getur haft áhrif til hækkunar og lækkunar á grunnstyrk þeim, er lögin ákveða, en útreiknings- aðferðinni er hægt að gera grein fyrir. í 9. grein jarðræktarlaga er ákveðin styrkfjár- hæðin á verkeiningu. Við það bætist meðal-verð- Aagsvísitala kauplagsnefndar eins og hún er næst.a ár á undan, þ. e. árið sem úttekt fer fram. Þessi samanlagða styrkfjárhæð gildir fyrir allar jarðabætur á jörðum, sem fengið hafa meiri styrk en 2000 kr. alls frá því jarðræktarlög gengu í gildi, en þó lægri styrkfjárhæð alls en 7000 kr. Þær jarðir, sem ekki hafa enn náð því að fá 2000 króna styrk, fá 30% hærri styrk, þó þannig, að hækkunin reiknast af grunnstyrk á einingu, að viðlagðri verðlagsuppbót. Á sama hátt fá þau býli, sem hafa fengið hærri styrk en 7000 kr. upp að 10000 króna hámarkinu, 50% minni grunnstyrk en taxtar 9. greinar ákveða fyrir hverja verkeiningu. Sú jörð, sem fengið hefir 10000 króna styrk alls getur engan styrk fengið. Þessu til skýringar skulu tekin þrjú dæmi: Jarðabót, 1 hektari sáðslétta i nýrækt eins árs forræktun. Styrkeiningin finnst undir lið III d í 9. gr. jarðræktarlaga 3.00 pr. 100 m2. Segjum að meðalverðlagsvísitala sé 280. 1) Jörð, sem hefir fengið greiddan jarðabóta- styrk 2000—7000 krónur: Grunnstyrkur ...................... kr. 300 00 Verðlagshækkun 180% af 300 kr......— 540 00 Heildarstyrkur kr. 840.00 Frádráttur tillag hreppabúnaðarfél. 5% — 42.00 Styrkur býlisins kr. 798.00 2) Jörð, sem fengið hefir innan við 200 krón- ur í styrk: Grunnstyrkur ..................... kr. 300.00 Hækkun 30% af 300 kr..............— 90.00 Verðlagsuppbót 180% af 390 kr.....— 702 00 Heildarstyrkur kr. 1092 00 Frádráttur till. hreppabúnaðarfél. 5% — 54.60 Styrkur býlisins kr. 1037.40 3) Jörð, sem hefir fengið yfir 7000 króna styrk: Grunnstyrkur 50% af 300 kr.........kr. 150.00 Verðlagshækkun 180% af 150 kr......— 270.00 Heildarstyrkur kr. 420.00 Frádráttur till. hreppabúnaðarfél. 5% — 21.90 i Styrkur býlisins kr. 399 00 Sama reikningsaðferð gildir fyrir aðrar jarða- bætur styrktar samkvæmt II. kafla jarðræktar- laga. Samkvæmt V. kafla jarðræktarlaga greiðist styrkur úr ríkissjóði % kostnaðar af starfsemi landþurrkunar- og áveitufélaga, svo sem rekstrar- kostnaður skurðgrafa, annar skurðgröftur þess- ara fyrirtækja, bygging flóðgátta og flóðgarða. Þessi styrkur er og greiddur á sameiginlegar landþurrkunarframkvæmdir, er ræktunarsambönd taka að sér samkvæmt lögum um jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir í sveitum. Samkvæmt lögum um jarðræktar- og húsa- gerðarsamþykktir í sveitum, verður greiddur styrk- ur 50% af verði stórvirkra jarðvinnsluvéla, er ræktunarsambönd kaupa. Þetta fé er greitt úr framkvæmdasjóði ríkisins. Skurðsprenging hefir lítið verið reynd hér, en samkvæmt þeirri reynslu hérlendri má gera ráð fyrir, að 1 kg. sprengiefnis skili allt að 4 rúm- metrum í skurði. Þessi tala er svipuð því sem reynsla er í Noregi. Aftur á móti er í Ameríku ’ ekki gert ráð fyrir jafnmiklum afköstum. Verk- færanefnd mun á komandi vori gera tilraunir

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.