Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 Fréttir DV -ft Heimir er sagður gull af manni og trúrsínu. Hann er húmoristi sem gefur sig allan I það sem hann tekur að sér. Heimi er þaö talið helst til iasta að vera gallalaus. Hann er þó sagður eiga til þrjósku og að færast fullmikið i fang. „Heimir er mikill karakt- er og góður vinur. Hann er vel skipulagður og góður þjálfari sem gefur sig allan í það sem hann gerir og nær þannig ár- angri. Ég veit ekki með gallana, þeir eru mjög fáir utan þess hvað honum leiðist fótboltinn. Si/o er hann óiofaður, sem er bæði kostur og galli." Guðlaugur Arnarsson, fyrirliði hand- knattleiksliðs Fram. Ég man ekki eftir göllum á Heimi. Hann er einn traustasti og besti Frammari sem ég þekki og það má segja að und- anfarin 20 hafi hann verið Fram. Frábær maður og hefur verið trúr og traustur Fram allt sitt lif. Hann á það til að vera þrjóskur en það má llka kalla staðfestu, sem hann hefur nýtt sér til að ná langt. Guöriöur GuÖjónsdóttir, þjálfari og íþróttakennari. „Heimir er ákveðinn þjálfari og fylginn sér í öllu sem hann gerir, enda árangurinn eftir þvf. Gallarnir eru fáir en hann á það til að færast fullmik- ið l fang stundum auk þess sem hann hefur lltinn áhuga á fót- bolta, og alls engan á enska boltanum. Hann er húmoristi og þó hann sé jafnan prúður þá er galsi I honum þegar þannig liggurá honum." Asgeir Örn Hallgrímsson, handknatt- leiksmaöur meö Haukum og fyrrum lærisveinn í unglingalandsliöinu. Heimir Ríkarösson er fæddur I Reykjavík 15. maí 1962, sonur hjónanna Rlkarðs Stein- bergssonarog Gróu Valgerðar Ingimundar- dóttur. Heimir er stúdent frá MR og útskrif- aöur úr lögregluskólanum 1985. Heimir hefur þjálfað yngri flokka Fram frá 1982 og tók við meistaraflokki félagsins árið 2001. Heimir vinnur auk þess I forvarnardeild lög- reglunnar I Reykjavlk og hefur starfað sem hverfíslögreglumaður I Mosfellsbæ auk þess að þjálfa unglingalandslið slðan á nlunda áratugnum fram til dagsins I dag. Kók um borð hjá lcelandair Icelandair og Vífilfell undirrituðu í gær samning um að vörur Vífilfells verði á ný fáanlegar um borð í vél- um Icelandair. Samningur- inn felur í sér kaup Icelandair á gosdrykkjum, bjór, vatni, safa og léttum vínum frá Vífilfelli. Icelandair flytur að meðal- tali um 4.000 farþega á hverjum sólarhring í áætl- unarflugi sínu. María Rún Hafliðadóttir hjá Icelandair segir samninginn ánægju- legan. „Sem fyrr er okkar helsta markmið að veita okkar viðskipavinum gæða- þjónustu á góðu verði. Vífil- fell hefur, líkt og Icelandair, sinn sess á alþjóðamarkaði, þeir bjóða góðar vömr sem njóta mikilla vinsælda.“ Myndlistarkonan Rúrí er komin í mál við Kristnihátíðarnefnd vegna listaverks sem skemmdist í óveðri á Kristnihátíð á Þingvöllum fyrir tæpum fimm árum. Sættir Rúrí sig ekki við hálfa milljón króna í skaðabætur samkvæmt samningi sem Júlíus Hafstein, sendiherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri Kristnihátíðar- nefndar, gerði við hana og aðra listamenn. Kristnihátíð sumarið 2000 Gotí veður var á Þingvöllum þar til óveðrið skall á sem skemmdi verk Rúríar og fleiri að auki. Að auki er Rúrí erfingi stórra fasteigna í höf- uðborginni og ætti því ekki að vera fjár vant. „Þetta er prófmál. Við verðum að fá niðurstöðu," segir Júlíus Hafstein og um það er Rúrí hjartanlega sam- mála: „Þetta fer sína leið og þá alla leið,“ segir hún. Listakonan Rúrí hefur höfðað mál gegn Kristnihátíðarnefnd vegna listaverks eftir hana sem eyðilagðist á hátíðinni á Þing- völlum sumarið 2000. Fleiri verk annarra listamanna skemmd- ust einnig á hátíðinni og hyggjast þeir einnig fara í mál við nefndina ef Rúrí tekst vel upp. Julius Hafstein Prófmál um hvort samningar rfk- isins standi eða ekki. Júlíus Hafstein sendiherra var framkvæmdastjóri Kristnihátíðar- nefhd á sínum tíma og hann verst í þessu máh með aðstoð lögmanna ríkisins. Sýningin sem hér um ræðir hét Dyggðimar sjö og var Rúrí þar í hópi annarra listamanna sem hver fyrir sig sýndi eina myndgerða dyggð. „Það gerði mikið veður þarna og verk Rúríar eyðilagðist auk þess sem verk annarra listamanna skemmd- ust; tvö eða þrjú," segir Júlíus Haf- stein sendiherra sem sættir sig ekki við kröfu Rúríar. Hafnar hálfri milljón „Samkvæmt samningi sem við gerðum við listamennina erum við tilbúnir til að bæta verkin með fimm hundmð þúsund krónum en Rúrí vfil meira. í raun er þetta prófmál um hvort samningar ríkisins, við listamennina í þessu tfiviki, standi eða ekki. Um það snýst máfið," segir Ekki á flæðiskeri Lögmaður Rúríar er Jónas Þór Guðmundsson í Hafnarfirði en ekki náðist í hann í gær. Rúrí er meðal þekktustu fista- manna íslensku þjóðarinnar í dag og hefúr hróður hennar borist víða. All- ir þekkja Regnbogaverk hennar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem blasir við öllum sem em á leið til eða frá landinu. Að auki er % Rúrí erfingi stórra fasteigna í ; höfuðborginni og ætti því 'ífllki vera fjár vant. Samt 1|P* > sættir hún sig ekki við þá hálfu milljón sem samningar hennar við Kristnihátíðar- . nefnd gerðu ráð fyrir ef eitt- Æk hvað færi úrskeiðis. Júlíus Hafstein. Að sögn Júlíusar Haf- stein var fistaverk Rúríar hið glæsilegasta og sómdi sér vel á Kristni- hátíð: „Mig minnir að það hafa heitið öxull á bergvegg," segir sendi- herrann en undir það tekur ekki Rúrí sjálf: „Ég skfi ekki þá nafii- gift. Verkið hét Stilling," segir Rúrí en vill ekki að öðm leyti tjá sig um málið. „Úr því að máfið þurfti að fara í þennan farveg vísa ég á lög- ffæðing minn," segir hún. Rurl Sættirsig ekki við hálfa milljón f bætur. Hornfirðingar svekktir á Flugmálastjórn Heimta flugbraut til baka Einhliða ákvörðun Flugmála- stjórnar um að gera þverbraut við Árnanesflugvöll ónothæfa veldur gremju hjá bæjaryfirvöldum á Homafirði. „Það er nokkuð ljóst að ekki mun verða farið út í framkvæmdir við nýja þverbraut á allra næstu ámm og því er það öryggis- atriði fyrir íbúa svæðisins að hægt sé að lenda á núver- andi þverbraut meðan að svo er. Einnig á það að vera sjálfsögð regla hjá ríkis- stofnun að vinna með heima- mönnum og leita áfits þegar breytingar em á döfinni. Því teljum við æskilegt að þverbrautin verði gerð nothæf á ný,“ segir í bókun Halldóru Bergljótu Jónsdóttur sem bæjarráðið sam- þykkti í gær. Bæjarráðið vill að leitað verði skýringa hjá Flugmálastjórn á því af hverju ekki hafi verið leitað álits sveitarstjórnarinnar áður en far- ið var í breytingar á flugvellin- um og mannvirki gerð ónot- hæf eins og gert hafi verið við þverbrautina á Árnanes- flugvelli. Þá vill bæjar- ráðið fá á hreint hvaða reglur gilda við útboð verkefna á vegum Flugmálastjórnar á svæðinu. Albert Eymundsson bæjarstjórj Bæjarráðið á Hornafirði segist hissa á Flugmálastjórn að hafa gert flug- brautá staðnum ónothæfa. Said Hasan og Ásthildur kona hans bíða Prófmál á útlendinga- lög bíður hausts „Ég læt það nú vera að maður bíði rólegur, við bíðum hins vegar," segir Ásthfidur Albertsdóttir, eiginkona Said Hasan, um mál manns hennar sem vísað var úr landi í janúar. Hann og Ásthfidur höfðu gift sig í júlí í fyrra en þar sem Said hafði ekki náð þeim aldri sem útlendingar verða að hafa náð til að hljóta dvalarleyfi hér á landi þegar þeir ganga að eiga íslenska rík- «:• ^ isborgara. Dóms- imálaráðu- 'neytið stað- festí ný- verið j Gefst ekki upp Ásthildur Alberts- j dóttir kveðst ekki ætla aðgefast | upp áaðfá mann sinn til Islands. þann úrskurð Útlendingastofnunar að meina Said inngöngu á Schengen- svæðið, og þar með hingað til lands, næstu þrjú árin hið minnsta. „Við þurfum því alla vega að bíða fram á næsta haust eftír því að málið fari fyr- ir dóm,“ segir Ásthildur. Eina sam- band hennar við mann sinn fer nú fram í gegnum spjafirásir netsins og síma. Ásthfidur kveðst vfija reyna að heimsækja mann sinn í sumar en ferðalagið tfi Jórdaníu er dýrt. „Við látum það þó ekkert stoppa okkur og gefumst því síður upp,“ bætir Ásthfidur. Mál ÁstMdar og Said gegn íslenska ríkinu verður að öllum líkindum prófsteinn á aldurs- ákvæði útlendingalaga sem mjög var deilt á við gfidistöku þeirra fyrir ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.