Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005
Helgarblað BV
Sjónin var atvinnutækið
Halldór hefur náð undraverðum
bata en um þessar mundir eru fimm
ár frá því að þetta skelfilega slys átti
sér stað og honum var ekki hugað líf.
Hann saknar sjónarinnar þótt hann
sé þakklátur fýíir að vera á lífi.
„Maður getur ímyndað sér
hvemig Beethoven hefur liðið þegar
hann missti heymina. Það er nátt-
úrulega skelfilegt fyrir myndlistar-
mann að missa sjónina. Þetta er at-
vinnutækið manns og öll mín skynj-
un sem myndlistarmaður tengdist
sjóninni," segir Halldór sem heldur
áfram að mála þótt hann sjái nánast
ekki neitt.
„Mér h'ður þokkalega i dag. Ég er
valtur og á svolitið erfitt með mál.
Úthaldið er lítið. Ég get ekki unnið
nema þrjá tíma á dag."
Aldrei séð verkin sín betri
Hann segir sköpunarþörfina
aldrei hverfa þrátt fyrir allt. „Það er
auðvelt að fara út í horn og segja
aumingja ég, það er hins vegar mik-
ilvægt að reyna að nýta það sem
maður hefur. Ég hlýt að hafa lært
eitthvað á öllum þessum tíma.
Spurningin er hvers vegna maður
málar yfir höfuð. Ekki gerir maður
það til þess að verða ríkur af því,
heldur er þetta einhver sköpunar-
þörf sem er alltaf til staðar. Hún er
ennþá rík þótt ég sé orðinn blindur.
Ég hugsa málverkin út áður en ég
geri þau og þau verða til út ffá
„Maður getur ímynd-
að sér hvernig Beet-
hoven hefur liðið þeg-
ar hann missti heyrn-
ina. Það er náttúru-
lega skelfilegt fyrir
myndlistarmann að
missa sjónina. Þetta
er atvinnutækið
manns og öll mín
skynjun sem mynd-
listarmaður tengdist
sjóninhi/'
ástríðunni við að skapa. Hvort sem
það er ást til lífsins, ást til guðs eða
ást til ljóssins. Það er allavega ein-
hver kraftur sem hjálpar manni við
þetta, ef það er til guð þá er það
væntanlega hann.“
Halldór heldur fast í húmorinn
og ljómar af lífsgleði og þrá. „Ég man
héma í gamla daga þegar ég var að
hengja upp myndlistarsýningu með
félaga mínum sem var búsettur í
Frakklandi. Þá sagði hann eitt skipti
þegar hann sá einhverja mynd:
„Þetta er það besta sem ég hef aldrei
séð.“ Ég get svolítið heimfært þetta
GITARINN EHF.
www.gitarinn.is STÓRHÖFÐA 27 -SÍMI: 552 2125 gitarinn@gitarinn.is
Tilboð
TfLBQÐ NR. 1
MAPEX TROMMUSETT MEÐ ÖLLU
RÉHVER0 79.900
TILBOÐSVERÐ
TILBOÐ NR. 2
ÞJÓÐLAGAGÍTAR KR. 14.900
POKI, ÓL, STILLITÆKI 0G GÍTARNEGLUR
TILBQO RR. 3
KLASSISKUR GÍTAR KR. 10.900
P0KI, STILLITÆKI 0G GlTARNEGLUR
Sgtf
'SMs^
TILBOÐNR. 4
RAGMAGNSGÍTARTILBOÐ KR. 22.900
RAFMAGNSG. MAGNARI, P0KI, ÓL, SNÚRA, NEGLUR
0G STILLITÆKI
TILBQÐ NR. 5
BASSATILB0Ð -2,900
BASSI, MAGNARI, P0KI, ÓL, SNÚRA, STILLITÆKI,
NEGLUR 0G STANDUR
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
'^S^irkir-érkirikirirkiriri!r¥rkikikikirir^rmk
upp á mína tilfinningu eftir að ég
missti sjónina. Æth ég hafi nokkurn
tímann séð verkin mín betri?"
Heimsækir börnin á Spáni
Halldór hafði búið á Spáni í um
12 ár þegar þessi hræðilegi atburður
átti sér stað. Hann átti þar spænska
sambýliskonu og þrjú böm. Halldór
heldur góðu sambandi við bömin
sín ytra. Bamsmóðir hans er skiln-
ingsrík og á hveiju sumri fer hann í
tvo mánuði út og býr á heimili
þeirra. .„Hún er komin með annan
mann og ég fæ að sofa á milli," segir
Halldór og hlær.
„Sambandið við móðurina var
eiginlega búið þegar þetta gerðist.
Við eigum saman 12 ára tvíbura og
sextán ára stúlku,“ segir Halldór og
tekur firam myndir af börnunum
sínum sem em honum augljóslega
mjög kær. „Ég vona að hún
sé hamingjusöm og hann
sé góður við börnin. Það er
það eina sem skiptir mig
máli." Halldór á líka tvö
börn á íslandi og eitt afa-
barn. „Ég á fimm börn
með þremur konum. Mað-
ur varð að prófa þetta al-
mennilega, það þýðir ekk-
ert að vera að spara sig,“
segir hann og brosir.
Halldór hafði lengi ætl-
að sér að flytja heim til ís-
lands áður en slysið átti
sér stað. „Ég var eiginlega
í frekar erfiðum aðstæð-
um, ég gat varla flutt
heim til fslands frá börn-
unum mínum og bams-
móðir mín vildi alls ekki
fiytja hingað. Ég var kominn í mál
sem ég vissi ekki hvernig ég átti að
leysa. Ég sá fyrir mér að ég yrði
áfram á Spáni við að gera veggmál-
verk. Það er ekki óalgengt þama úti
að ríka fólkið láti mála til dæmis
englamyndir á loftin hjá sér þannig
að það var ágætis peningur í því,"
segir Halldór.
„Sambandið við móð-
urina var eiginlega
búið þegar þetta
gerðist. Við eigum
saman 12 ára tvíbura
og sextán ára stúlku,"
Skrifar skáldsögu
Þótt Halldór sé blindur er hann
með sjónvarp í íbúð sinni og reynir
að njóta þess sem það býður upp á
með þeirri skynjun sem eftir er. „Ég
sé nú lítið á þetta en það er góður
hljómur í þessu og ég hlusta á sjón-
varpið. Ég fer stundum í bíó og þá
aðallega til þess að hlusta. Ég þakka
fyrir að hafa góða tungumálakunn-
áttu, enska, spænska og íslenska em
tungumál sem em mér öll jafii töm,"
segir Halldór sem gerir sér margt
annað en að mála til að fá útrás fyrir
sköpunargleðina en honum þykir
gaman að skrifa.
„Ég hef fengið tölvukennslu en
þyrfti að fá meiri aðstoð. Ég er að
skrifa skáldsögu sem er byggð á
æskuminningum mínum. Ég get ekki
klárað hana fyrr en ég hef náð tökum
á búnaðinum sem ég þarf til þess. Ég
átti að fá kennslu en svo kom í ljós að
það var ekki til fjármagn til þess. Ég
þarf að fá meiri kennslu og tækifæri
til að læra meira til þess að geta nýtt
mér almenn hjálpartæki blindra,“
segir Halldór. Hann hefúr þó náð
talsverðum árangri með því að fikra
sig áfram upp á eigin spýtur en væri
alveg til í að læra blindraletur og ann-
að sem gæti auðveldað honum lífið
myrkrinu.
Með börnunum á Spáni
Halldór var I tvo mdnuöi á Spdni slöasta
sumar þar sem hann varmeö börnum sín-
um, Indíönu Rós lödra og tvíburunum Emil-
lu Leu og Hjálmari Ell sem eru 12 ára.
Fallegu tvíburarnir
Hjálmar Ell og Emilla Lea.
Hagkaup kringla, Skeifan, Smáralind,
spöngin og Akureyri, Lyfja og Lyf og
heilsa, Perlusól Egilsstaðir, Apótekið
vestmannaeyjum, Siglufjarðar Apótek,
Silfurtorg Isafirði og Sauðarkróks Apótek,