Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Blaðsíða 23
r DV Helgarblað LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 23 shrottar ganga lausir Hæstiréttur íjallar nú um mál handrukkarans Annþórs Kristjáns Karlssonar. Hann var dæmdur fyrir að berja mann sem lá mjaðmagrindarbrotinn með stálröri. Áfrýjun Annþórs byggir á því að fórnarlambið hafi breytt vitnisburði sínum skyndilega, bar fyrir dómi að hafa dottið niður stiga og kannaðist ekki við að hafa orðið fyrir árás. Handrukkari enn laus tveimur arum eftir hrottafenuna árás Annþór Kristján Karlsson, dæmdur handrukkari, gengur enn laus meira en tveimur árum eftir að hann ruddist inn tíl Birgis Rúnars Bene- diktssonar, vopnaður stálröri, og barði hann til óbóta. Birgir lá mjaðma- grindarbrotinn í rúmi sínu og gat enga björg sér veitt. Hönd hans möl- brotnaði þegar hann bar hana fyrb höfuð sér. Annþór hefúr enn ekki setið inni vegna þessarar hrottalegu árásar, fyrir utan tuttugu og einn dag í. gæsluvarðhaldi, þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir árásina. Annþór áfrýj- aði og er því laus á meðan Hæstí- réttur hefur málið til umfjöllunar. Breytti vitnisburði af ótta við hefnd Grundvöllur áfiýjunar Annþórs er byggður á því að Birgir hafi dreg- ið framburð sinn um árásina til baka íhéraðsdómi. Sagðist þá hafa dottíð niður stíga. Dómara þóttí þessi nýi vitnisburður fjarstæðukenndur og ótrúverðugur og dæmdi Annþór og samverkamann hans, Ólaf Valtý Rögnvaldsson, til fangelsisvistar. Þetta er þó ekki í fyrsta skiptí sem eitt fómarlamba Annþórs breytir framburði sínum fyrir dómi. Fyrir nokkrum árum mættu nokkrir félagar hans í dómssal Héraðsdóms Vestfjaröa þar sem fómarlamb Annþórs áttí að bera vitni. Nærvera mannanna virtíst vera nóg til að fómarlambið breytti fram- burði Annþór Kristján Karlsson handrukkari Hæstiréttur réttaðiyfir Annþóri i gær. sínum verulega og fría Annþór frá málinu. „Hótuðu að drepa mig" Aðeins tveimur dögum fyrir rétt- arhöldin kom Birgir Rúnar í viðtal í DV, sagðist vera búinn að fá nóg af hótunum og ofbeldi. Hann vildi segja sannleikann. „Ég hef aldrei orðið eins hrædd- ur á minni litlu ævi og þegar ég sá þessi tröll koma inn," sagði Birgir Rúnar Benediktsson um morguninn þegar Annþór Kristján Karlsson og Ólafur Valtýr komu inn í herbergi hans. Hann sagðist hafa heyrt þá sparka upp hurðinni og svo hafi dunið á honum hótanir um ofbeldi. „Þeir sögðu eitthvað um að ég yrði drepinn ef ég borgaði ekld 500 þúsund fyrir fösmdag. Kærastan mín stóð bara öskrandi og grátandi á meðan. Þá kastaði Óli Valtýr þess- um keramikdisk í hausinn á mér og ég hoppaði af stað á einni löpp og ætlaði út en komst bara upp í rúm. Tveir þeirra . vom með kylfur og ég I man að Anni var með 1 svarta litla kylfu en ég man ekki svo vel eftír þessu. Ég var allur í blóði, höndin, andlitið og allt, og þegar ég horfði á höndina mína stóð beinið út í loftíð. Óli Val- týr sótti síðan handklæði til að ég gætí þurrkað mér. Ég fór strax í að- gerð þar sem ég var saumaður sam- an,“ sagði Birgir Rúnar. Hæstaréttar að meta trúverð- ugleika Þessi framburður í viðtalinu í DV er samhljóða þeim framburði sem hafður er eftir Birgi Rúnari í fyrstu lögregluskýrslum. En þegar kom að sjálfum réttarhöldunum hafði eitt- hvað breyst. Birgir Rúnar haltraði inn í réttarsalinn, settíst í vitnasætið og áður en dómarinn hafði sagt fyrsta orðið sagði Birgir Rúnar. „Eg datt bara niður stíga." Karl Georg Sigurbjömsson er lögfræðingur Annþórs sem kærður „Þegar ég horfði á höndina mína stóð beinið út í loftið." hefur verið allt að 90 sinnum til lög- reglu og dæmdur átta sinnum fyrir ýmis brot. Aðspurður hvort það væri fordæmisgefandi ef Hæstiréttur tæki „sögu" Birgis gilda þar sem augljóst væri að hún væri fengin fram með hótunum um ofbeldi sagði Karl að það væri Hæstaréttar að meta hvort hin nýja frásögn væri ótrúverðug eða ekki. „Ég get ekki svarað því," segir Karl. Símon Sigvalda- son, dómari við, Héraðsdóm Reykjavíkur, felldi. þungan dóm yfir Annþóri, eða tvö og' hálft ár. Hvort hann muni standa mun Hæstiréttur þurfa að, dæma um. andri@dv.is j Karl Georg Sigurbjörnsson, lögfræðingur Annþórs Er verjandi eins frægasta glæpamanns landsins. Lögreglan ætlar ekki að yfirheyra Fazmo- klikuna fyrr en eftir helgi Fazmo-klíkan á djammið um helgina Dyraverðir reknir af Hverfisbarnum Hallgrímur Andri Ingvarsson Lögreglan hefur enn ekkiyfirheyrt | hann. Þrátt fyrir þijár kær- ur, íjölda vitna og það sem næstum má kalla játningu ofbeldismann- anna sjálfra á heimasíðu þeirra, hefur lögreglan enn ekki rætt við neinn meðlim Fazmo-klík- unnar um ofbeldis- verkin við Hverfis- barinn um síðustu helgi. Fjórir meðlimir klikunnar em grun- aðir um árásimar en lögregla seg- ist ekki ætla að ræða við neinn þeirra fyrr en eftir helgi. Lögreglan segist enn vera að ræða við vitni og vilja ljúka þeirri vinnu áður en rætt er við þá grunuðu. Því liggur fyrir að meira en vika mrm h'ða frá árásunum sjálfum og þar til nokkur þeirra sem grunaðir em um þær verður kallaður til skýrslutöku. Fjöldinn allur af vitn- Hörður Jóhannesson yfir- lögregluþjónn Segirekki sjdlfgefið að setja svona menn I gæsluvarðhald. um hefur staðfest frá- sögn DV af atburðum síðusm helgar. Það hafa Fazmo-liðar einn- ig sjálfir gert með skrif- um sfrmm á heimasíðu sinni. Þar var til dæmis ítarleg lýsing á bar- smíðum hópsins á manni en sá var sak- aður um að hafa kastað glasi í átt að einni af grúppíum sem þeir fullyrða að fylgi hópnum. Þetta var á föstu- degi en kvöldið eftír var Fazmo- hópurinn aftur kominn á stjá. Þeg- ar þeir komu aðvífandi að röðinni við Hverfisbarinn það kvöld fór mikið fyrir þeim. Vitni segja að fólki hafi verið ýtt til hliðar og hóp- urinn hafi komið sér fyrir fremst í svokallaðri V.I.P.-röð. Einum gesta varð það á að biðja mennina að sýna kurteisi og uppskar að launum hnefahögg og rotaðist hann samstundis. Því næst hófu þrír til fjórir menn að sparka í hann þar sem hann lá. Nökkvi Gunnarsson var í röð- inni þegar þetta áttí sér stað. Hann stökk á mann sem tók þátt í árásinni í von um að skakka leik- inn en var fljótt yffrbugaður af Fazmo-mönnum. Honum voru greidd allnokkur hnefahögg, skellt í jörðina og var sparkað og stappað einum tuttugu sinnum á höfði hans. Lýsing Fazmo-klrkunnar á at- burðunum vom í hæðnislegum tón: „Einhver meiddi sig í röðinni á Hverfisbamum í gær" og einn Fazmo-manna kvartaði yffr eymslum í hnúum. Eitt fórnarlamba sem DV ræddi við á mánudag sagði að sig svim- aði í hvert skipti sem hann stæði á fætur - líklega afleiðing ítrekaðra höfuðhögga. andri@dv.is Eigandi Hverfisbarsins, Rósant Freyr Birgisson, rak í vikunni þrjá dyraverði skemmtistaðarins vegna Fazmo-ofbeldisins sem átti sér stað síðastliðin föstudags- og laugardagskvöld. Vitni segja að dyraverðir hafi staðið aðgerðar- -------------— lausir hjá á meðan meðlimir Fazmo- klíkunnar réðust á_____________ tvo menn sem biðu í röð fyrir utan staðinn. Rós- ant Freyr segir að Hverfisbarinn hafi ailtaf kappkostað að tryggja Hverfísbarinn í Reykjavík Hérna börðu Fazmo-drengirnir tvo menn til óbóta. öryggi hinna fjöl- mörgu gesta staðar- ins. „Við leggjum áherslu á að allir skemmtí sér vel á Hverfisbarn- um,“ segir Rósant. Myndabrengl í fyrri grein Þau lelðlnlegu mistök urðu IDVI gær að myndabrengl urðu með þeim afleiðingum að röngu nafni var skeytt við mynd affórnarlambi handrukkar- anna, Davíð Inga Guðjónssyni. Móðir Davíðs segir að þetta hafi komið illa við fjölskylduna, enda hafí sonur hennar verið fórnarlamb en ekki ger- andi. DV biðst velvirðingar á þessum mistökum. Það voru Þorsteinn Hafberg og Daniel Christensen, nefndur Danni danski, sem stóöu fyrir skotárásinni á Davið Inga. Hins vegar var Danni danski rangfeöraður i blaðinu i gær, hann er eins og áður segir Christensen en ekki Snorrason. tVIBSTÚTUM HOHIUM BARA ÍÞEGAR HAN! KEMUR ÚT Davíð Ingi Guðjónsson Varfórnar- lamb handrukkaranna Daníels Christen- sen og Þorsteins Hafberg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.