Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 Helgarblað DV Barnamorð- ingiyfir- heyrður vegna 27 ára ináls Barnamorðing- inn Robert i Black hefur ver- V'4fe> ið yfírheyrður MiíS vegna hvarfs Genette Tate sem hvarffyrir 27 árum síðan. Lík hennar hef- ur aldrei fundist en Genette var 13 dra þegar hún hvarf. Black, sem er 58 ára, afplánar tífaldan lífstíðar- dóm en hann er talinn einn versti barnamorðingi Bretlands. Þrátt fyrir að lögregluþjónar hafi tvisv- ar yfírheyrt hann hefur hann ekki sagt eitt einasta orð. Faðir Genette hefur grátbeðið Black um sannleikann.„Hún hefði orðið fer- tug d þessu ári. Segðu okkur allt sem þú veist." Morð í bama- afmæiiá McDonald’s Hópur barna sem voru I afmæli á veitingastaðnum McDonald's í Bretlandi urðu vitni að morði i síð- ustu viku. Jackie Mars- hall, 57 ára starfsmaður á veltinga- staðnum, var stungin til bana og tví- tugur maður sem starfaði á öðrum McDonald's-stað hefur verið ákærður fyrir morðið. Hann er tal- inn hafa verið rekinn þaðan þar sem hann var dónalegur við við- skiptavini. Jackie hafði unnið á staðnum 115 ár. Hún var fluttí skyndi á sjúkrahús en lést fljót- lega eftir komuna þangað. Myndaði undir pils nemenda Tæplega sextugur breskur tónlist- arkennari hefur verið dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir að taka vídeómyndir upp undir pils nem- enda sinna. Robert Gallacher myndaði yfír þúsund kvennem- endursína á 14 árum áður en eiginkona hanslétlög- regluna vita. Gallacher gaf nemendum sin- um reglulega að drekka en átti við klósettið svo þeir gátu ekki sturtað niður. Hann hirti síðan þvagið i merktum flöskum. Lögreglan segir kennarann einnig hafa sett ban- ana undir púða nemendanna og að hann hafí fryst kramda ávext- ina.„Gallacher var vel liðinn kenn- ari en undir niðri átt hann í bar- áttu. Hann sárvantar hjálp, “ sagði verjandi pervertsins. Jami Everett haföi engan grun um hversu heitt fyrrverandi eiginmaður hennar hataði hana. Henni var því illa brugðið þegar lögreglan sagði henni að Jeff Spain hefði borgað öðrum manni fyrir að drepa hana. Maðurinn sem átti að myrða Jami bjargaði lífi hennar þrátt fyrir að hafa aldrei séð hana. vmar sms Hin myndarlega Jami Everett lá í grunnri gröf, þakin sandi og mold. Ljósa hárið hennar var klístrað af blóði og hún var með sár eftir byssu- kúlu í höfðinu. Eða svo virtist vera. Ljósmyndin af henni var fölsuð. Lögreglan hafði sviðsett dauða hennar til að villa um fyrir eigin- manni hennar. Jeff Spain var enginn hálfviti og myndi krefjast sönnunar- gagns áður en hann borgaði mann- inum sem hann réði til að myrða Jami. Þá yrði hann loksins laus við hana, laus við að borga henni með- lagið og myndi sjálfur fá forræðið yfír tveggja ára dóttur þeirra. Sakamál Fékk fiðrinq eftir sjö ára samband Jami og Jeff kynntist í kirkju tíu árum áður. Þau voru á leiðinni í sama háskólann og urðu fljótt ást- fangin og giftu sig áður en þau klár- uðu skólann. Þau virtust passa vel saman. Spain var ríkur, vel liðinn lögfræðingur sem gekk í sérhönnuð- um jakkafötum og græddi á tá og fingri við að verja eiturlyfjasala. Jami sá um fallega heimilið þeirra í Odessa í Texas og hélt vextinum með því að fara í ræktina á hverjum degi auk þess sem hún starfaði í hlutastarfi á skrifstofu bæjarstjór- ans. Þegar hún varð ófrísk árið 1994 sagði Spain vinum sínum að hann væri í skýjunum. En í rauninni var það lygi. Eftir sjö ára samband fór hann að leita á önnur mið. Hann fór að halda framhjá Jami en þegar hún var komin fimm mánuði á leið komst hún að framhjáhaldinu, flutti út og til foreldra sinna. Hún sótti um skilnað stuttu eftir að Sarah fæddist. Bað vin sinn að drepa fyrr- verandi konuna sína Hjónakornin fyrrverandi rifust stanslaust um forræðið yfir Söruh, heimsóknartíma og meðlagið. Spain hafði nýlega kynnst spæjaranum Mike Marinelli. Eitt skiptið þegar þeir voru úti á lífinu spurði Spain Mike hvort hann væri til í að myrða Jami fýrir sig. í fyrstu hélt Mike að um grfn væri að ræða. „Ég hélt að hatrið og bjórinn væru við stjórn," sagði Mike. „Ég skildi ekki hvernig þessi maður, sem áleit mig vera vin, héldi að ég gæti gert slfkt og annað eins. En á sama tíma var ég feginn þar sem ég gat þá komið í veg fýrir þetta voðaverk. Ég var alveg viss um að Jami yrði drepin ef ég myndi ekk- ert gera í málunum. Hann hefði leit- að til einhvers annars." Átti að drepa systur hennar líka Mike Marinelli var fyrrverandi lögregluþjónn og hafði engan áhuga á að snúa sér að afbrotum og glæp- um. Hann samþykkti hins vegar að myrða Jami fyrir 15 þúsund dollara en fór síðan beint til lögreglunnar. Eftir að lögreglan hafði falið upp- tökutæki á Mike var hann aftur sendur til Spains til að skipuleggja morðið. „Jeff teiknaði upp hús for- eldra Jami fyrir mig. Hann sagði mér að Jami svæfi í sama herbergi og 15 ára systir hennar og ef ég dræpi hana þarna yrði ég að drepa systur hennar líka.“ Spain tók fljódega eftir upptöku- búnaðinum og varð fullur efasemda en Mike tókst að sannfæra hann um að tækið væri til þess að enginn gæti hlerað samtal þeirra. Spain ákvað að fljúga til Las Vegas til að halda upp á morðið og redda sér fjarvistarsönn- un í leiðinni. Lögreglumaðurinn Robertsson sem var yfir málinu hringdi á hótelið og bað hótelstjór- ann að fylgjast með ferðum hans. „Hann sagði mér að Jami svæfi í sama her- bergi og 15 ára systir hennar og efég myndi drepa hana þarna yrði ég að drepa systur hennar líka." Eins og í kvikmynd í ágúst 1996 lét lögreglan Jami vita af ráðagerð fyrrverandi eiginmanns hennar. Henni var vitanlega brugðið en ákvað að taka þátt í að sviðsetja dauða sinn. „Ég gat ekki trúað þessu upp á Jeff í byrjun og harðneitaði í fyrstu að taka þátt í þessu með lög- reglunni. Ég skildi ekld af hverju þeir gátu ekki bara handtekið hann. Þeir sögðust ekki geta það fýrr en Jeff væri viss um að ég væri dáin og hann héfði greitt fyrir morðið. Annars væri ekki hægt að sanna neitt á hann annað en að hann hefði talað um að láta drepa mig. Þetta var eins og í kvikmynd. Þegar ég kom heim um kvöldið spurði dóttir mín hvað ég hefði gert um daginn. Ég gat ómögulega sagt I Jami Everett „Ég gat ekki I trúað þessu upp á Jeffl byrjun i I og harðneitaði I fyrstu að taka I I þátt I þessu með lögreglunni. I Ég skiidi ekki afhverju þeir I gátu ekki bara handtekið I hann," sagði Jami en myndin I var sviðsett aflögreglunni. J henni að ég hefði þóst vera dáin og að pabbi hennar væri á leið í fang- elsi.“ Vildi láta drepa viðskiptavin Daginn eftir flaug Marinelli til Las Vegas og hitti Spain. Lögreglan hafði komið fyrir myndbandsupp- tökuvél í herberginu. „Þegar Jeff kom leitaði hann alls staðar í her- berginu. Hann ætíaði ekki að láta góma sig. Þegar hann ætíaði að opna hurðina að herbergi þar sem þrír lögreglumenn höfðu falið sig fór ég að svitna. Ég sagði honum að leita þama inni og að hann mætti ekki gleyma á bak við gluggatjöldin og undir rúminu. Þá fór hann að hlæja og hætti að leita. Ég lét hann fá einn af hringum Jami og rétti honum svo myndina af henni látinni. Hann grandskoðaði myndina en sýndi engar tilfinningar. Eftir að hafa hellt sér í glas brosti hann og spurði mig hvort hún hefði barist á móti,“ sagði Marinelli við réttarhaldið. „Þrátt fyr- ir að hún hafi verið móðir dóttur minnar er ég fegin að hún hafi þjáðst líkt og hún hefur látið mig þjást þessa síðustu mánuði. En nú er þessu lokið og lífið heldur áfram,“ sagði Spain og greiddi Mike uppsett verð en spurði síðan hvort hann gæti ekki tekið annað mál að sér. „Ég þarf nauðsynlega að losna við við- skiptavin en við skulum bíða í nokk- urn tíma ef lögregluna grunar mig í tengslum við morðið á Jami,“ sagði hann um leið og hann reif mynd- ina af Jami í tætíur, kveikti í henni og henti öskunni í kló- settið. Um leið og þeir kvöddu yfirgaf Spain hótelið og flaug heim. Þegar hann steig út úr vélinni rak hann augun í Robertson sem hann kannaðist við út af vinn- unni. „Sæll vertu. Hvernig hefurðu það?“ spurði hann lögreglumann- inn. „Ég svaraði honum að mér liði mjög vel og að Jami væri líka hress og að hann tæki sig vel út á mynd- bandi. í fyrstu varð hann grár í fram- an en missti svo jafnvægið og var næstum dottinn á götuna." Verst að hitta ekki dótturina Robertson og félagar hans í lög- reglunni komust seinna að því að Spain hafði áður beðið annan mann um að myrða Jami. Þá hafði hún ver- ið ófrísk og Spain hafði beðið mann- inn um að stinga hana á hol svo barnið myndi líka deyja. í réttar- höldunum sem fóru ffam 1997 við- urkenndi Jeff Spain að hafa skipu- lagt morðið á fyrrverandi eiginkonu sinni. „Það sem ég gerði var rangt og mér þykir þetta leiðinlegt. Ég er feg- inn að ég var handtekinn áður en einhver hlaut skaða af. Sama hvaða refsingu ég fæ er sú staðreynd að ég eigi ekki eftir að kynnast dóttur minni versta refsingin." Spain var dæmdur í átta til tólf ára fangelsi. „Ég er fegin að ég og dóttir mín erum heilar á húfi. Eg gerði mér aldrei grein fyrir hversu mikið Jeff hataði mig. Ég á Mike Marinelli allt að þakka. Hann bjargaði lífi mínu þrátt fyrir að hafa aldrei hitt mig," sagði Jami eftir réttar- höldin. Fjöldamorðinginn Mark Hobson er fyrir rétti í Bretlandi Játaði fjögur morð Morðinginn Mark Hobson við- urkenndi í vikunni að hafa myrt kærustuna sína, tvíburasystur hennar og eldri hjón í fyrrasumar. Claire og Diane Sanderson voru 27 ára og James og Joan Britton voru um áttrætt. Rétturinn fékk að heyra að Hobson hefði skipulagt morðin og að hann hafði einnig ætíað sér að myrða foreldra systr- anna. Hobson hafði flutt inn til Claire þremur mánuðum fyrir morðin. Félagi Hobsons segir hann hafa sagst ætía að næla í systur hennar þar sem hann hefði valið ranga systur. Hann plataði því Diane til að koma í heimsókn en kvöldið endaði á að þær létust báðar. Hobson viöurkenndi fyrir rétt- inum að hafa einnig myrt hjónin en lögreglan telur að hann hafi myrt þau eftir að hafa reynt að ræna þau. „Britton-hjónin voru fá- tæk og gátu ekki látið Hobson fá mikið. Hann hefur því ákveðið að myrða þau.“ Hobson fannst nokkrum dögum eftir verknaðinn í skurði. Gamall maður sem af- greiddi bensín þekkti hann á endanum og leiddi það til handtöku hans. Claire og Diane Sander- son Tvíburasysturnar voru myrtar affjöldamorðingj- anum Mark Hobson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.