Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Blaðsíða 18
T 78 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 Helgarblað PV Myndlistin hefur alltafátt hug hans og ástriðan er krafturinn sem fær hann til ad halda áframað mála þótt hann sé blindur. Halldór Dungal missti sjónina eftir að hafa drukkið própanól sem er ban- vænt eitur. Hann var endurlífgaður tvisvar og var eins og smá- barn þegarhann vaknaði eftir að hafa verið í dái í tvo mán- uði. Atburðurinn átti sér stað á Spáni þar sem Halldór hafði búið i yfir áratug og starfaði við myndlist sína. Hann erþakk- látur fyrir að vera á lífi og fer reglulega til Spánar þar sem hann á þrjú börn. Eg var að nota hreint gull í að mála mynd og var á kafi í því, ætlaði að skjótast á bar og hvfla mig aðeins frá verkinu og fá mér bjór. Þá tók ég penslana og var að skola þá í própanóli og hugsaði með mér; þetta er bara spíri," segir Halldór Dungal sem blandaði própanólinu í kók og drakk þennan banvæna drykk með afdrifaríkum afleiðingum. Halldór hafði búið í yfir tíu ár á Suður-Spáni þar sem fjölskylda hans á hús. Spænskir læknar sögðu það vera kraftaverk að Halldór skyldi lifa, svo mikil var eitrunin í blóði hans að læknamir sögðu hann hafa snúið á dauðann. „Ég var alltaf hrifinn af bjómum og í þessu tilfelli blandaði ég própa- nóli út í kók til þess að detta ekki út úr stemningunni sem ég var kominn í við að mála verkið. Ég var með hug- ann við málverláð og vildi ekki slíta mig frá vinnunni. Svona upplifi ég það án þess að ég muni hvað gerðist þama klukkutímana áður. Ég frétti það síðar frá lækninum þama úti að ég hefði átt að deyja eftir að innbyrða svona mikið af þessum bannvæna vökva. Ég dó reyndar tvívegis, bæði hjartað og heilirm hættu að virka um tfrna, en læknamir náðu alltaf að endurlífga mig," segir Halldór. Hann fékk góða meðferð hjá læknunum á Spáni sem náðu að endurlífga hann og skiptu tvívegis um allt blóð í lflcama hans í þeim tilgangi að ná eitrinu úr æðunum. Þurfti að læra allt upp á nýtt „Fyrst eftir að þetta gerðist og ég rankaði við mér á sjúkrahúsinu á Spáni var mamma hjá mér ásamt vini mínum. Mér fannst ég vera á Grens- ásdeild þó svo að ég hefði aldrei komið þangað. Ég talaði íslensku við læknana og þeir skildu náttúrulega ekki neitt," segir Halldór þegar hann rifjar upp lífsreynsluna sem felst í að vakna eftir að hafa verið í dái í tvo mánuði. Hann likir ástandi sínu við hálfgerða endurfæðingu þar sem hann var nánast eins og smábam og þurfti að læra nánast allt upp á nýtt. „Ég vissi ekki neitt. Var búinn að tapa tímaskyninu og vissi ekkert hvaða ár var eða hvað ég hét eða hvað hefði gerst. Ég bókstaflega endurfæddist þarna á þeirri stundu þegar ég vakn- aði úr dái." Halldór hlaut fram- heilaskaða með þeim afleiðingum að sjónin hvarf nánast alveg auk þess sem hann er máttíaus í hluta lflcam- ans og málfarið er óskýrt. (Framhaidá^\] ^ næstu opnu )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.