Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 23. APRlL 2005 Sport DV Hvað gerir Dallas? Hér er á ferðinní hörkurimma, þar sem allt getur gerst. Það eina sem þessi lið eiga sameiginiegt er að koma frá Texas, því leikur þeirra er eins og svart og hvítt. ^ Dallas-liðið hefur -■■’*?; fram að þessu verið þekkt U4 \ íyrir öflug- \ ansókn- '' arleik, en núhefur ' nýi þjálf- arinn, Avery Johnson, reynt að koma að msr meiri áherslu á vamarieikinn. Það jp-r hefur gefist ágætlega og m liðið var á miklum spretti B inn í úrslitakeppnina, með níu sigurleiki í röö. - Houston er lið sem þjálfað af mjög varnarsinnuðum þjáffara, en hefur engu að síður á að skipa mikium byssum eins og Tracy McGrady, sem hefur sýnt að hann getur klárað leiki upp á sitt eins- dæmi. Jordan-llðin mætast Þessi rimma verður í meira lagi áhugaverð, því þarna eru á ferð- inni tvö lið sem hafa átt afar mögru gengi að fagna í deildinni sfðustu ár. Chicago Bulls hefur verið í kjallara NBA-deildarinnar síðan Michael Jordan hætti og eft- ir hörmulega byrjun í haust brast á mikið öskubuskuævintýri í borg vindanna. Chicago hefur misst menn í meiðsli nýlega, en vamar- leikur liðsins, undir stjórn Scotts Skiles þjálfara, gætt fleytt liðinu langt. VVashington er hins vegar lið sem treystir fýrst og fremst á þrjá leikmenn sem bera liðið sóknarlega og er hver þeirra full- fær um að skora 30 stig gegn hvaða liði sem er. Washington fer eins langt og þeir Gilbert Arenas, Larry Hughes og Antawn Jamison koma því með stórskotahríð sinni. Denver er heitasta liðið Lið San Antoino hefði mjög lfkiega viljað sleppa við að mæta liði Denver í fyrstu umferð úr- slitakeppninnar, því Denver hefur verið heitasta lið deildarinnar á síðustu vikum deiidarkeppninnar. Árangur liðsins síðan George Karl þjálfari tók við liðinu er frábær eða 30 sigurleikir og aðeins 6 töp. Lið Denver er skipað góðum stór- um mönnum, sem gætu gert Tim Duncan, aðalstjömu San Antonio, lífið leitt, því hann er enn að jafna sig af erfiðum ökklameiðslum. Denver er með góðan heimavöll og frábæran þjálfara, en aðal- vandamál liðsins er fyrst og ffemst breiddin. Lið San Antonio hefur aftur fáa veikleika og er lík- legt til stórræða, en ljóst er að Denver gæti valdið töluverðum vandræðum. Sextán af þrjátíu liðum NBA-deildarinnar í körfubolta hefla í dag lokabaráttuna um NBA-meistaratitilinn þegar úrslitakeppnin hefst í bæði Vestur- og Austur- deildinni. spennan hefur ekki verið meiri í mörg ár, því mörg lið gætu gert harða hríð að titlinum í þetta sinn. DV skoðar hvaða lið verða sterkust í ár. Urslitastundin runnin Bestu menn l^nf6 °ha' °9 Sie*N°*í>'*°™Valíir°ti greina sem leikmenn ársins og eru allir komi neðskTliöinniúrslitakeppnina. DV-myndI Lið meistaranna kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum í fyrra og vann NBA-meistaratitilinn, öllum að óvörum. Liðið mun fá meiri samkeppni í Austurdeildinni í ár en í fyrra, þar sem lið Miami fer frémst í flokki áskorenda. Vestanmegin eru það fyrr- verandi meistarar San Antonio sem þykja líklegastir til afreka, en ekki má afskrifa lið eins og deildarmeistara Phoenix Suns, sem hafa komið allra liða mest á óvart í vetur. Það var ekki mikill meistarabrag- ur á Detroit Pistons framan af leik- tíðinni í vetur og liðið átti í stökustu vandræðum eftir slagsmálin frægu við Indiana Pacers í haust. Ekki hjálpaði það liðinu að þjálfarinn, Larry Brovm, hefur verið inn og út af sjúkrahúsum í vetur vegna slæmrar heilsu og þess á milli hafa spurning- ar um framtíð hans sem þjálfara liðsins, dunið á honum. Eins og margir spáðu hefúr liðinu hins vegar vaxið mjög ásmegin á síð- ari hluta leiktíðarinnar og enda- spretturinn í deildinni í ár hefúr verið mjög keimlíkur hinum góða spretti sem liðið átti á sama tíma í fýrra og þykir það bera vott um að meistarahjarta leikmanna sé farið að slá á ný. Eitt er víst að liðin sem ætía sér í úrslitin í Austurdeildinni, munu þurfa að fara í gegnum Detroit. O'Neal minnir á sig Miami Heat er það lið sem flestir telja að muni veita Detroit hvað mesta keppni í Austurdeiidinni og margir vilja meina að það fari alia leið í úrslitin. Það er ekki síst fyrir til- komu miðherjans Shaquille O’Neal, sem hefur ekki valdið vonbrigðum á Flórída síðan hann kom þangað frá Los Angeles Lakers, en koma hans á Austurströndina á ný kollvarpaði valdajafnvæginu í allri deildinni. Það sýnir glögglega hversu frábær leikmaður hann er og öfugt við síð- ustu ár hans í Los Angeles hefur hann nú harma að hefna og vill áræðanlega sýna öllum í Englaborg- inni hverju þeir misstu af þegar hann var flæmdur frá Lakers. Mi- ami-liðið, með einbeittan og eilítið fúlan O’Neal innanborðs, getur unnið hvaða lið sem er á góðum degi. Spurs verður sterkt í Vesturdeildinni er San Antonio Spurs talið líklegast til afreka, enda er kjarninn í liðinu nánast sá sami og vann titilinn árið 2003. Tim Duncan á við erfið meiðsli að stríða og það getur sett stórt strik í reikn- inginn fyrir liðið, en nái hann að beita sér að fuilu í úrslitakeppninni verður liðið illviðráðanlegt. Phoenix Suns hefur komið allra liða mest á óvart í vetur og ef það nær að leika sama keyrsluboltann og það hefur spilað á tímabilinu öllu, geur liðið unnið hvern sem er. Það verður þó að teljast ólíklegt að lið eins og Phoenix og Dailas, sem leika hraðan og skemmtilegan sóknarleik, nái mjög langt í úrslitunum, því þar er það varnarleikurinn og baráttan sem er í fyrirrúmi og slíkt hentar liði San Antonio mun betur. Allt opið í ár Forvitnilegt verður að fylgjast með liðum eins og Houston Rockets, Denver Nuggets, Chicago Bulls og Indiana Pacers, en þessi lið gætu á góðum degi sett strik í reilcn- inginn fyrir áðurnefnd lið og eins og Cda/inrfí /í titH'nn? Þe,rBen Wallace og Chaunc Billups komu mörgum á óvart þegar Þeir unnu meistaratitilinn ífyrra en nú koma ÍZr óZnnDetrOÍtPiStZMÍ7inUm DV-mynd Reuters ftsWi áður sagði verður úrslitakeppnin í ár ein sú mest spennandi í áraraðir, því í raun er ómögulegt að spá fyrir um hvaða lið komast í sjálf úrslitin. Hægt verður að fylgjast með gangi mála í úr- slitakeppninni á Sýn á næstu vikum og fyrsta útsendingin verður einmitt í kvöld þar sem leikur Detroit Pistons og Philadelphia 76ers verður á dagsJcrá. baldur@dv.is Úrslitakeppni NBA-deildarinnar skemmtileg í ár Shaq sækist eftir sætum sigri Það eru mörg skemmtileg einvígi í 16 liða úrslitum NBA-deildarinnar í ár og nú beinast augu margra að austurströndinni sem hefur styrkst mikið frá ári til árs. Margir vilja meina að lið New Jersey Nets gæti velgt efsta liði Aust- urdeÚdarinnar, Miami Heat, vel undir uggum. Miami hefur að vísu unnið allar þrjár viðureignir liðanna í vetur, en Nets hefur verið á mikilli siglingu upp á síðkastið, á meðan Heat hefur verið í vandræðum. Shaquille O’Neal á við lítilsháttar meiðsli að stríða og er tæpur fyrir fyrsta leikinn með Miami og það gæti orðið vatn á millu Nets, auk þess sem Richard Jefferson ku vera nálægt því að verða leikfær á ný með liðinu. Rimma Detroit og Philadelphia gæti orðið mjög áhugaverð, ef ekki aðeins til að berja Allen Iverson aug- um, því hann hefur farið hamförum undanfarnar vikur og skoraði um 35 stig að meðaltali f leik á lokasprett- inum. Philadelphia fer eins langt og Iverson fer með liðið og það verður áhugavert að sjá hvernig meistar- arnir taka á móti honum. Boston tekur á móti Reggie Miller og félögum í Indiana, sem hafa átt í miklum erfiðleikum í ailan vetur, en eru sýnd veiði en ekJd gefin í úrslita- keppninni, sem verður sú síðasta fyrir Miller sem er að leggja skóna á hilluna. Viðureign Seattle og Sacramento er lituð af því að bæði lið eru í mikl- um vandræðum með meiðsli lykil- manna og sérfræðingar vestanhafs virðast hafa afskrifað þau bæði. Þau eru þó vel skipuð og gætu vel komið á óvart í ffamhaldinu. Phoenix er fyrir- fram talið líklegt til að sópa liði Memphis úr keppni nokkuð auðveldlega, en þegar í úrslitakeppnina er komið verða átökin meiri og þá hægist á leiknum, sem gæti hentað Phoenix illa. Möguleikar Phoenix í þessari úrslitakeppni velta á því hversu vel liðinu tekst að keyra upp hraðann í leikjum sínum og ef það tekst gætu þeir farið langt, þó ekki sé mikil breidd í liðinu. baldur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.