Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 Helgarblað DV talaði við verslunarstjóra nokkurra tískuverslana og forvitnaðist um hvernig við eigum að klæða okkur í sumar. Greinilegt er að áhrif frá Indlandi og sígaunum verða afar áberandi sem og stór munstur og íburðarmikið skart. Ahriffrásígaunu og Indlandi a Víðar mussur og gallabuxur „ÞaO verður mikið um kjóla, pils, víðar mussur og allskyns munstur," segir Guðný Sverrisdótt- ir afgreiðslustúlka í Sautján í Kringlunni. Guðný segir að það verði allt að gerast i gallabuxunum, þær verði bæði þröngar og víöar.„Blúnduhlýrabolir verða vinsælir og i alls- konar litum. Það verður mikið um glingur. Arm- bönd úr gulli og allskon- ar lit hálsmen og siðir eyrnalokkar. Wedge- sandalar verða áber- andi og litirnir verða gylltur, appelsínurauð- ur, brúnn, grænn, svart- urog hvítur," segir Guð- ný og bætir við að áhrif- in verði bæði afar hippaleg og indversk. „Pilsin verða áfram íþessu hippatrendi eins og hefur verið i vetur, “ segir Hrund Guðmundsdóttir útstillinga- stjóri i Top Shop i Smáralind. Hrund segir sumartiskuna verða undir áhrifum frá sígaunum auk þess sem ind- versk áhrifverði áberandi. „Það verður mikið afpallíett- um og útsaum. Litirnir verða kvenlegir og sumarlegir og skærir litir eiga eftir að koma aftur, bæði sterkgrænn og appelsinugulur. Skórnir verða lágbotna, stórar tuðru- töskur verða vinsælar og kvartbuxurnar koma aftur i sum- ar. Hermannabuxurnar eru líka að koma i kvart svo þær eru alls ekki búnar," segir Hrund og bætir við að sól- gleraugun verði allsráðandi en þar sé ekkert eitt rikjandi. „Bikiniin verða náttúrulega vinsæl og allar gerðir afsól- gleraugum." Sexí safarí-áhrif „Blátt og hvitt verða aðallit- flp 'í f irnir hjá okkur isumar,"segir 1 - x Karen Ómarsdóttir verslunar- rllÉÉÉÍöSká stjóri i Oasis. Karen segir að k&Fr'm’jMý pilsin verði málið í sumar Bf .'tt en þau eiga að vera við og vSLAjJP'^L í. flaksandi.„Það verðurmik- ið um munstur og afrísk áhrif. Skartið verður i stíl og -■aSjip’vl það á að vera stórt og áber- andi og helst úr tré og beltin mB stór með. Það verður mikið um sandala og opna skó, kvartbuxur og sólgleraugun VH eru náttúrulega málið. Þau verðafrekar stór isumar og i , öllum litum og töskurnar |J2|C|C IBjjBsM” verða sömuleiðis rosalega flottar og stórar, úr basti og Pils 8900 kr. einnig undir þessum sexí Röndóttur bolur 6990 kr. safari-áhrifum," segir Karen. Bolur 3590 kr. Armband 1290 og 1790 kr. Hálsmen 3590 kr. Sautján Gallabuxur 13.900 kr. Bolur 2990 kr. Top Shop Plls meö speglum 7490 kr. Toppur 4490 kr. Skór 3990 kr. Tuðran 4990 kr. Rómantík og þægilegheit „Þetta verður svolítið sambland og mikill rómans," segir Stella Skúladóttir verslun- arstjóri í Kultur í Kringlunni.„Aðalmálið er að eiga gallabuxur og kúrekastígvél en svo er líka rosalega mikil pilsatíska með rómantískum toppum við. Nú loksins eru komnir sterkir litir, kór- albleikt, sterkgrænn og orange auk þess sem svartur og hvítur eru alltafinni. Brúni liturinn sem hefur verið áberandi i vetur mun einnig halda áfram," segir Stella og bætir við að tískan verði hippaleg, róm- antísk og þægileg.„Það verður mjög mikið afskarti i gangi, lafandi eyrnalokkar og síð hálsmen i litum og fullt af armböndum. Kúrekastig- vélin munu halda velli en þar sem við höfum átt svo góð sumur und- anfarið munu sandalarnir koma sterkir inn. Jakkarnir verða i litum, stuttir i mittið, aðsniðnir og þægi- leglr." -mm Kvartgallabuxur 11.990 kr. Grænt pils 9.990 kr. Grænn toppur 4.990 kr. Peysa með steinum 11.990 kr. „Beinar gaiiabuxur eru að koma sterkt ÖJ*-5. inn," segir Jóel Briem i versluninni '* 1 Spútnik.„Stutt gallapils eru einnig að koma aftur en þau voru vinsæl fyrir nokkrum árum enda , mikil klassík. Pilsin verða stutt og svolítið snjáðJ með tjásum að neðan," segir Jóelog bætir Jaj við að munstuð pils verði einnig áberandi i sumar.„Sandalar eru málið en þeir verða Ljxft mikið í gulli og silfri. Það verður voðalega *fí 'i mikill glamúr í gangi i skartinu. Skartið j verður stórt, glansandi og meira áber- andi istaðinn fyrir eitthvað litið og J■ ($1 smart. Breiðu og fléttuðu beltin verða 1 /j enn i gangi enda ganga þau viðalltog X ' eru miðjan í dressinu en beltin verða bæði i gulli og með sylgjum." Spútnik Blómaundirkjóll 1900 Dökkt muntrað pils 4300 Rautt pils 4300 Blár kjóll 4500 Gallapils 3900 Nú þegar sumarið er loksins komið eru verslanir borgarinnar fullar af spennandi sumarvörum. DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.