Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 23. APRlL 2005 Fréttir DV Síminn með nýja lausn Síminn hefur sett á markað nýja lausn, Við- skiptamiðju. Viðskiptamiðj- an er virðisaukandi þjón- usta ofan á IP-net Símans. Lausnin hentar sérstaklega þeim fyrirtækjum sem þurfa að tengjast öðrum fyrirtækj- um, stórum sem smáum í rafrænum viðskiptum. Við- skiptamiðja gerir fyrirtækj- um kleift að senda við- skiptaskjöl á milli viðskipta- kerfa með einföldum, ör- uggum og áreiðanlegum hætti og án handvirkrar skráningar á hverjum stað. Algengt er að stærri fyrir- tæki hafi byggt upp lausnir sem henta þeirra þörfum en til þess að geta tengst minni fyrirtækjum þurfa þeir lausn sem skilar þeim hámarksár- angri. Rætt um Hitler og Che Sagnfræðingafélag ís- lands boðar til fundar um tvær kvikmyndir sem sýndar hafa verið á alþjóðlegu kvikmyndahátíð- inni í Reykjavík að undanförnu: Der Untergang sem fjallar um síðustu daga Hitlers og liðsmanna hans í Berlín 1945 og Diari- os de motorcicleta sem greinir frá ferðaiagi hins unga Emestos Che Guevara og vinar hans um Suður- Ameriku árið 1952. Báðar myndimar hafa hlotið mik- ið lof en um leið hefur verið spurt hvort þær gefi raunsanna mynd af þeim einstaklingum og atburð- um sem fjallað er' um.Fundurinn verður í Norræna húsinu, þriðju- daginn 26. apríl kl. 12:00- 13:15. Ódýrlyfí Rimunum Mikill munur var á hæsta og lægsta verði nokkurra lyfseðilsskyldra lyfja sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á í apó- tekum á höfuðborgar- svæðinu sl. miðvikudag. Rimaapótek í Grafarvogi var í öUum tilvikum með lægsta verðið á þeim lyijum sem skoðuð vom. Verðkannanir á lyfseðils- skyldum iyfjum em unn- ar í samráði við Land- læknisembættið og framkvæmdar þannig að lagðir em fram lyfseðlar í apótekum. Óráösía í framkvæmdastjóramálum Sambands garðyrkjubænda var ástæða fram- boðs nýs stjórnarformanns. Friðrik Eysteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri sambandsins, segir málið snúast um peninga og aðgang að þeim. Gariyrlqiduendur múlbundnlr í iurmannskjöri sambands síns Friðrik Eysteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, var dreginn inn í framboðsræðu nýkjörins stjórriarformanns sambandsins. Friðrik gagnrýnir kjörið, og seg- ir eignatengsl gera formanninn vanhæfan „Þetta snýst um aðgang Sölufé- lagsins að fjármunum hjá Sambandi garðyrkjubænda," segir Friðrik Eysteinsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Sambands garðyrkju- bænda. Meint vandræði í samskipt- um við hann sem framkvæmda- stjóra, og forvera hans Hauks Sig- urðssonar, hafi verið að þeir væru að bremsa á peninga til Sölufélagsins. Hann telur að Sölufélag garðyrkju- manna ehf. vilji ráða hliðhollan framkvæmdastjóra sem hindri ekki aðgang þeirra í fjármagn. Vanhæfur Friðrik segir sambandið ráða yfir um 25 milljóna króna sjóð til að styrkja ýmis mál- efni garð- yrkju- bænda, svo sem vöru- þróun. Sölu- félag garð- yrkjumanna ehf. hafi mik- ið sótt um styrki £ sjóðinn en verið tregt til að afhenda rétt gögn svo vinna mætti Friðrik Eysteinsson Skildi við Samband garðyrkjubænda í frið og spekt en er nú dreginn inn í stjórn- arformannskjör sambandsins. sóknirnar. „Til dæmis sótti Sölufé- lagið of seint um í ár og sendi inn ófullnægjandi gögn. Þeir höfðu þó umsóknina í gegn með hótunum við fyrrverandi stjómarformann um að honum yrði komið frá,“ upplýsir Friðrik. Friðrik er lítt hrifinn af kosninga- baráttu starfsfólks Sölufélagsins fyr- ir hönd Þórhalls. Hann segir garð- yrkjubændur múlbundna gagnvart Sölufélaginu. Þeir séu með einhliða innleggssamninga við fyrirtækið og það ákveði hvað mikið og hvenær það kaupi. Bændur séu í raun beittir félagsleg- um og efna- hags- legum þrýst- ingi. Þá bendir Friðrik líka á augljósa hags- munaá- rekstra. „Þórhallur er vanhæfur í öllum mál- efiium sem snúa að Sölu- félaginu vegna eigna- tengsla." Vill ekki tjá sig „Það er rétt að ég gagnrýndi hvemig haldið hefur verið á ráðn- ingum framkvæmdastjóra hjá sam- bandinu," segir Þórhallur Bjarna- son, nýkjörinn stjórnarformaður Sambands garðyrkjubænda. Hann segist hins vegar ekki tilbúinn í að tjá opinberlega sig nánar um það í hvetju sú gagnrýni sé falin. Hann er hissa á ásökunum um að ástæðan sé að fyrri framkvæmdastjórar hafi ekki verið nógu liðlegir við að veita Sölu- félaginu aðgang að fjármagni. Þórhallur segist hafa farið fram þar sem margir hafi hvatt sig til þess. Hann taldi sig hafa stuðning til að ná kjöri og hefði ekki farið fram hefði hann þurft að strrnda kosningabar- áttu. Hann neitar að hafa vitað um að starfsmenn Sölufélagsins hafi stundað kosningabaráttu fyrir sína hönd. „Ég heyrði fyrst af því eftir fund- inn frá fyrrver- andi for- manni," full- yrðir Þór- hallur. Að- spurður hvort slíkt atferii væri réttlætan- legt gagn- vart bænd- um vildi Þórhallur ekki tjá sig frekar, honum sé ekki kvmnugt að slíkt hafi gerst heldur. „Þetta orkar ekki tví- mælis. Ég skil ekki hvernig á að útiíoka bændur vegna eignar ísölufélaginu." Ekki bara einyrkjar Varðandi ásakanir um hags- munatengsl og vanhæfi segist Þór- hallur ekki hafa gert upp hug sinn og ný stjórn eigi eftir að ræða þau mál. Hann segist hins vegar vita til þess að til dæmis hafi Sighvatur Haf- steinsson, fyrrverandi stjómarmað- ur, vikið af fundi þegar hans eigin umsóknir vom ræddar. Honum finnst ekkert óeðlilegt við það að sinna formannsstarfinu þrátt fyrir verulega eign í Sölufélag- inu með fjölskyldu sinni. Hann sér ekki af hverju það ætti að útiloka hann. „Þetta orkar ekki tvímælis. Ég skil ekki hvemig á að útiloka bænd- ur vegna eignar f sölufélaginu," seg- ir Þórhallur og bendir á að þá væm einungis ein- yrkjar og smá- bændur með lítinn sem engan eignar- hlut til greina. Sér fyndist það ekki f réttíátt. Þórhallur Bjarnason Hefur ekki tfma í þessa umræðu þar sem hann er að rúða nýjan framkvæmdastjóra og vinna að raf- mangssamningum fyrir garðyrkjubændur. Sigurður G. Guðjónsson, Karl Garðarsson og Steinn Kári Ragnarsson stofna blað Sjónvarpsmenn stofna dagblaðið „Blaðið' Aðstandendur nýs blaðs, „Blaðs- ins", hafa viðurkennt stofnun nýs blaðs. „Það hefur alltaf verið mfn regla að klára hlutina áður en greint er frá þeim," segir Sigurður G. Guð- jónsson stjórnarformaður fjölmiðla- fyrirtækisins Ár og dagur sem hyggst gefa út blaðið sem verður dreift frítt á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður er fyrmm forstjóri Norðurljósa og með honum í undir- búningi hefur verið Karl Garðarsson sem áður var fréttstjóri Stöðvar 2 og svo Steinn Kári Ragnarsson fyrrver- andi sjónvarpsstjóri Popp tíví. Frá Hvað liggur á? þessu var greint í DV fyrir tæpum tveimur vikum en forsprakkarnir ýmist neituðu að tjá sig eða vísuðu því ranglega á bug að til stæði að stofna blað. Sigurður G. sagðist í samtali við blaðið ekki hafa hugmynd um þetta. Karl Garðarsson, sem hefur veg og vanda að undirbúningnum, svaraði með misvísandi hætti. Hann sagðist hafa verið í blaðamennsku í tuttugu ár og spurði á móti hvort það væri ekki bara ágætur tími. DV hafði heimildir fyrir því að hið nýja fyrirtæki hefði keypt stelpu- tímaritið Orðlaus sem kemm út „I augnablikinu er ég að drffa mig að fara að mynda fyrir verkefni sem ég er að vinna," segir Ólafur Freyr Númason hönnuður.„Þetta er sérstakt persónulegt verkefni fyrir sjálfan mig þar sem ég var að hanna fatnað sem ég þarfað mynda á módeium. Svo eru náttúrulega prófin að byrja í Háskólanum á Akureyri og mér liggur auðvitað á að fara að undirbúa mig." mánaðarlega. Hrefna Björk Sverris- dóttir ein aðstandenda Orðlauss sagði alltaf gaman þegar bærinn færi að slúðra. „Ég hafiia þessu alfar- ið." í gær barst hins vegar tilkynning sem bar til baka fyrri svör aðstand- endanna. Aðspurður um hverjir bakhjarlar útgáfunnar væru sagði Sigurður G. í gær það enga risa á fjármálamark- aði. „Bara venjulegir menn eins og ég og Kalli. Engir risar. Mér er illa við í þeim sögusögnum sem gengið hafa um blaðið hefur fylgt sög unni að hugmyndin sé að reka samhliða sjónvarpsstöð. Þessu hafiiar Sigurður alfarið. Til stendur að fyrsta tölublaðið komi út í maí og komi þá út fimm daga vikunnar. jakob&dv.is Sigurður G. Guðjonsson Hann segir bakhjarla útgáf- unnar venjuíegt fóik eins og sig og Kari Garðarsson.„Engir risar. Mér er illa við risa.“ Karl Garðarsson Þegar DV greindi fyrst frá tiiurð blaðsins svaraði Karl út f höttog virðist sem lögð hefur verið griðarieg áhersia á að leynd hvildiyfir undirbúningnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.