Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Blaðsíða 54
54 LAUCARDAGUR 23. APRÍL 2005 Helgarblað DV Hrifinnaf Jörundi Thomas Keneally, höfundur verksins sem Spielberg byggði Schindler’s List á, skrifaði á laugardaginn rit- dóm í Guardian um bókina The English Dane eftir Sarah Bakewell. Þetta er nýjasta ævisaga Jörundar hundadagakon- ungs og á Keneally varla orð til aö lýsa furðu sinni á Jörundi og ævi hans. Hann segir Jörund vera líkastan persónu í skáldsögu. Lengstan hluta af rit- dómi sínum rekur hann feril Hundadagakonungsins en virðist vera ánægður með ævisöguna sem Chatto & Windus gefa út. Frankfurt íhættu Stelpurnar í Gjörninga- klúbbnum ætla að gera sitt besta til að trylla Frankfurtara á safna- nótt sem þar verður í Scliim - kúnsthöllinni þar í borg í kvöld. Þar verða þær með þriggja tíma performans. Þetta þykir fínt safn, en þær Eirún, Jóní og Sigrún segja verkið fjalla um sköpun, vald, niðurrif og fögnuð. Meðulin sem eiga að trylla Þjóðverja em A marengs, sérstakur gjaldmiðill klúbbsins í 1000 og 3000 ILC seðlum og hinn svarti, slægi og glysgjarni hrafii. Þá verður boðið upp á eldri verk: Sirkustjaldi fyrir tvo, Heklaðri grímu, og Pípuhött- um Gjörningaklúbbsins. Daði í Grafík- salnum í dag kl.15 opnar sýning á vatnslitamyndum eftir Daða Guðbjörnsson í Grafiksafni ís- lands, sal íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Á sýningunni em um tuttugu verk öll unnin á síðustu tveimur ámm. Akvarell-tæknín hentar mjög vel fyrír hin ljóðræna stíl sem Daði hefur verið að þróa ámm saman. Hann reynir að iýsa flóknum nútíma á ljóðræn- an og persónulegan hátt. Þessi aðkoma að listinni hefur verið mjög áberandi í hinum alþjóð- lega listheimi eftir tímabil þar sem minimalisminn hefur verið nær allsráðandi. Það er fagnað- arefni að hinn ferski náttúrulegi andi Daða er enn kominn á kreik. Augnablikið fangað er Qögurra dansa skemmtun sem Dansleikhúsið býður uppá á Nýja sviði Borgarleikhússins. Nýir kraftar bætast þar í hóp eldri danshöfunda og eru verkin margbreytileg í hugsun og gerð. Hópurinn tekur lófataki áhorfenda i lok velheppn- aðs kvölds á Nýja sviðinu. Leikhús Átta ný dansverk eftir íslenska höfunda líta dagsins ljós nú í sum- arbyrjun og eru þá ördansar sem sýndir verða í Góða hirðinum ekki taldir með. Þetta er mikil gróska. En það er erfitt þjálfuðum kröftum að halda sér f formi og hafa einungis fáein verkefni ár hvert til að stefna að. Sú aðferð Dansræktar JSB að halda úti vettvangi fyrir danshöf- unda er mikils virði. Þegar við bæt- ist Nútímadanshátíðin í Reykjavík og stakar sýningar í nafni annarra dansskóla eða Höfúndasmiðju ÍD er veltan í starfsemi sjálfstæðra danshópa orðin veruleg viðbót. Enda eru rætur íslenska dansins í starfsemi skólanna og þær hafa síð- ustu hundrað ár fóstrað dans- menninguna ffekar en hinir ríkis- reknu flokkar. Verður ekki að segja að upphaf listdansins hér á landi megi reka til konungskomunnar 1907? Samkvæmt því tímamiði er skammt í aldarafmæli landnáms listdansins á íslandi. Dansarnir fjórir í þessari sýn- ingu voru æri misjafnir: þema sýn- ingarinnar var veikt, en hyggilegt að reyna að ná um sýninguna með þessum hætti. Núna Verk Irmu Gunnarsdóttur var réttur inngangur að kvöldinu: fjórar konur og karl í undirbúningi skemmtunar eða lífsins. Hér var texti nokkur og verkið næst því að bera leikhússnið. ívar örn styrkti verkið með ffamkomu og kyndug- um texta - spunnum? Stöllurnar Qórar, tvær hvítar og tvær svartar, búa allar með einum manninum. En verkið skorti dramatíska þunga- miðju: átakapunktar illa nýttir og sýndi að Dansræktin gerði vel að bjóða til samstarf dramatúrgum til vinnu með höfundinum. Þetta var ekki meira en kúnstugt intró. Kólnandi kaffi Samstarfsdæmi þeirra Höllu og Lovísu hafði aftur slíka spennu til að bera. Tvær konur bíða eftir undirleik- ara og upp hleðst leiði og síðan átök. Unnið var í þröngri keilu, húsmunir nýttir á skemmtilegan hátt og þær báðar sýndu afgerandi takta, per- sónulegan stíl í dansinum. Aftur má velta fyrir sér innviðum. Er dæmið hugsað til að segja sögu eða skapa hughrifin ein? En verkið hélt athygli og þó að niðurstaða væri fyrirsjáan- leg var Kólnandi kaffi vel unnið htið dansverk. Þess má geta að Halla hef- ur verið valin til samkeppni í Kupio í Finnlandi þar sem haldin hefur verið danshátíð um langan aldur. í ræktinni Katrín Ingvadóttir hef- ur lengi verið einn helsti kraftur ÍD og er í stjórn Dansleik- hússins. Harkalegur dansari með sterka tilfinningu fyrir sjómennsku í eigin túlkun. Hér bauð hún upp á kostulega skemmtun með fjórum dönsurum og fjórum tímum: eró- bikktíma Fonda, freestyletímanum sæla, pallaleikfiminni og loks robe- jóganum. Bráðfyndið verk sem ýtti við áhorfendum sem skemmtu sér konunglega yfir tíðarandanum sem hér var skopfærður og sýndi að þær Ásdís, Ásta, Lovísa og Þórdís hafa ekki síður næmi fyrir skopfærslu sem oftar mætti sjást í dansi hér á landi. Finnskar minningar Veigamesta og - alvarlegasta verk kvöldsins var framlag Ólafar. Samkvæmt prógrammi byggir hún verkið Hetkinen á minningum sín- um frá Finnlandi. Það var eitt til merkis um þann uppruna svipleysi dansaranna, þungur einmanaleiki og nikkutónlistin sem vísaði reynd- ar fullt eins mikið í slavneskar stað- al-ímyndir. Verkið var glæsilega lýst og dansað í fínni búningasamsetningu af sjö dönsurum. Þar braut sig gjarna ein frá hóp en ekki sfður lagt inn með pardansi. Verkið dró vel fram samstyrk danshópsins og var að öllu leyti glæsilega flutt af mikl- um móði og skýrri tilfinningu. Eftir heldur glannalegt kvöld var það flottur endapunktur og raunar það verka Ólafar undanfarin miss- eri sem í mínum augum hefur þótt best heppnað. Danshópurinn Það er engum blöðum um það að fletta að sá hópur sem Dansleikhús- ið hefur yfir að ráða er settur saman af fínum dönsurum. Þær sem eink- um fönguðu athygli voru íris Marfa, Þórdís og Lovísa. Það er vitaskuld ekki síður atriði í verkum sem seilast úr dansinum að gefa túlkendum ríkt persónulegt inntak umfram hin réttu spor, tempó og tilfinningu í líkamshreyf- ingunni. Þetta kvöld var fín skemmtun og brýnt er að hlúð sé að þessum sprota af hinum stóra meiði svo hann verði burðug grein og beri marga ávexti. Næstu sýningar á Augnablikinu verða þann 24. apríl og 1. maí. Páll Baldvin Baldvinsson Það er mikil gróska í danshópunum þessa daga. Ördansar verða fluttir í salarkynnum Sorpu í dag. Dansaðu,dansaðu Það er mikið sótt í óvenjuleg sýningarrými í dansinum þessa dagana. í gærkvöldi var Jóhann Freyr með aðra sýningu á verk- efni sínu fyrir danssmiðju ÍD í stórum sal í Klink og Bank og í Nýlistasafninu á Laugavegi var nýr dans Sveinbjargar Þórhalls- dóttur sýndur. ördansahátíðin verður svo haldin í dag í þriðja sinn kl.15 í Góða hirðinum, Nytjamarkaði Sorpu, við Fells- múla. Hugtakið ördansar er. ekki skilgreint. Styttri dansar hafa lengi Verið meginefnið á verk- efnaskrá sjálfstæðra dansara og höfunda sem hafa samiö fyrir þá. Þegar dansinn opnaðist fýrir áhugamönnum, einkum úr geira myndlistarinnar á sjötta og sjö- unda áratug síðustu aldar hófst þróun sem enn er elcki séð fyrir endann á. Hópurinn sem stend- ur að Ördansahátíðinni hefúr hvatt áhugafólk um ördans til að gefa hugarfluginu lausan taum- inn að því er varðar inntak, framsetningu og stíl atriða. Fram til þessa hafa ördansar þó átt það sameiginlegt að taka stuttan tíma í flutningi eða spanna lítið svæði. Ber hátíðin því yfirskrift- ina Fleimilisdansar að þessu sinni og vegna þess að við erum svo alþjóðleg í hugsun um þess- ar mundir skaðar ekki að hafa enska heitið í frontinum: Domestic Dances. Þetta er þriðja árið sem hátíð- in hefur verið haldin en ördans- arnir litu fyrst dagsins ljós í Ný- lendunni, leiklistargalleríi Lab Loka við Nýlendugötu en í fyrra var hátíðin haldin í Klink og Bank við góðar undirtektir. At- riðin eru að þessu sinni af fjöl- breyttum toga, ýmist einstak- lingsdansar eða hópdansar en vonandi verður staðsetning og yfirskrift hátíðarinnar til þess að veita ördönsunum innblástur. Aðstandendur líta á ördansa- formið sem alþýðulist sem allir ættu að hafa aðgang að og eru því ördansarar/heimilisdansarar hvattir til að fjölmenna í Góða hirðinn þar sem áður var World Class og afgreiðslu Ikea til að taka þátt og/eða njóta. Myndlistarkona mundar ryksugu í dansi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.