Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2005, Blaðsíða 21
BV Helgarblað
LAUGARDAGUR 23. APRÍL 2005 27
handrukkarar
Tveir handrukkarar ganga lausir á Akureyri. Þeir heita Þor-
steinn Haflrerg og Daníel Christensen. Um síöustu helgi
tóku þeir 17 ára dreng, óku nieö hann út fyrir bæinn, létu
hann afklæöast og skutu hann 11 skotum úr gasskamm-
bvssu. Báðir voru þeir handteknir og \riö yfirheyrslur ját-
uðu þeir brot sín. Á miðvikudaginn voru þeir þó báöir
lausir og héldu áfram uppteknum hætti. Hótuðu mönn-
um, stæröu sig af ofbeldisverkum og buðu dóp til sölu.
Blaðamaður gaf sig á tal við
Þorstein og Davíð á miðviku-
dagskvöld. Þá voru þeir báðir
lausir úr haldi og rúntuðu um
miðbæ Akureyrar á bláum
Subaro Impreza. Drengirnir
lýstu ofbeldisverkum sínum í
bílnum. Sögðust ætla að stúta
Davíð Inga Guðjónssyni, fórn-
arlambi síðustu helgar, þegar
hann kæmi af spítala og sýndu
enga iðrun; sögðu Davíð Inga
bara „djöfulsins aumingja“ sem
hefði átt þetta skilið.
„Hann hleypur beint til lögg-
unnar eftir að við hræðum
hann aðeins. Ég hlakka til að sjá
hann aftur í bænum," sagði
Þorsteinn í bílnum.
Hræðilegt atvik
Meðan drengimir tveir
ganga lausir býr móðir fómar-
lambsins við stöðugan ótta á
heimili sínu. Fyrst eftir árásina
flúði hún heimili sitt. Fréttirnar
í gær um að drengirnir tveir
væm báðir lausir og héldu upp-
teknum hætti komu illa við
hana.
„Þetta er hræðilegt," segir
móðirin sem vildi þó sem
minnst tjá sig um málið af ótta
við hefndaraðgerðir. Hún segir
ofbeldi á Akureyri færast í auk-
ana. Ástandið verði sífellt verra
og fréttir af handrukkunum
tengdum dópviðskiptmn heyr-
ist æ oftar.
Flúði eigin heimili
„Maður hlýtur að spyrja sig
hvort allt sé í lagi þegar maður
neyðist til að flýja út af eigin
heimili," segir móðirin. „Nú er
svo búið að sleppa báðum
mönnunum og maður upplifir
sig varnarlausa."
Auk Davíðs Inga á móðirin
tvö yngri böm. Hún segir at-
burði síðustu daga koma niður
á þeim. Þau séu saklaus fórnar-
lömb. „Þetta hefúr nánast rú-
stað fjölskyldunni. Það verður
bara eitthvað að gerast," segir
móðirin.
Gróft ofbeldi
Það var um síðustu hélgi
sem Davíð Ingi sonur hennar
var tekinn höndum af Þorsteini
Hafberg og Dam'el Christensen.
Þeir fóm með hann út fyrir bæ-
inn, létu hann afklæðast og
velta sér upp úr snjónum. Eftir
að hafa hlegið að honum tóku
þeir upp gasskammbyssu og
skutu hann 11 skotum; jámkirl-
um sem bmtu í honum bein og
þurfti skurðaðgerð til að ná kúl-
unum úr honum.
Meðferð þeirra á Davíð Inga
var bæði grimmileg og ómann-
úðleg. 17 ára piltur, lítilmagni,
var niðurlægður og beittur
grófu ofbeldi.
Flúði af spítala
Lögreglan fann Davíð þar
sem hann lá í blóði sínu. Hann
Framhaldá
næstuopnu ^