Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst ÞRIÐJUDAGUR 26. APRlL 2005 3 Sumarösin rétt að byrja IJónTryggvi Unnars- son verslunarmaður Aö störfum í Dressmann. ■' i’i g' m * * * LíLbJ Inni í verslun Dressmann á Laugaveginum tekur Jón Tryggvi Unnarsson á móti viðskiptavinum í leit að nýju útliti, nýjum fötum. Jón Tryggvi hefur í vetur sett svip sinn á þessa vinsælu verslun enda starfar hann sem módel í frístundum. Andlit hans prýðir stórar auglýsingar frá Símanum og þær eru ófáar sjónvarpsauglýsingarnar sem hafa nýtt þokka Jóns Tryggva sér í hag. „Það er nú ekki svo mikið að gera en dagurinn er bara rétt að byrja,“ sagði Jón Tryggvi snemma í gær þegar Laugavegur- inn var enn ekki tekinn að iða af fólki. Við hilið hans var sam- starfsfélagi að útbúa sumarskreytingu Dressmann. Verslanir breytast líkt og grasið sem grænkar. Jón Tryggvi, sem fengið hefur verðlaun íyrir frammistöðu sína sem sölumaður í Dressmann, sagði sumarösina rétt að byrja. Á meðan reyndi hann að standa ekki aðgerðalaus held- ur finna sér eitthvað þarft að gera. „Maður brýtur þá bara sömu buxurnar saman - aftur og aft- ur,“ sagði hann og brosti eins og sönntun sölumanni sæmir. Spurning dagsins Á að ferðast eitthvað í sumar? Djammferð til Benidorm „Já, ég ætla til Benidorm með vinkon- unum. Þetta verður mögulega einhver djammferð." Elísabet Hall, nemi í Verzló. „Ég bara veit það ekki, ég hef ennþá ekki planað neitt." Ólafur Páll Ólafsson, nemi í HR. „Það á að labba hringinn I kringum land- ið,halturleiðir blindan. Ég áætla að það taki sjö vikur og er ég að safna fyrirgott máiefni." Bjarki Birgisson, afreks- maður í sundi og göngu- garpur. vera hérna í borginni. Kannski vinna eitthvað og þá bara á Kentucky." Sunna, Aníta og Jóhanna, nemar. „Nei, ég ætla ekki að ferðast neitt. Verð bara hérna í borg- inni að vinna í ísbúð." Halla María Guðmunds- dóttir nemi. Margir eru þegar búnir að skipuleggja sumarfriið sitt og þá er gjarnan farið eitthvert í ferðalag. Árið 1988 var gervi- hnattasjónvarp nýtt á ís- landi. Hópur kunnra íþróttamanna, fréttamanna og tónlistarmanna kom sam- an og horfði á tækninýjungina. Hópurinn var myndaður til styrktar manni sem hafði ltfið að launa annarri tækninýjung: Fyrsta hjarta- þeganum, Haildóri Halldórssyni. „Við stofnuðum hópinn Aðal meðal annars í kringum það verkefiii að styrkja fyrsta íslenska hjartaþeg- ann,“ segir Guðmundur Albertsson, Aðall Jón Páll Sigmarsson, Pétur Kristjánsson, Þorgeir Ástvaldsson og Þorgils Óttar Mathiesen voru meðal þeirra sem horfðu á gervi- fyrrverandi knattspymu- maður og handboltamað- ur úr KR og núverandi framkvæmdastjóri Bílasölu Reykjavíkur. Guðmundur seg- ir að gripið hafi verið til fleiri ráða til að styrkja hjartaþegann. Óneitan- lega hafi verið sérlega athyglisvert að horfa á fótboltaleiki í gegnum gervi- hnött tveimur árum eftir að Icy söng að ú'minn liði hratt á gervihnattaöld. „Og nú eru næstum 20 ár liðin síðan þetta var,“ segir Guðmundur þegar hann rifjar atburðinn upp. Dittó merkir endurtekningu, það sama og sagt var á undan. Orðið hóf innreið sína í íslenskt mál í gegnum bókhald. Uppruni orðs- ins liggur í latneskum málum, en það er fengið orðrétt I núverandi mynd úr ítölsku og merkir„sagt“. Það erdregið aflat- nesku sögninni„dicere", að segja. Málið Það er staðreynd... ...að blettatígurinn er eina kattar dýrið sem ekki getur dregið inn klærnar. „Stundum eru dáin hjón lik." Sverrir Stormsker um hjónabandið. ÞAU ERU SKYLD Fjárfestirinn & auðkýfingurinn Vilhjálmur Bjarnason, formaður Félags fjár- festa, og auðkýfingurinn Sonja heitin ______ Zorritia, eru náskyld. Móðurafi Viihjálms, ■S Eirikur Benjaminsson, var bróöir Ólafs Benja- minssonarsem varfaðirSonju.Á námsárum ^sínum IBandaríkjunum sótti Vilhjálm- urnokkuð i smiðju tilSonju frænku sinnar þegar kom að fjárfestingum og segist margt hafa afhenni lært. í fyrsta sinn á íslandi er í boði geymsiuhúsnæði að erlendri fyrirmynd. Losaðu um þrengslin og komdu eigum þínum í hreina og örugga geymslu Þú átt líka erindi til okkar ef bílskúrinn er yfirfullur. Öflugt öryggiskerfi 24 tíma gæsla Lás að hverri geymstu Varmahiti i gólfi Jafnt hitastig 100% hreinlæti Nýtt húsnæði Frá kr. 2,990 á mánuði Bókhald og gögn Lager fyrir minni fyrirtæki Vélar og tæki fyrir verktaka og iðnaðarmenn Búslóðir Bókasöfn Nú er tíminn til að geyma vetrarvöruna Samningstími allt niður í 30 daga Þú sérð húsið og skiltið frá Reykjanesbrautinni Við erum í næsta húsi við Marel i Garðabæ. Nánari upplýsingar eru á www.geymslur.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.