Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2005 7 7 Pólitískar bjöllutegundir Þrjár nýuppgötvaðar bjöllutegundir hafa verið nefndar eftir George W. Bush (Agathidium bushi), Dick Cheney (A. cheneyi) og Donald Rumsfeld (A. rumsfeldi). Ákvörðunin hefur valdið kurr meðal skordýrafræðinga. Þeir sem skýrðu segjast íhaldssamir aðdáendur stjómar Bush en aðrir gagnrýna að stjómmálum sé blandað inn í skordýrafræðina. Vís- indamenn sem uppgötva nýjar dýra- eða plöntuteg- undir mega gefa þeim nöfn. Bjöllutegundir hafa meðal annars verið nefndar eftir Darth Vader úr Stjörnustríði og indíána- stelpunni Pocahontas. Listræn fæðing Þýsk kona fæddi á dögunum bam sitt fyrir framan þrjátíu áhorf- endur. Konan, Ramune Gele, og Winfried Witt, maki hennar, ákváðu að nota fæðingu bams síns sem innsetningu í DNA- listagaUeríinu í Berlín. Framkvæmdastjóri gall- erísins sagði að parið hefði viljað brjóta upp viðhöfð gildi og sjá hvernig samfélagið höndlaði það. Læknar og trúarleiðtogar hafa gagn- rýnt uppákomuna harð- lega. Kirkjuleiðtoginn Stefan Foemer segir fæðingu mjög persónu- lega upplifun og hún ætti að vera það áfram. Páfinn.com Roger Cadenhead, íbúi Flórídaríkis, ætlar að spyrja kaþólska ömmu sína hvað hann eigi að gera við netlénið www.Benedict- XVI.com. Roger keypti lénið 1. apríl síðastliðinn og veit nú ekkert hvað hann á að gera í málinu. í viðtali við fjöl- miðla sagði Roger að ákvörðunin byggðist á því að styggja ekki þann rúma milljarð sem fylgir kaþólsku kirkjunni. Roger keypti lén með nöfnum páfa seinustu þriggja alda en náði ekki að krækja í JóhannesPálIII.com eða J0hannesXXTV.com. Kauðsleg klósettferð Lögreglumaðurinn Craig Clancy særði óvart mann þegar hann gekk öma sinna á almennings- salemi í borginni San Ant- onio í Bandaríkjunum. I sömu andrá og Craig girtí niður um sig datt byssan hans úr slíðrinu. Þegar hann reyndi að grípa hana greip hann óvart í gikkinn og hleypti af tveimur skot- um við það. önnur kúlan fór í gegnum þunnan vegginn og hæfði mann í fótlegginn þar sem hann stóð og þvoði sér um hendumar. Innra eftirlit lögreglunnar í Texas rann- sakar nú málið. Guðmundur Þórarinsson, sem nú situr í gæsluvarðhaldi fyrir að kýla prófessor, verður líklega ákærður fyrir amfetmínframleiðslu á næstu dögum. Guðmundur og tveir félagar hans voru gripnir við að framleiða amfetamín í Kópavogi fyrir einu og hálfu ári. Ríkissaksóknari lét lögreglu milda ákæruna þar sem ekki væri um stórfellt fíkniefnabrot að ræða. PrófessorsiíDingiir í varöhaldi ákæröur tvrlr spítlframleiöslu Hér var framleitt amfetamín Á efstu hæð þessa húss var fram- leittefnisem einn sakborninga i mdlinu sagði hafa verið allt að nlutlu prósent hreint amfetamln. Lögfræðideild Lögreglunnar í Reykjavík mun á næstu dögum að öllum líkindum gefa út ákæru í eins og hálfs árs gömlu amfeta- mínmáli. Athygli vekur að ekki er ákært fyrir stórfellt fíkniefna- brot, þrátt fyrir að um nokkuð umfangsmikla amfetamínfram- leiðslu hafi verið að ræða í málinu, heldur mun ákæran hljóða upp á fíkniefnabrot. Munurinn á þessum tveimur ákærum ligg- ur í því að fyrir stórfellt fíkniefnabrot er hægt að dæma menn í 12 ára fangelsi en í sex ár fyrir vægari ákæruna. Erfið sönnunar- byrði sögð ástæðan. Fflaiie&ialögreglan gerði áhlaup á efstu hæð iðnaðarhúsnæðis á mót- um Vesturvarar og Hafnarbrautar í nóvember 2003. Lögreglumenn höfðu þá haft spurnir af því að hugs- anlega væri höndlað með fíkniefni í íbúðinni. Það reyndist rétt - og rúm- lega það. Rassía með aðstoð slökkviliðs Þegar lögreglan sparkaði upp hurðina að íbúðinni voru þar inni þrír karlmenn á þrítugsaldri. Lög- reglu brá þó enn meir í brún þegar í ljós kom að umfangsmikil fram- leiðsla á amfetamíni hafði verið og var í íbúðinni. Slökkviliðsmenn þurfti til að fjarlægja tæki, tól og efni til eiturlyfjagerðarinnar enda geta þau verið hættuleg. Mennimir þrír vom handteknir og settir í gæsluvarðhald en sleppt stuttu síðar. Einn þeirra, Guð- mundur Þórarinsson, situr nú í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa ráðist á og ógnað Gunnlaugi Geirssyni pró- fessor. Spíttfíkill í 17 ár Guðmundur sagði við DV fyrir nokkmm mánuðum að hann hefði sjálfur verið fíkill í amfetamín og því hefði hann farið að fikta við gerð þess sjálfur. Hann væri hins vegar edrú í dag. „Minnið er svoh'tið gloppótt," sagði Guðmundur um af- leiðingar þess semhann sagði 17 ára fíkn í efni sem í daglegu tali er kallað spítt. „Meðan aðrir tóku inn tíu pró- sent amfetamín var ég kominn upp í þrjátíu til níutíu prósent," sagði Guðmundur þá og af þeim orðum Erfið sönnunarbyrði Ekki náðist í Boga Nilsso rflds- saksóknara í gær vegna málsins. Samkvæmt heimildum DV mun ástæðan fyrir því að fallið var frá hugmyndum um að ákæra fýrir stórfellt fíkni- efnabrot vera sú að Ákærður Guðmundur Þórarinsson er einn þriggja manna sem handtek- mn varfyrirað framleiða amfetamin I Kópavogi fyrir einu og hálfu ári. f,Meðan aðrir tóku inn tíu prósent amfeta- mín var ég kominn upp íþrjátíu til níutíu prósent." má ráða að framleiðsla félaganna hafi gefið af sér hreinara efni en al- mennt má nálgast á „götunni." Ekki stórfellt Að sögn Eyjólfs Eyjólfssonar, full- trúa hjá lögfræðideild Lögreglunnar í Reykjavík, er rannsókn málsins nú lokið og lfklegt að ákæra verði gefm út á næstu dögum. Eyjólfur var ófús til að ræða efhisatriði málsins að öðru leyti. DV hefur hins vegar heimildir fyrir því að málið, sem áður hafði verið sent rfkissaksóknara, hafi verið sent þaðan aftur þar sem mönnum þar á bæ hafí ekki hugnast á hvaða grundvelli ákæra átti í málinu, en lögregla hafði lagt til að ákært yrði fýrir stórfellt fíkniefnabrot en það taldi ríkissaksóknari að gæti ekki gengið. Ákæran nú mun því hljóða upp á fíkniefnabrot, en refsirammi í slflcum brotum er helmingi lægri, eða sex ár. fordæmi eru fýrir því í sams konar málum að ákært sé lflct og nú er. Enn fremur herma heimildir blaðsins að þótt mik- ið magn af efnum hafi verið í vinnslu þegar lögregla stöðvaði framleiðsluna sé erfitt að færa sönnur á hversu mikið hafi verið framleitt af efninu, utan þess sem fannst við húsleitina. Ekki hefur fengist uppgefið hversu mikið magn af tilbúnu efni var haldlagt í aðgerð um lögreglu. helgi@dv.is wm Örvæntingarfull leit að tveimur bandarískum systkinum Móðirin yfirheyrð með lygamæli | Örvæntingarfullur faðir Dennis Payne skoðar hér örvæntingarfuiiur myndir af börnunum sínum. Lögregla í Georgíu-fylki í Bandarflcjunum leitaði í gær ákaft tveggja ungra systkina, tveggja ára stelpu og þriggja ára stráks, sem hurfu af heim- ili sínu í bandaríska bæn- um Warrenton síðastliðið laugardagskvöld. John Bankhead, tals- maður rannsóknarlög- reglu Georgíu-fýlkis, segir öh úrræði stofnunarinnar notuð í leitinni, meðal annars hitaleitartæki sem notað er í skógum í kring- um heimili barnanna, Nicole og Jonah Payne. Hlé var gert á leitinni síðdegis á sunnudag meðan lögregla yfirheyrði móður krakkanna. Frétta- stofan Fox News greindi frá því að faðir krakkanna, Dennis Payne, hefði sagt í viðtali að móðirin, Lottie Kain, hefði meðal annars verið látin gang- ast undir lygamælispróf. Lögreglan vildi ekki staðfesta það en segist hafa yfirheyrt nokkra með lygamæl- inum. Hún neitar hins vegar að upplýsa hvort for- eldrarnir liggi undir grun eða einhver annar, eða hvort talið sé að krakkarn- ir hafi sjálfir labbað út. Forsaga málsins er að á laugardagseftirmiðdaginn síðasta, 18 að staðartíma, var Lottie ásamt börnun- um Jonah og Nicole á heimfli þeirra í Warren- sýslu. Lottie segist hafa heyrt hávaða meðan hún var inni á baðherbergi. Þegar hún kom fram stóð útidyrahurðin opin og krakkarnir tveir hvergi sjáanlegir. Lottie tilkynnti hvarfið um leið og hún áttaði sig á því að börnin væri hvergi að sjá. Lögregla hóf strax leit með hjálp leitarhunda og þyrlu- sveita. Nicole og Jonah Engarvísbendingarliggja fyrir um afdrifsystkinanna sem hjálpað gætu við leitina. Yfirvöld segja að von um að finna krakkana á lífi fari þverrandi eftir því sem lengra líður frá hvarfi þeirra. Hitastigið í Warrenton fór niður fyr- ir frostmark síðasdiðið laugaradags- kvöld. Leit heldur þó áfram og ætíar lögreglan sér að fara aftur yfir þau svæði sem þegar er búið að leita á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.