Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 15
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2005 15 Þegar bíó breytir lífi Nú er kvikmyndahátíð í bæ. Mér skilst að aðsókn hafi farið fram úr björtustu vonum. Þessi ánægjulegu tíðindi og sú stað- reynd að loksins er hægt að fara á bíómyndir sem ekki eru um fallegt fólk í vandræðum, heldur venju- legt fólk og líf þess og pælingar, er gieðileg. Ég (eins og flestir bíógest- ir) er af massívri bíókynslóð. Ég fór, að mig minnir, á allar bíó- myndir sem stóðu til boða frá því að ég fór að komast óáreittur inn fyrir aldurstakmörkin. Allt þar til ég fékk einn dagin nóg af þessu Hollywood-rusli. Ég át yfir mig. Jerry Bruckheimer sá til þess. Síð- an hef ég farið svona einu sinni í mánuði í bíó og yfirleitt verið óá- nægður. Ég er þess fullviss að það yrði vinsælt ef einhver sniðugur bíóeigandi byði reglulega uppá „ekki-Hollywood-myndir". Það eru fleiri í mínum sporum, fólk sem elskar kvikmyndir en hatar það sem er í boði hérlendis. Ég er ekki að segja að allt sem er „ekki- Hollywood" sé gott. Ég þoli til dæmis ekki austur-evrópskar bíó- myndir sem fjalla um eitthvern traktor sem fer ekki í gang. Svo- leiðis myndir (sem gerast yfirleitt f hellidembu) finnst mér ekkert skemmtilegar. Þær eru leiðinlegar. Alveg eins og draugamyndir með Robert de Niro, rómanu'skar ástar- myndir með Julíu Roberts„ eða J- Lo, eða golfmynd með Kevin Kostner. Venjulegar bíómyndir sem segja mér sögu finnst mér skemmtilegastar. Stundum þegar bíógaldurinn heppnast, þá breyt- ist líf manns. Sjóndeildarhrinur- inn breikkar um eina gráðu og veruIeUdnn verður aldrei samur. Þegar ég sá American Beauty breytist líf mitt. Líka þegar ég sá Ný mynd af borgarstjóra fyrir fjölmiðla Etien Jacquetine Calmon skrífai Meðfylgjandi er nýlega tekin mynd af borgarstjóra sem hún óskar eftir að verði birt með þeim greinum og umfjöllunum er hana varða. Bréf til blaðsins Með kveðju, Ellen Jacqueline Calmon Ritari borgarstjóra Ráðhús Reykjavfktn Tjarnargata 11 101 Reykjavík Sími / Tel. 00354 - 563-2013 Netfang/E-mail: ellen.calmon@reykjavik.is ! Steinunn Valdís Óskarsdóttir Þessa mynd óskar borgarstjóri að fjölmiðlar gefí afsér. Til hvers eru ráðherrar? Guðvarður Jónsson skrífar, Oft er erfitt að átta sig á því til hvers ráðherrar eru. Þegar við- skiptaráðherra er sakaður rnn af- skiptaleysi af viðskiptah'finu, ber hann því við að hann stjórni ekki fyrirtækjum, vissulega gerir hann það ekki, en á ekki viðskiptaráð- herra að leggja þær línur sem við- skiptalífið byggir á og koma þannig í veg fyrir að ákveðnir aðilar geti trekkt upp vissa viðskiptaþætti og látið framfærslufé manna, hvort heldur sem um er að ræða laun eða lífeyri, brenna upp í óðri verð- þenslu. Verðhækkanir á íbúðarhúsnæði er eitt af því sem komið er yfir öll skynsemismörk. Mín íbúð hækkaði Lesendur t.d. um rúmar þrjár milljónir á síð- asta ári. Þar sem ég skulda ekki nógu mikið kemur þessi hækkun öll sem hækkun á eignarskattsstofni og leiddi því til þess að eignaskatt- urinn sem var 14,970 kr. í fyrra fór nú upp í 29,846 kr., hækkaði sem sagt um 14,876 kr. í viðbót við þetta hækkaði fasteignaskatturinn úr 96,223 kr. í 108,694 kr. sem er hækkun upp á 12,471 kr. Þannig hækkuðu þessir tveir liðir um 27,347 kr. á einu ári. Á bak við þetta er ekkert annað en óskhyggja um að ná tökum á eignum annarra og fá tækifæri fyrir ríkið, borgina, bank- ana og fasteignasala til að plokka íbúðaeigendur. íbúðareigandi sem selur á okurverði, þarf að kaupa á okurverði. Þess vegna er það mikil- vægast fyrir þá að verðþróun íbúð- anna haldist í hendur við launaþró- un almennra launa Samanlögð hækkun á mínum lífeyri frá áramótum eru 53 kr. sem ráðherrar ædast til að standi undir þessum hækkun. Það er ömurlegt fyrir mann sem kominn er á níræð- isaldur og reynir að halda í sjálfsá- kvörðunarréttinn og frelsið með því að búa í eigin húsnæði að horfa upp á vanhæfa ráðherra, grafa vísvit- andi undan lífsafkomu manns og það í þjóðfélagi sem virðist vaða í peningum. Háttvirtur fjármálaráðherra kvartaði við Félag eldri borgara undan því að eldri borgarar væru að skrifa í blöðin um kjör sín. Ég efast um að nokkur ráðherra hafi lagst svo lágt fyrr. Versta kjarnorkuversslys sögunnar Á þessum degi árið 1986 varð Chernobyl-slysið, versta kjarnorku- slys í kjarnorkuveri sem sögur fara af. Þrjátíu og tveir létu h'fið fyrstu dagana eftir slysið og tugir báru sár eftir geislun. Talið er að um fimm þúsund manns í Sovétríkjunum hafi á endanum látist úr krabbameini og öðrum kvill- um vegna geislunar og milljónir til viðbótar hafi orðið fyrir heilsubresti. í fyrstu reyndu sovésk yfir- völd að hylma yfir atvikið en eftir að sænsk yfirvöld tilkynntu um aukna geislun í sínum mælingum var slysið viðurkennt. Slysið er rakið til illa ígrundaðrar tilraunir hóps verkfræðinga í kjarnakljúfi númer fjögur í kjarnorkuverinu. Þeir vildu vita hvort skriðorka túrbínu kjama- kljúfsins héldi áfram að dæla kæh- vatni þrátt fyrir að slökkt væri á henni. Verkfræðingarnir voru h'tt kunnir eða þjálfaðir í eðlisfræðum kjamakljúfa og gerðu hver mistökin á fætur öðrum með ógnvænlegum afleiðingtnn. Fimmtíu tonn af geislavirku efni sluppu út í and- rúmsloftið og dreifðist víða um Evr- ópu eftir vindi, með tilheyrandi geislamengun á milljónum ekra skóglendis og ræktunarlands. Geislamengunin sem kom út var margfalt það sem kom í kjölfar kjarnorkusprengjurnar sem hent var á Nagasaki og Hiroshima. I daq árið 1894 fæddist Rudolf Hess, ritari þýska nasistaflokk- sins, í Alexandríu í Egyptalandi. Cinema Paradiso og Lilja4ever. Núna síðast þegar ég sá rússnensku myndina um hann Andrei Rublyov. Ég sá hana á víd- eói f Háskólanum en gaman væri að sjá svoleiðis mynd í bíó. Stefna að þessu kæru bíóeigendur. Bíó- gestir eru ekki bara unglingar. Ómarsdóttir, innkaupastjóri hjá Office 1, sló heldur betur ígegn (sí6- viku þegar fréttist aö hún hefði tekið ákvorðun um að Iflytjaekki inn ,b.M og selja á laegra verði en áður hefur tfðkast, enbuð.nhefurhafð lutning á öðrum erlendum tímaritum og byður þau á a>í*6”%lægra S en oenour og gerist. Lára var valinn maður v.kunnar i OV og hefur n!„«t pinaönau iákvaeða, athygli fyrir ákvorðun sína. „Mér hefur fundist þetta mjög skemmtilegt og þegar ég ht til baka get ég bara verið svolítið stolt af sjálfri mér. Viðtökurnar komu mér sérstaklega á óvart enda viðkvæmt mál að taka á upphaflega þar sem toguðust á viðskiptahagsmunir og persónu- legt siðferðisgildi. Núna er dáh'tih tími hðinn og þetta hefur skilað sér í góðri umfjöllun um mig og búðina. Rigning hvatninga Þetta kom í kjölfarið á því að framkvæmda- stjórinn hjá Office 1 sagði í viðtah við Frétta- blaðið að eina ástæða þess að klámblöð hefðu ekki verið tekinn inn væri út af inn- kaupastjóranum sem væri kven- kyns. Eftir það fór boltinn að niha og þegar ég mætti í vinnu á mánudegi beið mín fuh- ur pósthóh af tölvupósti sem ah- ur gekk út á að hvetja mig í áframhaldandi baráttu fyrir því að halda þessum blöðum frá búðinni. Mamma kom með blóm Alla vikuna hefur fólk hrein- lega komið hingað niður eftir ein- göngu til þess að hvetja mig áfram og taka í höndina á mér. Mamma var líka mjög stolt af mér og kom til mín og færði mér blóm og ekki fór umfjöllunin ffam hjá skólasystkinum barnanna þar sem merkilegt þótti að mamma þeirra væri kölluð femínisti. Þetta er auðvitað stórt orð fyrir litla huga en hefur kannski orðið til þess að þau hafi orðið sér úti um vitneskju um merkingu þess. Karlinn eins og klettur Ég á fjórar dætur og einn son svo maður lætur sig þessi mál varða, enda byija öh alvöru mál inni á heimUinu, ekki satt? Ég vh líka taka það fram að maðurinn minn stendur 100% með mér í þessu, en hann starfar einnig hjá sama fyrirtæki og þegar mig var að bresta kjarkur þá fékk ég vind í seglin frá honum, enda hvatti hann migáframafheil- um hug. Þetta hefur að mestu leyti verið jákvæð umfjöhun og gott hefur leitt af henni, en auðvita hefur maður fengið eitthvað af skotum sem gætu tahst neikvæð eins og þegar ég var köUuð haUelúja-kelhng af einum kunningja. Til í áframhaldandi baráttu Ég útíloka ekki að ég muni koma tU með að berjast áfram gegn þessari klámvæðingu, því ef upp koma mál þar sem ég get lát- ið í mér heyra og mín getur orðið þörf en það er ekkert á dag- skránni þessa stundina, enda veit engin sína ævi fyrr en öU er.“ Alla vikuna hefur svo fólk hreinlega komið hingað niður eftir ein- göngu til þess að hvetja mig áfram og taka í höndina ámér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.