Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2005 Fréttir UV Mafíósi áfram í gæslu Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóm Austurlands yfir lítháískum karlmanni sem kom hingað til lands nýverið með Nor- rænu. Maðurinn er eftir- lýstur fyrir peningaþvætti og eiturlyfjasmygl í Þýska- landi og er þess nú beðið að framsalskrafa verði tekin fyrir í dómi. Maðurinn er talinn tengjast skipulagðri glæpastarfsemi í heima- landi sínu. Hættur - farinn Jón Khútur Ásmunds- son mun láta af störfum sem ritstjóri Austur- gluggans, héraðsfrétta- blaðs á Austurlandi, í næsta mánuði og hefur starfið verið auglýst til umsóknar. Jón Knútur hefur stýrt Austurglugg- anum firá því um mitt ár 2003. Jón Knútur sagði í samtali við DV í gær að enn væri óvíst hvað hann hyggðist taka sér fýrir hendur, en hann sé með nokkur járn í eldin- um. „Ég byrja á því að fara í frí og sé svo til,“ sagði Jón Knútur, fráfar- andi ritstjóri Austur- gluggans. Hverjir vinna bresku kosningamar? Hannes Hólmstelnn Glssurarson prófessor. „Ég held að Verkamannaflokk- urinn taki þetta núna.Ástæð- an: Blair er pólitískur sonur Thatcher og því má segja að hún hafí unnið slðustu kosn- ingar þar eins og oft áður. Verkamannaflokkurinn hefur verið að færa sig til hægri, og er þaö vel enda kapitalisminn „the only game in town,"eða það eina sem mark er á tak- andi." Hann segir / Hún segir „Ég held að Verkamannaflokk- urinn vinni. Þó að frjálslyndir bæti við sig skiptir það ekki máli þar sem kosningakerfíð er svo ósanngjarnt. Ihaldið er í forystukreppu og það er auö- vitað ástæðan, þessi viðvar- andi forystukreppa. Frjálslynd jafnaðarstefna er málið í dag." Krlstrún Heimisdóttir iögfræðingur. Sóknarpresturinn Carlos Ferrer í Hafnarfirði þurfti að halda sáttafund með foreldr- um fermingarbarna sinna eftir að hann talaði opinskátt um sjálfsfróun og bað þá krakka sem höfðu stundað sjálfsfróun að rétta upp hönd. Síðar barði Carlos ferm- ingardreng í höfuðið með kústskafti. Aftur var haldinn sáttafundur en faðir drengsins segir öruggt að næsta barn hans verði ekki fermt í sömu sókn. Carlos Ferrer sóknarprestur I TjarnarprestakalliBað þá ferm ingarkrakka sem stunduðu sjálfs■ fróun að rétta upp hönd. Baroi fermingardreng í höfuðið meö kústskafti „Auðvitað gera þetta allir,“ er setningin sem Carlos Ferrer, sdkn- arprestur í Hafnarfirði telur að hafi orðið honum að falli. Þessi orð lét Carlos falla í tíma með fermingarbörnum sínum þegar talið barst að sjálfsfróun. Carlos bað þá krakka sem stunduðu sjálfsfrðun að rétta upp hönd en þá var foreldrum nóg boðið. Carlos hélt fund í lok janúar með foreldrum sem margir voru óá- nægðir með þessar nýstárlegu kennsluaðferðir. Sjálfur segist Car- los hafa gert ákveðin mistök. „Ég gerði þau mistök að byrja að tala um sjálfsfróun eftir að orðið „fró“ kom upp í klassískum texta. Ég sagði: „Auðvitað gera þetta allir“ og bað þá sem stunduðu sjálfsfróun að rétta upp hönd.“ Viðbrögð foreldra voru þess eðlis að Carlos ákvað að halda sáttafund. Barði dreng með kústskafti Sátt náðist á fundinum og öld- urnar lægði í kringum Carlos. Stóra sjálfsfróunarmáhð í Tjarnapresta- kalli er þó ekki eina atvikið þar sem gustað hefur um þennan óvenjulega prest. Skömmu fyrir áramót missti presturinn stjórn á skapi sínu og lamdi fermingardreng í höfuðið með kústskafti. Skúfi Bjarnason, húsasmíðameistari og faðir drengs- ins, segir Carlos hafa beðið þau hjónin innilegrar afsökunar á fundi með öllum foreldrum fermingarár- gangsins. „Við ætlum að minnsta kosti ekki að ferma stelpuna okkar hjá þessum presti. Ein ferming hjá honum ernóg." Ekki aftur „Það voru nú einhver læti í krökkunum og hann ætíaði að krækja í son minn með kústinum," segir Skúh. „Það vildi þó ekki betur til en hann hitti ekki heldur bankaði son minn í hausinn." Skúh segir son sinn hafa komið heim með stóra kúlu og verið afar ósáttur með prest- inn eins og fjölmargir foreldrar og krakkar í fermingarárganginum. „Við ætíum að minnsta kosti ekki að ferma stelpuna okkar hjá þessum presti. Ein ferming hjá honum er nóg,“ segir Skúli. Óhræddur prestur Carlos Ferrer vildi ekki tjá sig um atvikið með kústinn. Hann segist fara óvenjulegar leiðir í fermingar- fræðslu sinni, sé óhræddur við að ræða við krakkana um hlutverk þeirra sem kynverur þótt hann telji það ekki hlutverk kirkjunnar að stunda kynfræðslu. Aðpurður hvort hann ætíi að breyta sínum kennslu- háttum segist Carlos sífellt vera að læra og þróast með hverju árinu. „Maður er alltaf að breyta ferm- ingarundirbúningnum og þróa sig áfram,“ segir hann. simon@dv.is Víða liggja eignir fyrirtækis á söluskrá Síminn á jörð í Þjórsárdal Síminn er stór landeigandi í Þjórsárdal og mun jörðin Skriðufell fylgja með í kaupunum þegar Sím- inn verður seldur. Gildir þar hið sama og hvað varðar listaverkaeign Símans, en eins og fram hefúr kom- ið í fréttum þá á Síminn töluvert magn málverka eftir Rósu Ing- ólfsdóttur fjöllistakonu auk annarra lausamuna sem eru í geymslu víða um höfuðborgina. „Síminn eignaðist jörðina Skriðufell í Þjórsárdal árið 1999,“ segir Eva Magnúsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans. „Jörðin kom í eigu Símans í makaskiptum vegna lands sem Síminn áttí áður að Gufuskál- um á Snæfellsnesi, en það land er nú orðið hluti af þjóðgarðinum Snæ- Eva Magnúsdóttir Slminn á 60 hektara jörð á einum feg- ursta stað landsins. fellsjökli á Snæfellsnesi." Skriðufell í Þjórsárdal er 60 hekt- arar og á jörðinni er 140 fermetra heilsárshús auk 40 fermetra sumar- hús sem standa starfsmönnum Sím- ans og gestum þeirra til boða. „Einnig er á staðnum hlaða og tjaldaðstaða fýrir starfsmenn og gestí þeirra en starfsmennimir hafa talsvert grætt upp landið þarna í kring í góðri samvinnu við skóg- ræktina á staðnum," segir Eva Magnúsdóttir. Töf á áfrýjun í Hæstarétti Vill gæsluvarðhaldi hnekkt „Áfrýjunin verður ekki tekin fyrir fyrr en á morgun (í dag) en ég taldi, og tel enn, að hún hafi ekki átt rétt á sér,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi manns sem játað hefur að hafa ráðist á Gunnlaug Geirsson prófessor fyrir utan heimili hans síð- astliðinn föstudag. Amfríður Einarsdóttír kvað upp þann úrskurð á laugar- daginn að maðurinn skyldi sæta mánaðar gæsluvarðhaldi fyrir árásina, auk þess sem hann var dæmdur til að sæta nálgun- arbanni gagnvart prófessornum og gert að sæta geðrannsókn. Sveinn Andri áfrýjaði gæslu- varðhaldsúrskurði málsins þegar í stað og taldi að veik rök lægju á bak við úr- skurð Amfríðar enda væri skjól- stæðingur hans ekki þekktur af ofbeldisbrotum né af því að brjóta skilorð; ennfremur hefði hann samþykkt nálgunar- bannið. Á það hefði því átt að reyna fyrst, áður en maðurinn var sviptur frelsi sínu og hnepptur í varðhald. helgi@dv.is Ekkl sáttur Sveinn Andrihef- ur lýst þvi yfir að enginn ástæöa sé til að hneppa skjói- stæðing hans t gæsluvarðhald. I í haldi Guðmundur Þórarinsson J situr nú á Litla-Hrauni vegna árás- j ar á prófessor. Bíöurþess að Hæsti- J réttur taki afstöðu til áfrýjunar |hans á gæsluvarðhaldsúrskurðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.