Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 13
JSV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2005 13 Biskupinn í Noregi Biskupinn yfir íslandi, herra Karl Sigur- björnsson, er staddur í Nor- egi þar sem hann situr ár- legan fund höfuðbiskupa Norðurlanda. Á fundinum eru erkibiskuparnir í Finnlandi og Sví- þjóð og svo bisk- upar Noregs og Danmerkur. Á fundinum ræða biskupamir trú- mál almennt svo og stöðu kirkjunnar á Norðurlöndum. Nýlegt kjör páfa í Róm mun einnig hafa verið rætt utan dagskrár. Álft aflífuð Á sunnudaginn þurfti dýralæknir frá Hellu að aflífa álft sem flogið hafði á rafmagnslínu í Ása- hreppi og lá töluvert særð eftir. Eftir því sem lögregl- an á Hvolsvelli skrifar í dagbók sína var álftin með merkingar á báðum löppum og mun hafa ver- ið merkt á Bretlandi. Nátfúmfræðistofnun fékk álftina senda til frekari rannsókna. Á meðal ann- ars að athuga uppruna álftarinnar, aldur hennar og hvar og hvenær hún var merkt. Lögreglan á Hvolsvelli minnir svo annars á að álftin er frið- uð allt árið. Mega rífa hús í Lundi Byggingafélag Gylfa og Gunnars fyrir hönd Lundar ehf. hefur fengið leyfi bygg- ingamefndar í Kópavogi til að rífa byggingar í landi Lundar við Nýbýlaveg. Byggingarnefiid samþykkti niðurrif allra þeirra bygg- inga sem þurfa að víkja fyr- ir deiliskipulagi. Eins og kunnugt er er ætlunin að reisa mikla íbúðabyggð á lóðLundar. Markar niðurrif eldri húsa sem þar em upphaf þeirrar uppbygg- ingar. Leiðrétting Rangt var greint fiá því í blaðinu í gær, í um- íjöllun um bflaþvott á Homafirði, að Heimir Heiðarsson ætti og ræki vöruflumingafyrirtækið Flytjanda. Hið rétta er að Heimir er forstjóri vöru- flutningafyrirtækisins Flytjanda á Hornafirði. Feðgarnir Theodór Heimisson og Heimir Heiðarsson eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Árásarmaður Heiðars Austmann útvarpsmanns líklega fundinn Montaði sig af því að hafa lamið útvarpsmann Lögreglan í Reykjavík rannsak- ar enn mál Heiðars Austmann út- varpsmanns sem varð fyrir fólsku- legri líkamsárás að morgni nýárs- dags. Heiðar nefbrotnaði og hlaut aðra áverka þegar ráðist var á hann aftan frá og honum veitt þung hnefahögg í andlit og spark- að í hann liggjandi. Heimildir DV herma að fyrir skemmstu hafi rannsókn málsins komist á rekspöl þegar fréttist af manni sem mun hafa gortað sig af því að hafa lamið Heiðar. Mun þetta hafa verið stuttu eftir árás- ina og maðurinn lýst þessu yfir í heyranda hljóði á skemmtistað í nágrenni við þann stað þar sem á Heið- ar var ráðist. Gáði maðurinn ekki að því að þeir sem á hlýddu myndu segja frá því. Heiðar Aust- mann vildi sjálfur lítið um málið segja að- spurður. „Málið er í rannsókn hjá lögreglunnni og ég veit lítið um hvernig þetta gengur," sagði Heiðar sem kvaðst vonast til að málinu færi að ljúka. Hann segist að mestu búinn að jafna sig eftir árásina en þó eigi hann eftir að Heiðar Austmann Eygir von um að mað- urinn semréðstá hann með fólskuleg- um hætti um síðustu áramót greiði sér bætur vegna nefbrots og aðgerða þvf tengdum. fara í aðra aðgerð vegna nefbrots- ins sem hann hlaut eftir lúalega árásina. „Ég er búinn að fara í eina aðgerð en þarf að fara í aðra til að laga á mér nefið en önnur nösin á mér er lokuð eftir nefbrotið," sagði Heiðar. „Þetta er auðvitað búið að kosta mann pening og hann fæ ég ekki nema árásarmað- urinn fari fyrir dóm.“ Hjá ofbeldisbrotadeild Lög- reglunnar í Reykjavík fengust þær upplýsingar að málið væri í rann- sókn; ákveðinn maður hefði verið kærður og unnið væri að rann- sókn í samræmi við það. helgi@dv.is Innimáíning kr. 1290.- 3 L. Innimálning kr. 2980.- I0L. BIORA INNIMÁLNING FRÁ TEKNOS •S Ný tegund almattrar veggjam, ingar sem hefur mikla þvottheldni S Þoliryfir 10000 burstastrokur skv. SFS 3755 staðlinum S Gæðastöðluð vara á góðu verði S Ábyrgð tekin á öllum vörum ÍSLANDSMÁLNING • Sími 517 1500 • Vöruhús / verstun Sætúni 4 Borgartun ■^TEKNOS afsláttur af öllum málningarvörum 5? i HmfmíJsísi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.