Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 33
DV Menning ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2005 33 „Alls ekki depressíft verk" Stxax eftir æfingu í gær náðum við tali af Stefáni Baldurssyni. Hann var á þeirri ögurstundu þegar leik- stjóri horfir á verk sitt renná saman og þéttast. í kvöld er lokaæfing og á morgun verður Dínamit frumsýnt. Efni leiksins er sótt í ævi Friedrichs Nietzche, hins kunna þýska heim- spekings sem eyddi ævikvöldi sínu vitstola: „Þetta var bráðskemmtileg- ur og lifandi maður. Þetta er mikið og merkilegt verk. Eins og þið hafið greint frá í DV hefur Birgir unnið að því um langt árabil." Þykir Stefáni verkið vera röklegt framhald af fyrri verkum Birgis sem Stefán hefur náin kynni af, bæði sem leikstjóri og leikhússtjóri: „Bæði og. Þetta er sögulegt verk og fjallar um persónur sem voru til og miklar heimildir eru varðveittar um sem hann nýtir sér. En það hefur líka til að bera hans helsta höfundarein- kenni: margt í því er stórfallegur skáldskapur og honum hefur tekist að skrifa í munn þessa fólks lifandi og trúverðugt talmál. Aðalmálið hjá okktrr er að sjá til þess að þessar per- sónur öðhst h'f á sviðinu. Verkið hefst þegar þau systkinin sem voru afar náin eru að nálgast fertugt. Það spannar síðan hálfa öld og flyst í tólf atriðum milli Þýska- lands, Sviss og Ítalíu: „ Þetta er flók- ið leikrit en þó einfalt. Það fjahar um heimspeking og kenningar hans sem eru möndull í verkinu. Mér finnst flott hvernig Birgi hefur tekist að koma kenningum Nietzches í samtöl. Hann var húmoristi og lífsdýrkandi og hatað- ist við þurra fræði háskólanna. Það eru þrettán leikarar í sýningunni og tvö burðarhlutverk, risahlutverk, þau gerast ekki stærri, sem þau Margrét Vilhjálmsdóttir og Hilmir Snær fara með. Þetta er kröfuhart verk fyrir bæði flytjendur og ekki síður áhorfendur, en þessi vinna er búin að vera skemmtileg og ég vona að það skili sér.“ Að lokinni frumsýningu hefjast æfingar hjá Stefáni í Kaupmanna- höfn þar sem hann er ráðinn hjá Rialto-leikhúsinu til að setja á svið nýtt leikrit um ævi Yves Montand eftir danska leikarann Jesper Vigald sem mun leika söngvasveininn og hjartaknúsarann franska. Er ffurn- sýning áæduð þann 10. nóvember. Þegar Stefán er spurður um verkefni í leikhúsum á íslandi verður hann dulur og segir ekkert um það að segja „að svo stöddu". mihi óperu og tónverks og því átt greiðan aðgang að báðum deild- um: Kristinn Sigmundsson hefur sungið hlutverk Fjandans víða, bæði af óperusviðum og í tónleika- höhum. Margliðað á sviði Tónleikarnir á fimmtudaginn verða mikilfenglegir og stórir í sniðum eins og verkið krefst: fjórir einsöngvarar og stórir kórar taka þátt f flutningi verksins. Kristinn Sigmundsson fer með burðarhlut- verk sjálfs Mefistófelesar, en hann er þaulkunnugur þeim svarta og slæga karli, hefur leyst það af hendi með glæsibrag víða um heim. Ólafur Kjartan Sigurðarson er einnig meðal einsöngvara ásamt þeim Beatrice Uria-Monzon og Donald Kaasch. Fleiri raddir munu hefja upp raust sína á sviðinu, karlakórinn Fóstbræður kemur fram undir stjórn Árna Harðarson- ar, Óperukórinn í Reykjavík og unglingakór Söngskólans einnig og þar heldur Garðar Cortes um stjórnartauma. Viðburður Hljómsveitarstjóri er Rumon Gamba, aðalhljómsveitarstjóri Sin- fóníuhljómsveitar íslands. Flutningur verksins er heilmikih viðburður, enda hefur verkið aldrei fyrr hljómað í heild sinni hér á landi, þó svo að kaflar úr þessu stórvirki hafi hljómað stöku sinn- um á tónleikum Sinfóníunnar í ár- anna rás, sér í lagi hinn vinsæli Rákóczi-mars. Ekkert annað verk verður á efnisskránni þetta kvöld, enda er það ærið nóg fyrir tvö eyru áheyrenda og flytjendur að klífa þann skafl sem Fordæmingin er. Tónleikarnir eru sem fyrr segir fimmtudaginn 28. apríl og hefjast klukkan 19.30. Kristinn Sig- mundsson hefur í mörg ár brillerað um alla Evrópu í hlutverki Mefisto- felesar í stórvirki Berlioz, Fordæm- ingu Faust. Nú er loksins komið að því að þetta stór- virki rómantískra tónsmíða verði flutt hér á landi í heild. Fordæming Faust eftir Hect- or Berlioz er á dagskrá Sin- fóníuhljómsveitar íslands á fimmtudaginn kemur og hefst flutningurinn í Háskólabíó kl. 19.30. Verkið er talið meðal merk- ustu tónverka rómantíska tímans og einn af hápunktunum í þeim ríkulegu tónbókmenntum sem byggðar eru á meistaraverki Goethes. Flopp í París Fordæmingu Faust var reyndar tekið fálega af Parísarbúum á sín- um tíma, þeir létu sig almennt vanta á frumflutninginn og segir sagan að Berlioz hafi tekið fátt jafn nærri sér á sínum tónskáldaferli. Síðar hélt hann í tónleikaferð th Rússlands og Þýskalands og fékk þar glimrandi viðtökur við verkinu og má segja að þannig hafi hann hlotið nokkra uppreisn æru. Verkið hefur síðan átt sér fastan stað á sviðum óperuhúsa og tón- leikahaha. Það er einhvers staðar á Á morgun frumsýnir Þjóðleik- húsið Dínamit eftir Birgi Sig- urðsson. Leikstjóri er Stefán Baldursson og er sýningin lians síðasta verk í húsinu í bili. ■ r. i Vcikur hcimspckingur umkringdur vinum og þjónustufólki OV mynd Þjóölcikhúsið ______ ' Nýr tónlistarvefur Breska sjónvarpsstöðin Chann- el 4 hefur ráðist i að stofna nýjan tónlistarvef fyrir ný bönd og framúrstefnumúsik aföllu tagi. Stöðin hefur tröllatrú á að net- þjónusta um breiðband og síma sé framtíðin og ætlar að setja fjórðung úr milljarði i þennan vef sem verður opnaður í haust. Vefurinn verður starfræktur i samstarfi við slúðursíðuna Holy- moly.com og tónlistarsíðuna PopJustice.com og mun inni- halda efni frá þeim ásamt sölu- efni sem er falið að byggja síð- una upp. Hún á að dreifa tónlist með hali og birta fréttir i bitum með mynd. Gert er ráð fyrir að stór hluti afefninu verði frir. Nú er hafin leit að andliti og rödd á síðuna og minnast menn þá Johns Peel sem var óþrjótandi að kynna nýja listamenn tilsög- unnar á löngum ferli sinum hjá BBC. Stöðfyrir heimildarmyndir Channel 4 hefur líka I undirbún- ingi stöð, 4DOCS, sem helguö verö- ur heimildarmyndum. Veröur til hennar stofnaö f samvinnu viö bresku kvikmyndamiöstöðina og BBC. Veröurhún einvöröungu helguö heimildarmyndum. Þaö hefur lengi veriö til umræöu á meginlandi Evrópu aö koma I gang heimildarmyndastöö sem gæti nýtt þann stóra katalóg heimildar- mynda sem varðveittur er í álfunni vestan- og austanmegin. Slfkar rásir eru I uppsiglingu í Amerlku og byggja þar á sterku kapalkerfí. Þaö er fyrst nú með dreifingu á stafrænu formi aö sllkur rekstur er mögulegur f Evrópu. Veröur því aö Ifta á frum- kvæöi Breta sem nokkra ógn viö hugmyndir innan Evrópusambands heimildarmyndahöfunda, EDN, aö stofna til sjónvarpsstöövar sem ein- vöröungu sendi út heimildamyndir. Afinn deyr Ritfregn OC SVO VAKD AH DKAUGUK Það skall bylgja afbarnabókum á lesendum þegar vikar bókarinnar hófst og skilur eftir i fráfallinu nokkra fína titla: Hjá Máli og menn- ingu kom út barnabókin Og svo varð afi draugur eftir Kim Fupz Aakeson og Evu Eriksson I þýðingu Ólafar Eldjárn. Bókin fjallar um Ásbjörn og afa hans sem deyr og veröur draugur vegna þess að þaö var eitthvaö sem hann gleymdi að gera áður en hann kvaddi jarðlífið. Sam- an rifja þeirýmislegt upp þar til þeir finna hvað það var. Stutt brot úr þýöingu Ólafar gefur svip afsögunni:,, Ásbjörn litli átti afa sem hann kallaði Afa. Dag nokkunrvarAfi dáinn og mamma Ás- björns sagði að hann væri orðinn engill en pabbi Ásbjörns sagði að hann myndi breytast í mold. Hvorugt var rétt því nótt eina satAfi á kommóðunni hans Ásbjörns og starði úti myrkrið. „Afí'sagöi Ásbjörn. „Hvað ertu að gera?Ég héltþú værir dáinn?"„Það hétt ég llka, “ sagði Afi.„ Vá, " sagöi Ásbjörn.„Þú ert orðinn draugur!"„Ja hérna," sagði Afi." Þá erþað ekki minnstprýði við þetta snotra kennslurit um dauð- ann og sorgina að það er skreytt fallegum og skemmtilegum mynd- um sem gefa foreldrum kost á að hlaupa yfir söguna með enn yngri hlustendum en þeim læsu börnum sem sagan er einkum ætluð. Leið- beinandi verð er 1990 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.