Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 37
DV Lífið ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2005 37 Endurtekið etni frá Wnody Allen Melinda and Melmda Sýnd i Smárabíói. Leikstjóri: Woody Allen. Aðalhlut- verk: Will Ferrell, Radha Mitchell, Stephanie Roth Haberle. ★★ Sigurjón for 1 bio Woody Allen er New York-búi á áttræðisaldri sem sefur hjá stjúpdótt- ur sinni. Hann hefur þann hæfileika að geta samið skemmtileg „sitkom" í bíómyndaformi sem ansi margir hafa missldlið sem snilldarverk, út af rassvasaheimspekinni, tilvistar- kreppunni og bókmenntatilvísunun- um sem í þessum myndum má finna. Nær allar myndir Allens gerast ofarlega á Manhattan, þar sem aðal- persónurnar búa í huggulegum íbúðum og undir er spiluð Ragtime- tónlist eða heimilislegur djass. Oft leikur hann sjálfur í myndunum og er þá alltaf sama týpan, taugaveikl- aður, óðamála maður í tilvistar- kreppu. í seinni tíð hefur hann látið sér yngri menn túlka þetta hlutverk. Nú síðast meistara Will Ferrell í Melinda and Melinda. í myndinni er sögð saga Melindu, konu í mikilli tilvistarkreppu og sag- an er sögð ffá tveimur hliðum. Hinni tragísku og hinni kómísku. Eða þannig er það sett upp í spjalli nokk- urra vina á ítölskum veitingastað. Radha Mitchell leikur Melindu í báðum sögunum en mismunandi leikarar fara með hin hlutverkin. Ég átti nú frekar erfitt með að sjá til- ganginn með þessari skiptingu, þar sem báðar útgáfurnar voru frekar svipaðar. Það var ekki auðvelt að sjá hvor útgáfan átti að vera sú tragíska og hver sú kómíska. Það var svona dæmigert Woody Allen-yfirbragð á þeim báðum. Saga Melindu er svo alveg laus við að vera áhugaverð. Kona gift tannlækni sem þráir meiri spennu í sitt líf og fer að daðra við ítalskan fola. Við það fer tannsinn frá henni. og tekur bömin. ítalski folinn er síðan ekki lengi að láta sig hverfa. Sögumar báðar segja okkur svo frá afdrifum hennar eftir að hún kemur til New York og er á barmi sjálfs- morðs. Hvernig gengur henni að finna ástina á ný? Það má segja að það skemmtileg- asta við myndina sé Will Ferrell sem túlkar Woody Allen-hlutverkið á skemmtilegan hátt. Hann túlkar þarna atvinnulausan leikara, sem verður ástfanginn af Melindu. í meðfömm Ferrells öðlast þessi gamalkunna týpa nýja vídd, verður einhvern veginn stærri, klunnalegri og fyndnari. Minnir helst á Þorstein Guðmundsson. Það er hálfátakanlegt að sjá hvemig Allen er farinn að endurtaka sjálfan sig. Þama má sjá augljósar tilvísanir í myndir eins og Hannah and her Sisters, Manhattan og ekki síst Play it Again Sam. í heildina get ég ekki sagt að þetta sé merkileg mynd og ljóst að ef Woody Allen hafði eitthvað hér í denn þá er það löngu horfið. Siguijón Kjartansson Portishead með nýja píötu Breska hljómsveitin Portis- head er að klára þriðju plötuna sína um þessar mundir og er áætlað að hún komi út síðar á þessu ári. Sveitin sló í gegn 1994 með plötunni Dummy, sem var hluti af trip-hopbylgj- unni sem kennd er viö borgina Bristol. Næsta plata kom þrem ámm síðar og þótti ekki bæta miklu við þótt hún væri ágæt. Síðan þá hefur lítið spurst til Portishead nema hvað söng- konan Beth Gibbons gaf út sólóplötu 2002 með Paul Webb úr hljómsveitinni Talk Talk. Hinn meölimur Portishead er Geoff Barrow og hann segir að það hafi aldrei hvarflað að þeim að hætta með bandið. „Þó að við höfum ekki gert plötu í átta ár höfum við alltaf hist reglu- lega og búið til nýja tónlist," sagði hann nýlega við BBC en vildi að öðru leyti lít- ið tjá sig um nýja efiiiö. Spennandi verður að sjá hvort Portishead nær aftur sömu hæðum með nýju plötunni. Stór nöfn á Lollapalooza Tilkynnt hafa verið nokkur helstu nöfnin sem koma fram á Lollapalooza-tónlistarhátíðinni sem haidin er í Chicago 23.-24. júlí í sumar. Meðal þekktustu nafnanna em Pixies, Weez- er, Dino- saur Jr., theKill- ers, Death Cab for Cutie, Liz Phair, The Arcade Fire og Billy Idol. Sú var tíðin að Lolla- palooza var aðal-tónlistarvið- burðurinn í Bandaríkjunum og fluttist hátíðin á milli borga um allt landið. Nú er þetta orðin venjuleg hátíð yfir eina helgi og nokkuð sterk sem slík. önnur nöfti sem staðfest hafa komu sfna em Dashboard Confess- ional, the Walkmen, Cake, Widespread Panic, Kasabian, Kaiser Chiefs, M83, The Black Keys, Dandy Warhols, Brian Jones- town Mass- acre, The Bravery, Blonde Redhead, Digable Planets, VHS or Beta, Tegan & Sera, Louis XTV, Ambulance LTD og the Changes. Snorri Ásmundsson endurgerir Citizen Kane Snorri Ásmunds- son Vinnuraöend- uraerð á Citfren „Myndin verður tekin upp á íslandi en ég er ekki ennþá búinn að ákveða hvort ég ætla að hafa þessa mynd á íslensku eða ensku. Það er ekki búið að fastmóta þetta allt sam- an en ég hef verið að sýna mörgum framleiðendum þessa hugmynd og það hafa allir verið mjög áhugasam- ir um þetta verkefni. Eg er líka búinn að sækja um styrki víða og á eftir að fá svar við því. Ég verð samt að fá að gera þessa mynd á minn eigin hátt en ekki einhverja Hollywood-út- gáfu.“ Orson Welles kom til mín í draumi Snorri Ásmundsson, myndlistar- maður og fyrrverandi forsetaefni, er um þessar mundir að vinna að end- urgerð bandarískrar kvikmyndar og það engrar annarrar en Citizen Kane eftir Orson Welles. Orson Welles leikstýrði og lék aðalhlutverkið í óskarsverðlauna- myndinni Citizen Kane sem kom út árið 1941 og varð samstundis að stórstjörnu í Hollywood. „Þegar myndin kom út varð Orson að hálf- gerðu óskabami í Hollywood," segir Snorri. „Þessi mynd hefur verið minn heimur. Hún hafði mjög djúp áhrif á mig þegar ég sá hana fyrst enda hefur hún alltaf verið talin besta kvikmynd sem gerð hefur ver- ið og ég held að það sé kominn tími á að endurgera þessa mynd." Ástæða þess að Snorri Ásmunds- son er að snúa sér að kvikmynda- gerð er ekki leiðindi eða gróðaleit heldur varð hann fyrir reynslu sem hafði djúpstæð áhrif á hann. „Orson Welles kom til mín í draumi. Hann kom til mín og bað mig að gera þessa mynd," segir Snorri sem er að vinna í handritinu þessa dagana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.