Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 18
78 ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2005 Fjölskyldan DV Í DV q þriðjudögum Syngið börnin í svefn í heimi hraöa og tímaskorts gleymum við stundum að huga að því sem við helst ættum að gefa gaum. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að setjast af og til niður og velta þvf fyrir okkur hverjum við viljum hlúa að og með hvaða hætti. Öll viljum við til að mynda sýna börnum okkar ást og um- hyggju, en eins og með svo margt ann- að gleymum við því stundum f hraða hversdagsins. Uppeldissérfræðingar mæla með þvf að foreldrar komi sér upp jákvæðri rútfnu til að minna sig á þetta. Þeir mæla t.d. með þvf að for- eldrarnir komi sér upp sinni eigin söngbók og venji sig á að syngja nokk- ur falleg og róandi lög með börnum þegar þau eru sett f háttinn. Slfkt hafi góð áhrif á alla aðila og styrki fjöl- skylduböndin. I t Svefn og ung börn 1. Rútfna. Reyndu að laga svefn barnsins eftlr svefnvenjum ann- arra á heimilinu. Ef barnið sefur lengi á morgnana til að bæta upp fyrir þann svefn sem það missti yfir nóttina skaitu smám saman vekja það fyrrá morgnanaog setja það fyrr f rúmlð svo það nái frekar þeims svefni sem það þarfnast. > i 2. Auktu gjafir- nar yfir daginn. Þannlg kemur þú til móts við næring- arþörf barn- ins þegar þú dregur úr næturgjöfum. Anna Margrét Sigurðardóttir stjórnar verkefni þar sem unnið er að vitunarvakn- ingu meðal fólks gagnvart netinu. Hún segir starfsemina síður en svo miða að boð- um og bönnum, heldur sé hún til þess fallin að kenna börnum og fullorðnum að meðhöndla þessa tækni og varast hættur sem þar leynast. Oft sé ómögulegt að ná tl baka því sem einu sinni er komið á netið. A netinu erum við meöal fjðlda fólks 3. Róaðu barn- Ið. Eigðu notaiega stund og hijóðláta með barninu áður en þú lætur það f rúmið. Strjúktu þvf þannlg að það eigi auðveldara með að slaka á og sofna. Gerðu þessar stundir að fastrl venju, barnið lærir þá að tengja þær við slökun og auðveldara verður fyrir það að sofna. X 4. Vendu barnið á að sofa á bak- inu. Rann- sóknir sýna að barnið er öruggast f þeirri stell- ingu. 5. Ekki láta barníð gráta sig f svefn án þess að þú skiptir þér að þvf. Ef það grætur uppi f rúmi skaltu fara af og tli inn til þess og fullvissa það um að þú sért ekki farin, en nú sé tfmi til að fara sofa. Ekki taka það upp, strjúktu þvf mjúklega og ef það notar snuð skaltu athuga hvort barnið sé ekki ti með það. 6. Mundu að svefn er bæði þérog barnlnu afarmikil- vægur. Gættu þess þvf ávallt að þið fáið bæði nægan svefn og hvfldu þig þegar barnið hvflist. „Við líkjum þessu stundum við um- ferðareglur, það er nauðsynlegt að hafa vegi og götur en við leggjum ekki af stað út í umferðina án þess að kunna eða vita eitthvað um þær hættur sem geta orðið á vegi okkar. Það sama ætt- um við að hafa í huga þegar við erum á netinu. Við þurfum að vita hvar hætt- umar leynast, svo allt gangi nú slysa- laust fyrir sig,“ Anna Margrét Sigurðar- dóttir verkefnisstjóri SAFT en það stendur fyrir orðin samfélag, íjölskylda og tækni. Verkefnið er vakningarátak um ör- ugga netnotkun bama og unglinga en smám saman hefur fólk áttað sig á því að þótt netið sé stórkostlegt tæki til að afla sér upplýsinga, skemmta sér og hafa samskipti við annað fólk þá em þar ýmsar hættur sem þarf að varast. Sérstaklega getur netið reynst bömum og unglingum hættulegur vettvangur. Börn og Internetið Útgangspunktur- inn er að efla börn og foreldra tilað nota netið og aðra nýja miðla á já- kvæðan og öruggan hátt. Þörf fyrir slíkt verkefni SAFT-verkefrúð hófst í lok árs 2004 og er hluti af Safer Intemet Action Plan, aðgerðaáætiun Evrópusam- bandsins um ömggari netnotkun. Það em samtökin Heimili og skóli sem standar að verkefliinu. Byggt er á for- vera þess þar sem gerð var yfirgrips- mikil rannsókn á netnotkun bama og kennsluefni útbúið út frá þeim niður- stöðum sem fengust. „Okkar aðal- markhópur em bömin, en eins og í öllu öðm þá þurfa foreldrar að vera í góðu sambandi við bömin sín og vita hvað þau gera þannig að skilaboð okk- ar beinast einnig til þeirra, sem og net- þjónustuaðilum og stjómvöldum. Lykilorðið í öllu þessu starfi sem við erum að vinna að hér á íslandi er vit- undarvakning. Við erum líka í sam- starfi við aðra aðila annars staðar í Evr- ópu sem vinna að svipuðum hlutum. Þannig náum við að deila þekkingu okkar, reynslu og aðferðum." Anna segist hafa fundið fyrir mik- illi ánægju með starfsemi SAFT, alllir finni fyrir því að þörf sé á svona verkefni. Hingað til hafi fólk verið talsvert upptekið af sjálfum tækjun- um og því sem hægt er að fram- kvæma með þeim, en ekki hugsað nægilega vel út í það hvernig hlutirn- ir em notaðir. Tími sé kominn til að kanna þá þætti og það sé einmitt að sem SAFT snýst um. Við erum ekki ein „Við erum ails ekki að hvetja einn eða neinn til að banna og loka á tölvu- notkun. Útgangspunkturinn hjá okkur er mjög skýr og hann er sá að efla böm og foreldra til að nota netið og aðra nýja miðla á jákvæðan og ömggan Anna Margrét segirað oft hugsi fólk ekki út það að þegar það setur eitthvað inn er það I raun svipað ogað hrópa út á torgi. hátt. Við vitum að netnotkun bíður upp á mikla möguleika, hún er jákvæð en fólk þarf að vita um hætt- umar og kunna að varast þær," segir Annar Margrét með áherslu. Hún segir að alltof oft átti fólk sig ekki á því að þegar það setur eitthvað á netið er erfitt eða ómögulegt að taka það aftur, eða eins og hún segir. „Fólk hugsar ekki út í það að þegar það setur eitthvað inn er það í raun svipað og að hrópa úti á torgi. Netið er opinber vett- vangur. Það sem við þurfum að gera til að okkur h'ði vel með þessa tækni og get- um nýtt alla þá möguleika sem hún bíður upp á er að kunna fótum okkar forráð. Við erum ekki alein í tölvuher- berginu þegar við erum á netinu - við erum meðal fjölda fólks." netheilræði Sýndu og kenndu barninu þinu á netið. Á vafri ykkar um netið skuluð þið reyna að finna vefsetur sem eru bæði spennandi og skemmtileg og við hæfi barna. Jákvæð fyrsta reynsla leiðir frekar til jákvæðs og meðvitaðs viðhorfs til frekari könnunar- ferða á netinu. Að auki skapast grundvöll- ur til að deila því sem vel gengur eða fer miður á netvafri seinna meir. Reyndu að komast að samkomulagi við barnið um almennar reglur hvað netnotkun varðar á netinu. Hér að neðan eru nokkrar hugmyndir að grunnreglum: Hvernig fara á með persónulegar upplýs- ingar (nafn, heimilisfang, sfmanúmer, net- fang) Hvernig koma á fram við aðra á netinu (spjall, tölvupóstur, skilaboð) Hvers konar vefsetur og athafnir eru f lagi í ykkar fjölskyldu og hver eru f ólagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.