Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDACUR 26. APRÍL 2005 Síðast en ekki síst DV Rétta myndin Haukar burstuðu Val og þurftu ekki að stela slgrinum. Finnur Ingólfs festir kaup á kúajörð Sögusagnir eru í gangi um að Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, hafi fest kaup á jörðinni Vesturkot í Ár- nessýslu. Þessi jörð var á söluskrá Fasteignamiðlunarinnar hjá honum Magnúsi Leopoldssyni sem er einn umfangsmesti söluaðili jarða á ís- landi. Engin hlunnindi fylgja jörð- inni en þar eru ágætar byggingar og gott fjós. Vesturkot er góð bújörð, mikið gras og er talið að Finnur hafi gefið einar 30 milljónir fyrir jörðina - og er þá framleiðsluréttur ekki reiknað- ur inn í. Jörðin var í eigu ríkisins en var seld ábúendum árið 2001 á tæp- ar fimm milljónir. Ha? Reyndar eru menn helst á því að Finnur hyggi ekki á búskap þótt hann komi úr innsta hring bænda- flokksins gamla. Bændur hafa ekki eins mikið upp úr krafsinu og for- stjórar stórfyrirtækja, þar skeikar sjálfsagt um tveimur milljónum í mánaðarlaunum. Finnur á hins veg- ar hesta og er vísast á höttimum eft- ir bithaga fyrir hross sín. Finnur Ingólfsson Menn telja ekki miklar líkur á að VÍS-forstjórinn ætli sér að verða kúabóndi - fremur að hann sé á höttun- um eftir bithaga fyrirhross sln. Hvað veitf bú um hig f 1. Flvaða bræður voru fyrstir til fljúga flugvél? 2. Hvaða bræður voru fýrstir til að fljúga loftbelg? 3. Hvað hét konan sem týndist yfir Kyrrahafi í hnattflugstilraun? 4. Hvenær tók fyrsta flug- vélin á loft hérlendis? 5. Barni hvaða flugkappa varrænt árið 1931? Svör neðst á síðunni Hvað segir mamma? „Ja, það væri nú annað efég væri ekki stolt afhonum, ‘ segir Agnes Einarsdótt- ir, móðir Péturs Eyþórssonar sem vann Grettisbelrið á laugardaginn.„Ég bý norð- ur i landi þannig að ég missti þvi miður af þessu. En ég er svo ánægð með strákinn, hann byrjaöi núað gllma 8 eða 9 ára gamall. Hann var nú ekki stór eða sterkur þegar hann byrjaði, enda svo ungur. Núna er hann aldeilis búinn að braggast. Ég á tvo aðra stráka, lOog 23 ára, og þeir eru mjög áhugasamir um glimuna og svo á ég llka 8 ára dóttur sem llka er farin að mæta á æfingar. Ég á ekki von á ööru en að Péturhaldi ótrauðuráfram að gllma." íslandsgliman fór fram á laugardaginn 199. sinn. Pétur Eyþórsson, KR, tryggði sir Grettisbeltið og þar með titilinn Glimukóngur Islands með glæsilegum hæikrók á ÓiafOdd Sigurðsson, HSK, en það munaði aðeins hálfum vinningi á þeim köppum. Þetta er annað árið I röð sem Pétur hlýtur Grettlsbeltlð. Sólveig Rós Jóhannsdóttir vann Freyjumenið og titilinn Glimudrottning Islands. leggja aögerðirgegn ofbeldi á Ráðhús- torginu á Akureyri næsta föstudag. Bæjar- búar eru margir skelfingu lostnir eftir fréttir af handrukkurum undanfarna daga og ætla hvorki né vilja sitja aögerð- arlausirhjá. *. 1. Wright-bræður. 2. Montgolfier-bræður. 3. Amelie Ear- hart 4.3. september 1919 í Vatnsmýrinni. 5. Charles Lindbergh, sem flaug fyrsturyfir Atlantshafið. „Þetta var yndilsegt og ég get lof- að þér því að ég mun tryggja þennan mann í embætti," segir útvarpsmað- urinn Andri Freyr Viðarsson, þáttar- stjórnandi í Capone á XFM, eftir óvænta en greinilega ánægjulega heimsókn sína á Bessastaði síðast- liðinnföstudag. Andri segir afa sinn, gamlan og gegnan sósíalista frá Eskifirði og stuðningsmann Ólafs í fortíð og nú- tíð Ölver Guðnason, hafa boðið sér með í kaffi til „kóngsins", eins og Andri kýs að kalla forsetann. „Afi bauð mér með og ég var ekki lengi að segja já, enda lengi langað að hitta Ölaf,“ segir Andri. „Þannig að við félagarnir skelltum okkur í jakkafötin og brunuðum út á Álfta- nes eftir hádegi á föstudag," bætir Andri við. Andri kveðst hafa átt prýðilegt síðdegi í forsetabústaðnum; drukkið þar svart kaffi og fengið með góð- gerðir sem forseta einum sæma. „Við fengum jólakökur og ástar- punga með kaffinu hjá kallinum, klassískt kaffibrauð eins og afi myndi kalla það.“ Andri segir forsetann skemmti- legan í viðkynningu, hann sé ein- lægur og „rétti maðurinn í djobbið", eins og hann orðar það. „Þetta er þannig gaur að maður á erfitt með að verða ekki eins og flissandi smástelpa nálægt honum," segir Andri sem kveður forsetann hafa heillað sig upp úr skónum - strigaskónum sem hann var í við svört jakkafötin, Andir gerði þó meira en að dást að forsetanum. Þjóðmálin voru líka reifuð auk þess sem forn- minjar sem hýstar eru á Bessastöðum voru skoðað- ar. „Já, við fórum svona yfir þessu helstu mál í umræð- unni, Kárahnjúka og fjöl- miðlana, auk þess sem afi og hann ræddu gamlar Alla- ballasögur, en þá hélt ég kjafti enda lítið haft af þeim flokki að segja nema þá helst Allaballaferðunum með Hjör- leifi fyrir austan í gamla daga," segir Andri sem íhugar nú að bjóða sig fram til forseta, „enda ástarpung- arnir einir og sér nóg til að draga mann í framboð", segir Andri. Freysi og forsetinn AndriFreyr Viðars- son, sá til vinstri á myndinni I striga- skónum, segir forset- ann, til hægri með gleraugun, finan gaur sem bjóði upp á klassískt kaffibrauð, punga og jólaköku. fpeysi og Minn Pungar n Béssastöðum Pétur poppari og Grimm sjúkheit Skáldið Kristján Hreinsson er nú rétt nýlega lentur á íslandi eftir reisu til Kaupmannahafnar þar sem hann fór meðal annars á fúnd Kims Larsen. Larsen missti af skáldinu en Kristján náði tah af Peter Ingeman umboðsmanni Larsens enda erindið það að fá leyfi til að nota texta Larsens sem Kristján hefur snúið á íslensku. Þessa texta er fýrirhugað að nota á plötuna sem Pétur heitinn Kristjánsson var að vinna þegar hann féll frá, en hún byggir á lögum Kims Larsen. Platan kemur líkast til út 17. júní. Leist Ingeman vel á það sem Kristján leyfði honum að heyra af lögum í flutningi Péturs, Magnúsar Kjartanssonar, Tryggva Hubner, Gulla Briem, Jóhanns Ásmunds- sonar og Björgvins Pétur W. Kristjánsson Krist- ján Hreinsson er að rita um hann bóksem mun bera titil- inn „Pétur poppari' Ploder. Líklega mun platan heita „Grimm sjúkheit" eða eitthvað úr orðabanka Péturs sem þekktur var fýrir að skapa ný orðatiltæki fyrir sig og sína. Kristján var þarna einnig að viða að sér efni í bók sem hann er nú að skrifa um Pétur og setja sig í þau spor sem snillingurinn sté þegar hann var í Köben. Bókin mun heita Pétur popp- ari og koma út fýrir næstu jól. Knstján Hreinsson Var úti I Danmörku og ræddi þar við umboðsmann Kims Larsen sem leist svona Ijómandi vel á væntanlega plotu Péturs heitins sem byggð er á lögum Krossgátan Lárétt: 1 þjöl,4 kynstur, 7 læst,8 hestur, 10 druna, 12 spil, 13 megn, 14 byrst, 15 grátur, 16 kjáni, 18 kvenfugl,21 steli, 22 spírar, 23 stunda. Lóðrétt: 1 rispa, 2 stöng, 3 mellur,4 skjall, 5 starf, 6 lík, 9 smá, 11 ágengs, 16 fölsk, 17 hugarburð, 19 trúarbrögð, 20 hraða. Lausn á krossgátu •ese oz 'Ois 61 'BJ9 L l ‘?\l 91 'suji^ l L 'IIÍJI 6 'Jbu 9 'uq! g 'negjnöej y 'jnumpjod £ '?|s z '>I?J l ‘B>ie!£7'JB|?íí'!|dnj Le'essesi 'U9|j g i '6jo s i 'g|aj y i '>)æjs £ j 'nji z l'JÍuö o L 'J?|>| 8 '0B>|O| L 'ujg V 'dsej i :jjajei l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.