Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 39
DV Síðast en ekki síst ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2005 39 Lýðræði í löndum múslíma Okkur er sagt að lýðræðishug- myndir hafi vaxandi byr í Arabaríkj- um og öðrum löndum múslíma. Það er rétt að meira er um lýðræði talað í þessum ríkjum en lengst af fyrr og Bandaríkjamenn segjast allir af vilja gerðir að ýta undir lýðræðisþróun. Þetta mál er þó allt hið snúnasta - og ekki bara vegna þess að múslímar vantreysta Bush forseta og hans liði. Eru kosningar háskalegar? Sprengjur halda áfram að springa í írak - og þau ótíðindi eru í sjálfu sér ekki aðeins tengd bandarísku her- námi landsins heldur og því að þar í landi var reynt að eftia til kosninga. Sé það gert í sæmilegri alvöru fer ekki hjá því að arabískir Súnnítar, sem áður voru í forystuhlutverki í einsflokksríki Husseins, komist í minnihluta og óttist þar með um sinn hag í ríki þar sem þeir sem áður sættu misrétti, Sjítar og Kúrdar, geta nú tekið stjórnartauma í sínar hend- ur. Þetta ástand er að nokkru svipað því sem skapaðist í gömlu Júgó- slavíu þegar hvert sambandsríki fékk sjálfstæði: f hverju hinna nýju ríkja (nema Slóveníu) voru stórir þjóðernisminnihlutar sem óttuðust um sinn hag gagnvart meirihluta- þjóð sem nú gæti gengið á hag þeirra í krafti nýrra valdahlutfalla. Kjósa menn ranga flokka? Það er ágætt að hvetja til lýðræð- is, í Arabalöndum sem annars stað- ar. En menn verða þá að vera við því búnir að „rangir aðifar“ sigri í lýð- ræðislegum kosningum. Munum hvað gerðist fyrir 14 árum þegar al- mennar kosningar fóru fram í Alsír. Róttækur íslamskur flokkur, FIS, vann sigur og átti að taka við völd- um. En þá greip herinn í taumana og lýsti lýðræðislega kosna íslamska stjórn úrelt fýrirbæri sem menn gætu ekki sætt sig við. Og á Vestur- löndum létu menn þetta gott heita, því heldur vildu þeir fullkomlega ólýðræðislega herforingjastjóm en rétt kjörna íslamska stjórn. í fram- haldi af þessu kom svo til borgara- styrjaldar sem hefur kostað um hundrað og fimmtíu þúsundir manna lífið - en einhverra hluta vegna hafa fjölmiðlar heimsins fjall- að minna um það stríð en flest önn- ur. Enda vitað að þótt bæði íslamist- ar og herinn séu sekir um mikil manndráp hefur herinn líklega verið enn drýgri í blóðsúthellingum. Fleiri lönd Svipað ástand gæti komið upp í fleiri löndum. Haft er eftir Alistair Crooke, áður ráðgjafa Evrópusam- flrni Bergmann segiraðeftilvillsé „íslamskt tímabir óhjákvæmilegtávegferð Arabalanda á leið til lýðræðis. Kiallari bandsins í málefnum Austurlanda nær, að ef efht væri til raunverulega fijálsra kosninga mundu íslamskir flokkar að líkindum sigra í Egypta- landi, Jórdan og í héruðum Palest- ínumanna. Hamas (þau samtök sem ólíklegust eru til samninga við ísralsmenn) gætu meira að segja fengið hreinan meirihluta í Palest- ínu. í Jórdaníu stjórnar valdamikill konungur, sem velur sér sjálfur for- sætisráðherra og aðra ráðherra, sem og öldungadeild en leyfir þegnum sínum að kjósa til neðri deildar þings sem hefur mjög takmörkuð völd. Lýðræðislegar kosningar í því landi gætu sópað þessu kerfi burt og leitt til valda flokk sem mundi styðja Hamas í Palestfnu og uppreisnar- menn súnníta í írak. Til eru borgaralega þenkjandi menn og hreyfingar í þessum lönd- Þaðerágættað hvetja til lýðræðis, í Arabalöndum sem annars staðar. En menn verða þá að vera við því búnir að „rangir aðilar" sigri í lýðræðislegum kosn- ingum. um, sem tala máli lýðræðis og blanda trúmálum lítt í sína pólitík. Einn slíkur heitir Ajman Núr, foringi svonefnds Ghad-flokks í Egypta- landi. Hann hefur verið í andófi við stjómvöld og setið í fangelsi og gæti vel hlotið þó nokkuð fylgi í kosning- um. En hitt er lfldegra að meirihluti Egypta - fátækir og guðhræddir Súnnítar, mundu kjósa Múslíma- bræðralagið, sem er hin íslamska rödd í egypskum stjórnmálum. Vinsældir íslamista Hvers vegna eru einmitt íslamsk- ar hreyfingar líklegar til að sigra í lýðræðislegum kosningum? Vegna þess að stjórnir þessara landa, hvort sem þær hafa verið hallar undir Bandaríkin, eða haldið fram herskárri arabískri þjóðernisstefnu, einatt andvestrænni (eins og ráða- menn í Sýrlandi), hafa lengi einokað hið pólitíska vald. Þær hafa skert svo mannréttindi, og þar með mál- frelsi, að þeir kúguðu og fátæku áttu sér engan vettvang nema trúna til að finna þörf sinni fyrir andóf far- veg. íslamskar hreyfingar hafa kom- ið í staðinn fyrir verkalýðshreyfing- ar eða vinstri flokka sem hafa ekki fengið neitt svigrúm í hálfgerðum eða algjörum lögregluríkjum. Þær hafa tekið að sér ýmislega félagslega aðstoð við fátæka meðan spilltar klflcur nálægt valdhöfum hafa stungið því fé í vasann sem til slíkra hluta var ætlað. Vinsældir Hamas- hreyfingarinnar í Palestínu tengjast ekki því einu að hún sé herskáasti andstæðingur ísraelsmanna Hamasmenn hófu feril sinn með því að stofna til fátækrahjálpar á Gasa- ströndinni og dugðu þeim verst settu mun betur en makráðir og einatt spilltir skjólstæðingar Arafats. Ef til vill verða menn að búa sig undir það, að „íslamskt tímabil“ sé óhjákvæmilegur áfangi á lýðræðis- þróun í heimi múslíma? Eins þótt slíku stjórnarfari fylgi miklar tak- markanir á frelsi einstaklinga - svo sem sannaðist þegar klerkar tóku við stjórn írans af einvöldum keis- ara. • ReynirTraustason stjömublaðamaður situr nú á Flateyri við ritun bókar sinnar sem fjallar um dópið og undirheimana á ís- landi. Vinnutitillinn er dramatískur: „Fmm- skógur dauðans" - lykilsaga, byggir á raunverulegum atburðum. Fram hefur komið að verið er að vinna heimildar- mynd um heimildarvinnu Reynis í tengslum við ritun bókarmnar. Sam- hliða öllu þessu ritstýrir Reynir Mann- lífi og í næsta tölublaði, sem kemur út í kringum 10. maí, er stórt viðtal við Jónínu Benediktsdóttir. Er þungamiðja þess viðtals á mannlegu nótunum en þar mun Jónína ræða óvenju opinská um ástina og Jóhannes í Bónus... • Staða Þorgils Óttars Mathiesen for- stjóra hjá Sjóvá er óljós eftir að Kari Wemersson og systkini hans keyptu 67 prósent í fyrirtækinu af íslandsbanka og gáfu fyrir 17,5 millj- arða. Þorgils Óttar kemm inn í fyrirtækið úr íslandsbanka sem á nú 33 prósent í trygg- ingarfyrirtækinu. For- stjórinn og fyrrverandi handboltakappinn er þó hvergi deigur og er nú sem stendm að reisa sér glæsilegan sumarbústað á bökkum Þingvallavatns. Verkið bauð hann út og ætlar að ganga inn í bú- staðinn fullbúinn snemmsumars... • MMlhópurhefmþegarlýstyfir stuðningi við Ingibjörgu Sólrúnu Gfsladóttur og skrifað klásúlm á vef- síðu hennar sem lýsa því hversu mikil yfirbmðamanneskja þar fer. Sumum finnst þetta reyndar nokkuð í and- stöðumerkingu við leiðtogadýrkun sem ISG hefrn talað mjög gegn. En allt um það; skáldlegustu tilþrifin sýnir Jón Bjömsson og þykir mörgum nóg um. Jón vann með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í fimm ár og segist ekki hafa lent í öðm eins. Þá skrifar Jón: „Hún er sprettharðari en hrygna, víð- sýnni en haföm og þolnari en hrein- dýr.“... morgun Sólin mun aðeins láta Ijós sitt skfna með köflum á morgun ef marka má veöurspána. Hlýjast verður á suðvesturhorninu enda spáð ^ laufléttri norðanátt og ekki væri vitlaust að taka út hjóliðx og hjóla f ' vinnuna. — Nokkur vindur Nokkur vindur Nokkur vindur Nokkur vindur Strekkingur • Nú er það að koma á daginn að heilaspunamenn Halldórs Asgríms- sonar, þríeykið Bjöm Ingi Hrafnsson, Pétur Gunnarsson og Steingrímur S. Ólafsson vom ekki höfundar þess að eðlilegt væri að þingmenn legðu fram yfirlit yfir skuldir og eignir. Nei, Hall- dór mun hafa verið þessarar skoðunar árum saman og heilaspunamennimir þrír því í hlutverki leikstjóra í hinni glæsilega hönnuðu atburðarás. Altalað er innan flokksins að þessi hafi verið draumur Halldórs ámm saman og tekið til marks um hina duldu stjómvisku foringjans... • Annað það sem mikið er rætt innan Framsóknarflokksins er arftaki Hall- dórs Ásgrímssonar en Ámi Magnússon hef- ur ekki þótt standa undirvæntingum þrátt fyrir að hafa hyl- djúpa röddina og út- litið með sér. Em þeir sem um véla innan flokksins jafnvel á því að Páll bróðir hans sé meira foringja- efni. En raddimar snúast ekki um hvort bræður berjist heldur em menn innan flokksins helst á því að mistök hafi verið gerð þegar Siv Friðleifsdóttir var sett út úr ríkisstjóminni því hún, eftir á að hyggja, sé helst til þess fallin að breikka ásýnd flokksins...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.