Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2005, Blaðsíða 25
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2005 25 t: j- John Terry valinn bestur Enska knattsp\Tnusambandið verðlaunar árlega þá leikmenn ún'alsdeildarinnar sem skarað hafa fram úr á leiktíðinni, og á sunnudag var vamarmaðurinn John Terry hjá Chelsea útnefridur leikmaður ársins 2005, en það eru leikmenn og meðlimir í Sam- tökum knattspymumanna í ensku úrvalsdeildinni sem kjósa. Terry, sem er fyrirúði verðandi toppliðs Chelsea, þótti hafa skarað frarn úr í deildinnií ár og M hlaut út- nefninguna eftir harða keppni frá samherjum sín- um Frank Lampard og Petr Cech. Þeir Thierry Henr\r hjá Arsenal, Andrew John- son hjá Crystal Palace og Steven Gerrard hjá Liverpool, voru einnig tilnefridir. ^ Hinn 19 ára framhetji Man- chester United, Wa\Tie Rooney. var við sama tæidfæri kosinn besti yngsti ieik- maður tímabilsins. Fjórir menn frá Chelsea í liði ársins Við sama tilefrú var einnig til- kynnt hvaða ellefu leikmenn voru váldir i lið ársins og það var skip- að eftirtöldum leikmönnum: Markvörður var Petr Cech hjá Chelsea. Vamarmenn voru Gary Neville og Rio Ferdinand hjá Manchester United, Ashley Cole hjá Arsenal, John Terry hjá Chel- sea. Miðjtunenn liðsins voru Steven Gerrard hjá Liverpool, Shaun Wright-Phillips hjá Manchester Cit\r og Frank Lampard og Arj en Robben hjá Chelsea. Framherjar <éí voru svo út- pÞ nefndir Thierry' ý Henry' hjá Arsenal og Andrew Johnson hjá Crystal Palace. m Unira,' Tölfræðl Sigurðar Ara: Skotnýting Sigurðar Ara eftir leikjum {úrslitakeppninni: 1. leikur gegn Fram (heima, sigur) 0 mörk úr 2 skotum (0%) 2. leikur gegn Fram (úti, tap) 5 mörk úr 9 skotum (56%) 3. lelkur gegn Fram (heima, sigur) 2 mörk úr 9 skotum (22%) Lleikur gegn ÍR (heima, sigur) 8 mörk úr 16 skotum (50%) 2. leikur gegn (R (úti, tap) 1 mark úr 5 skotum (20%) 3. leikur gegn ÍR (heima, sigur) 6 mörk úr 14 skotum (43%) Samantekt: 8 liða úrslit gegn Fram 7 mörk úr 20 skotum (35%) Undanúrslitin gegn ÍR 15 mörk úr 35 skotum (43%) Stoðsendingar Sigurðar Ara í oddaleiknum: Hvenaer í lelknum: I fyrri hálfleik: 6 I seinni hálfleik 7 Áeftlrtalda lelkmenn: Tite Kalandaze 4 Svavar Vignisson 3 Samúel Ivar Árnason 2 Robert Bognar 2 Zoltan Belányi , Kári Kristjánsson 1 íeftirtaldarstöðun Inn á linu 4 Fyrir gegnumbrot 2 Niður í horn 2 Fyrir langskot 5 Vaxa örvhentar skyttur á trjánum á íslandi? Það mætti kannski halda það því Eyjamaðurinn Sigurður Ari Stefánsson er enn ein viðbótin við gott úrval örv- hentra leikmanna sem kalla á sæti i íslenska landsliðinu. Sigurður Ari kom að 22 af 40 mörkum ÍBV í oddaleik undanúrslitanna um helgina. Sannur Eyjamaöur gefst aldrei upp Eyjamenn settu á svið mikla sýningu í oddaleiknum gegn ÍR á sunnudaginn og tryggðu sér sætí í lokaúrslitum fslandsmóts karla í fyrsta sinn. Ung örvhent skytta fór mikinn í leiknum og sýndi sig og sannaði sem enn ein örvhenta skyttan sem er að koma upp í íslenska boltanum. Hinn 23 ára gamli Sigurður Ari Stefánsson átti þátt í 22 mörkum Eyjaliðsins í leiknum, skoraði sex sjálfur, gaf heilar 13 stoðsendingar og fiskaði þrjú víti sem gáfu mörk. Ekki slæm frammistaða í mjög jöfnu einvígi sem hafði fyrir þennan leik snúist meira um hörku og átök en góðan handbolta. Sigurður Ari og Eyjamenn ákváðu að segja skilið við það á sunnudaginn. „Við mættum tilbúnir í leikinn og það vildi enginn í liðinu detta úr leik þegar við vorum komnir svona langt. Margir í liðinu hafa líka verið að vinna að þessu takmarki með Er- lingi þjálfara í þrjú ár. Árangur okkar hefur stigvaxið frá ári til árs og það er stórt takmark hjá okkur að vera loksins komnir í úrslitin," sagði Sig- urður Ari í viðtali við DV í gær, en hann spil- aði, eins og allt Eyjaliðið, frá- ^ yj bærlega í leiknum sögulega þegar karlið ÍBV náði loks- ins í skottið ákvenfólkinu sem hefur spil- ^ að til úrslita um íslandsmeistaratit- ilinn fimm sinnum á síðustu sex árum. Frábært fólk á bak við liðið „Það er frábært fólk sem stendur á bak við liðin hér í Eyjum. Þetta fólk er duglegt að safna fé. Það skiptir líka miklu máli að allir bæjarbúar eru tilbúnir að gefa pening í starfið, og eins að mæta vel á leikina. Að- staðan er líka frábær hér í Vest- mannaeyjum til að stunda hand- bolta. Hér er allt til alls til að búa til gott handboltafólk. Það er líka stað- reynd að þetta er gífurleg lyftistöng fyrir bæinn - að geta verið stolt af sínum handboltaliðum. Við vitum að margt fólk, sem aldrei hefúr látið sjá sig á handboltaleikjum, kom á oddaleikinn gegn ÍR og hefur sjald- an skemmt sér jafn vel. Það er líka alveg þrælgaman að sjá að lúðra- sveitin er komin aftur því hún skap- ar alveg einstaka stemningu á leikj- unum,“ segir Sigurður Ari, en það eru aðeins þrjú ár síðan ÍBV var í hópi neðstu liða deildarinnar. „Þegar Erlingur tók við liðinu var stefnan sett á að byggja upp yngri leikmenn eins og mig, Kára (Krist- jánsson, h'numann 20 ára landsliðs- ins) og Davíð Þór (Óskarsson). Við vorum reyndar fleiri, en það er bara eins og gengur hér í Eyjum að sumir þurfa að fara til Reykjavíkur í skóla. Erlingur er sem dæmi búinn að kenna mér heilmikið. Þetta eru kannski fyrstu ár hans með meist- araflokk karla en hann er búinn að byggja liðið markvisst upp og hefur skilað liðinu alla leið í úrsÚtin," segir Sigurður Ari, en auk ungra og efrii- legra leikmanna í Eyjaliðinu þá fer það ekki fram hjá neinum að koma leikmanna eins og Rolands Eradze í markið og Tite Kalandaze í vinstri skyttustöðuna hefur styrkt liðið gríðarlega. Heppnir að fá Tite og Roland „Við vorum mjög heppnir fyrir þetta tímabil að fá Tite og Roland. Ég held að Tite Kalandaze sé besti erlendi leikmaður sem hefur nokkurn átti meðal annars eina ógleyman- lega hnusendingu aftur fyrir bak inn á Svavar Vignisson. „Svavar orðaði það við mig um daginn að við værum eins og einn og sami maður. Við náum að lesa hvorn annan því sendingarnar eru ekkert sérstaklega æfðar. Þegar aðstæður- nar koma upp þá koma þessar send- ingar af sjálfii sér,“ segir Sigrurður Ari um samvinnu sína við Svavar Vignisson, varafyrirhða og línu- mann ÍBV sem skoraði þrjú mörk í oddaleiknum eftir línusendingar frá honum. Næst á dagskrá er úr- slitaeinvígið gegn Haukurn sem hefst á laugardaginn. Haukarnir eru ís- landsmeistarar síðustu tveggja ára og eru að spila til úrslita í fimmta sinn á aðeins tíma komið hingað til lands. Roland er kannski meira í því að segja okkur til en Tite lætur okkur vita hvemig og hvar hann vih fá send- ingar og eins hvað hann vill að við ger- um þegar hann er með boltann svo við komust í betra færi,“ sagði Sigurður Ari sem átti fjórar stoð- sendingar á Tite sem aftur gaf tvær stoð- sendingar á hann. „Ég lét hafa það eftir mér að fyrsti leikurinn gegn ÍR úafi verið mjög góður leikur hjá mér, þa. sem ég náði að setja einhver átta mörk. Svo fóm dómararnir í taugamar á mér í leikn númer tvö en ég veit ekki hvað ég segi um þennan leik en hann var örugglega einn af betri leikjum sem ég hef spilað," segir Sigurður Ari sem var með buh- andi sjálfstraust frá fyrstu mínútu og sex ámm. Sigurður Ari segir þó enga ástæðu th að hafa áhyggjur. Engin ástæða til að hætta „Haukar em vissulega með frá- bært hð. Þeir em með fimm lands- hðsmenn og svo er Andri Stefan líka farin að banka á landsliðsdyrnar. Ég sé ekkert í sphunum sem segir að við eigum að vera hræddir við þá. Við unnum báða leikina gegn þeim eftir áramót, bæði heimaleikinn og úti- leikinn. Nú sjáum við bikarinn fyrir okkur og erum ekki orðnir saddir. Nú ætlum við að reyna að koma honum til Eyja. Það er engin ástaða til þess að hætta núna, enda vitum við það best sjálfir að sannur Eyjamaður gefst aldrei upp,“ sagði Sigurður Ari að lokum thbúin f stærstu leikina á ferl- inum. ooj@dv.is Góöur SigurðurAri Stefáns- son er einn fjölmargra örv- hentra skytta í íslenskum handbolta sem hafa hæfi- leikatilað nálangtl boltanum. DV-mynd Vilhelm „Ég sé ekkert í spilunum sem seg- ir að við eigum að vera hræddir við þá. Við unnum báða leikina gegn þeim eftir áramót, bæði heimaleikinn og útileikinn. Nú sjáum við bikarinn fyrirokkur og erum ekki orðnir saddir." ’ •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.