Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ2005 Fréttir DV HKB banki býður viðskiptavinum Sparisjóðs HafnarQarðar i golf til Lúxemborgar. Sveinn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Fjarðarkaupa, fór á dögunum til Lúxem- borgar og tók þátt í golfmóti KB banka við frábærar aðstæður. Fjarðarkaup er stærsti viðskiptaaðili Sparisjóðsins en eftir hallarbyltingu í bankanum íhuga Fjarð- arkaupsmenn að skipta um banka. Jóhannes Páll poppari Jóhannes Páll páfi heit- inn er orðinn poppstjarna £ heimalandi sínu Póllandi. Safn ljóða eftir hann með diskóundirspili hefur náð þriðja sæti á pólskum popplistum og að minnsta kosti sjö önnur lög þar sem annað hvort rödd hans eða textar koma fyrir eru meðal 40 vínsælustu laga þar í landi. Páfinn var gríðarlega vinsæll í heimalandi sínu og hafa allar bækur sem hann gaf út náð metsölu. Kaþólska kirkjan hefur engu að síður varað fólk við að óprúttnir aðilar noti mynd af páfanum á plötu- umslaginu til þess eins að auka söluna. Tíu innbrot í bíia Lögreglunni í Reykja- vík bárust tíu tilkynning- ar um innbrot í bfla að- faranótt miðvikudags. Að sögn varðstjóra lög- reglunnar voru langflest innbrotin framin í Hlíð- unum og við Háaleitis- brautina. Hann segir jafnan venju að þjófar af þessu tagi leggist á ákveðin hverfi þegar þeir láti til skarar skríða. Mest var um að fram- hliðum af geislaspilurum væri rænt. Lögreglan í Reykjavík hvetur eigend- ur bfla til að láta lausa- muni ekki liggja á glám- bekk í bflum, slflct bjóði upp á innbrot. Kýldi mann í gegnum ruðu Þreklega vaxinn karl- maður var eitthvað ósáttur með dyravörð á Café Amst- erdam á sunnudagskvöldið. Hann hefur lfldega viljað fara inn á staðinn en ekki fengið. Tók maðurinn sig þá til og kýldi dyravörðinn. Sem er ekki í frásögur fær- andi nema dyravörðurinn var staddur inni á staðnum og var með andlitið upp við glugga sem var á hurðinni. Sá þrekvaxni kýldi því í gegnum rúðuna áður en hann lenti á andliti dyra- varðarins. Dyravörðurinn meiddist nokkuð og árás- armaðurinn var nokkuð slæmur í hendinni á eftir. Karl Hermannsson, yfirlögreglu- þjónn í Lögreglunni í Keflavík, segir ástandið á skemmtistaðnum Traffic ekki góða auglýsingu fyrir bæinn. „Það er umhugsunarvert hvort menn vilja að ástandið sé svona," segir Karl og bendir á frægt atriði úr þættinum Amazing Race þar sem fullir Keflvíkingar settu líflegan svip á bæinn. Um helgina átti gróf nauðgun sér stað á Traffic og nánast undantekn- ingarlaust berast fréttir eftir hverja helgi af slagsmálum og óreglu inni á staðnum. Frægt er þegar fóbolta- stjarnan Scott Ramsay varð manni að bana inni á staðnum. Karl segir mikla breytingu hafa orðið eftir að opnunartími skemmtistaða var gef- inn frjáls. „Ég held að menn séu að átta sig á neikvæðu afleiðingunum. Fólk er lengur inni á stöðunum og í Reykja- vík heyrir maður vangaveltur um neðanjarðarstarfsemi og eiturlyfja- Nú er ég bara ivinnunni og er nóg að gera hjá mér,"segir Sigurvin Ólafsson knattspyrnu- er enn að ná sér eftir teikinn i gær enda var þetta baráttuleikur sem endaði vel. sem í raun og veru liggur á er samt að sjálfsögðu að koma sér ístand fyrir næsta leik Fram á sunnudag. Það ætti að verða einhver harka þar því þeir fengu fljúgandi start meðan við byrjuðum frekar brösulega. Ég hvet alla til að mæta á leikinn og styðja sína menn. Karl Hermannsson yfirlögreglustjóri Hefur áhyggjur af ástandinu á Traffíc. í tappi fyrir utan staðinn. „Áður var gengið inn baka til sem var mun viðráðanlegra. Nú er traffík fyrir utan. Mikið af fólki og slæmt þegar menn koma í misjöfnu ástandi beint út á götu. Það skapar mikla slysahættu." simon@dv.is Bankarnir berjast um Fjarðarkaupsfeöga KB banki í Hafnarfirði bauð Fjarðarkaupsfeðgunum Sveini og Sig- urbergi Sveinssyni í golfferð til Lúxemborgar. Eftir hallarbylting- una í Sparisjóði Hafnarfjarðar íhuguðu íjölmargir viðskiptavinir að hætta að skipta við bankann. Þar á meðal er Fjarðarkaup - einn stærsti viðskiptaaðili Sparisjdðs Hafnarfjarðar frá upphafi. Nú berjast Landsbankinn og KB banki um viðskipti Fjarðarkaupa. Síðasta útspil KB banka í baráttunni um Fjarðarkaupsfeðgana var golf- ferðin til Lúxemborgar í boði bank- ans. „Þetta var nú golfmót sem þeir halda á hverju ári og okkur var boð- ið,“ segir Sveinn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Fjarðarkaupa. Frábært mót Sveinn er landsliðsmaður í golfi, með 0,5 í forgjöf. Hann segir bæði að vel hafi verið staðið að mótinu og aðstæður frábærar. Aðspurður hvort þetta hafi verið útspil bankans til að fá Fjarðarkaup yfir til sín segir Sveinn að ekkert sé gefið í þessum málum. „Mér sýnist að bankarnir séu að berjast um alla Hafnfirðinga. Maður hefur fengið bréf heim til sín með alls kyns boðum en hvað Fjarð- arkaup varðar er ekkert ákveðið. Við þurfum að skoða þessi mái betur." Hættur og farinn Ólgan innan Sparisjóðsins hefur ekki dvínað. Á föstudaginn tilkynnti „Mér sýnist að bank- arnir séu að berjast um aiia Hafnfirðlnga, Maður hefur fengið bréfhelm tll sin með alls kyns boðum en hvað FJarðarkaup varðar er ekkert ákveðlð/' Sparisjóður Hafnarfjarðar IngimarHar- aldsson varasparisjóðsstjóri er hættur. Ingimar Haraldsson varasparisjóðs- stjóri að hann væri hættur. Áður hafði nýja stjórnin, undir forystu Páls Pálssonar stjórnarformanns sem bolaði Mathiesen-ættinni út, látið Ingimar fara í þriggja vikna frí. Ingimar túlkaði það sem uppsögn en samkvæmt heimildum DV sner- ist Páli Pálssyni hugur og vildi halda Ingimari innan raða bankans. „Ég mat stöðuna þannig að best væri að setja punktinn þarna," segir Ingimar sem mun þegar hafa fengið tilboð frá KB banka og Landsbank- anum en vill ekki staðfesta að hann hafi tekið öðru hvoru tilboðinu. „Hvað ég geri í framtíðinni verður að koma í ljós," segir hann. Milljóna starfslokasamningur Þá á bankinn enn eftir að ganga frá starfslokasamningi við Björn Inga Sveinsson, sparisjóðsstjórann sem var látinn víkja við hallarbylt- Sveinn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Fjarðar- kaupa Fór ígolfí boði KB banka til Lúxemborgar. Fjarðarkaup Við- skipti stórmarkað- arins nema hundruð- um milljóna á ári. inguna. Björn Ingi hafði aðeins starfað rúma þrjá mánuði við bank- ann en samkvæmt heimildum DV mun samningurinn hljóða upp á tugi milljóna. Páll Pálsson, stjórnar- formaður bankans, segir málið enn í vinnslu. „Það á bara eftir að skrifa undir," segirhann. simon@dv.is sölu þegar nálgast morgun. Ástand- ið er ekkert öðruvísi hjá okkur," segir Karl. Hann bætir við að skipulag stað- arins sé einnig slæmt. Gengið sé inn af Hafnar- götunni og þá myndast Traffic í Keflavík Gróf nauðgun átti sér stað þar um helgina. Lögreglan með áhyggjur af Traffic Ekki góð auglýsing fyrir bæinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.