Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2005, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2005, Blaðsíða 25
DV Sport FIMMTUDAGUR 19. MAÍ2005 25 Kristján Finnbogason stekkur upp og tekur boltann á undan Sævari Þór Gíslasyni. Kristján Finnbogason spyrnir sér af Sævari um leið og hann stekkur fram hjá honum. Kristján Finnbogason ásakar Sævar Þór um leikaraskap á sam tima og Sævar liggur sárkvalinn vellinum. Sævar Þór var stuttu j seinna borinn út afog spilaði ek meira í leiknum. Miðherjinn Fanrtar Ólafsson er kominn í Vesturbæinn þar sem menn ætla sér stóra hluti í körfunni næsta vetur. 1 Frákast Fannar er | gríðarlega orku- 1 mikill og skemmti- I legur leikmaður sem 1 hefur örugglega góö I áhrifá nýja félaga . 1 sína i KR. Þekkiekkert annað en sigur Fannar hefur leikið sem atvinnumaður í Þýskalandi að undanförnu, en samningur sem liðið bauð honum á dögunum freistaði hans ekki og því ákvað hann að taka tilboði KR-inga um að koma hingað til lands og leika með þeim næsta vetur. Mikill hugur er í Vesturbæingum þessa dagana, stefnan sett á toppinn og liðið er á höttunum eftir fleiri leikmönnum til að styrkja sig í baráttunni. „Ég var ekki farinn að hugsa um að koma heim þegar KR hafði fyrst sam- band við mig,“ sagði Fannar í samtali við DV Sport í gær. „Ég náði mér vel á strik í síðustu leikjunum með Ulm og var að vonast eftir að fá gott tilboð frá þeim. Þeir hins vegar buðu mér bara svipuð kjör og ég fékk hjá þeim þegar ég kom til þeirra á miðju tímabili og það þótti mér ekki nógu gott, þannig að ég gerði þeim gagntilboð sem þeir eru reyndar enn með undir höndum. Þeir eru að bíða eftir að teknar verði ákvarðanir um reglur sem snúa að út- lendingum á ársþinginu sem haldið verður í byrjun júm' og vilja eflaust halda að sér höndunum þangað til. Ég eiginlega nenni ekki að eltast við að leika þarna úti til þess eins að rétt skrimta, þannig að ég ákvað bara að koma aftur heim," sagði Fannar. Gamlir kunningjar „Það voru nokkur lið hérna heima sem höfðu áhuga á að fá mig og mér leist ágætlega á þau, en konan mín er að fara í skóla í Reykjavík og við eigum íbúð héma, svo það lá beinast við að vera í bænum. Ef ég hefði farið að semja við lið utan höfuðborgarsvæð- isins hefði svo gríðarlegur tími farið í ferðalög að maður hefði lítið geta ver- ið með fjölskyldunni, þannig að ég kaus að ganga til liðs við KR,“ sagði Fannar, sem þar hittir fyrir bróðir sinn Eld og þjálfarann Herbert Guð- „Það voru nokkur lið hérna heima sem höfðu áhuga á að fá mig og mér leist ágætlega á þau, en konan min er að fara í skóla i Reykjavik og við eigum íbúð hérna, svo það lá beinast við að vera í bænum." mundsson, sem hann hefur miklar mætur á. „Ég þekki Herbert síðan ég vann með honum hjá landsliðinu og síðan þekki ég Steinar Kaldai síðan við vorum saman úti í Suður-Kar- ólínu, þannig að ég hlakka til að vinna með þessum mönnum í vetur. Allt opið enn Samningur Fannars við KR inni- heldur ákvæði sem heimila honum að semja við erlend lið, ef ske kynni að hann fengi gott tilboð að utan og blaðamaður spmði hann hvort það að leika erlendis væri enn inni í myndinni. „Ég þyrfti að fá gott tilboð til að það myndi freista mín. Ég hef prófað að vera einn þarna úti og það hentar mér ekki sérlega vel. Eins og ég segi er konan mín að fara í nám hér heima og ég vO helst að við séum saman. Það á auðvitað eftir að koma í ljós hvað þeir gera þarna úti í Þýska- landi og svo veit ég að umboðsmaður minn hefur verið í sambandi við spænskt hð sem hefúr sýnt mér áhuga, en úr því sem komið er langar mig bara að vera hérna heima og hjálpa KR að ná langt." En hvað varð nú til þess að Fannar valdi KR? Ætlum á toppinn „Ég var í sambandi við nokkur hð sem höfðu áhuga á mér, en það skipti miklu máli fyrir mig að geta verið í Reykjavík. Ég bý þar og konan verður hérna í námi, svo það var freistandi að geta bara verið héma í nágrenn- inu. Ég hef prófað að vera að keyra á miili og lét mig hafa það þegar ég var hjá Keflavík um árið, en ég fæ mig ekki til að standa í því núna. Ég átti mjög góðar viðræður við stjóm KR og Herbert Arnarsson þjálfara, sem hjálpuðu mér að taka þessa ákvörðun og ég finn að það er mikill hugur í þeim. Þeir stefiia á að bæta við sig ff ekari mannskap og verða í toppbar- áttunni í vetur. Ég þekki ekkert annað en sigur í körfuboltanum hérna heima og held ég hafi unnið titil á hverju ári sem ég hefur spfiað hérna og langar að halda því áfram í Vestur- bænum", sagði Fannar að lokum. batdur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.